Smíðað á Grísará

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3724
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Þeir samskúrkar mínir, Árni Græniskúrkur og Mummi Litliskúrkur, færðu mér gjöf í skúrinn í gær, fallega inn pakkaða í blúndur og tjull:

Mynd

Þegar ég var búinn að vefja umbúðunum utanaf kom þetta í ljós:

Mynd

Hmmm? Af hverju eru félaga mínir að gefa mér plástra? Ég fatta það ekki.

Annars var Árni að reyna að maska vélarhlífina á Fokkerinn, en var greinilega ekki að gera það rétt. Litli eftirlitshundurinn sýndi honum réttu handtökin.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3724
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Það var málað smá á Grísará í morgun:
Mummi málaði stafi á Borðdúkinn:

Árni furðaði sig á penslinum
Mynd

Mummi þurfti stundum að lækka sig ögn til að ná niður í Borðdúkinn.
Mynd

Á meðan sprautaði Árni svart á vélarhlíf
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Úti er blámóða eins og almættið sé að fljúga með of ríkan glóðarhausmótor :)
Mynd


Þá er best að halda sig innivið og smíða. Hérna eru nokkrar símamyndir frá undanförnum dögum:

Hvað getur farið úrskeiðis þegar Gaui kveikir saman hjólastell? Hátæknislökkvibúnaður kom í fyrir stórtjón!
Mynd Mynd Mynd

Stélið á Fokkernum stífað af. Stífurnar virka klunnalegar á myndunum en eru það ekki í raun.
Mynd Mynd

Gert við hilluskemmdir á Me109, sem liggur í salti til betri tíma. Leutnant Gottfried Weiroster fær að hvíla sig enn um sinn í stólnum sínum góða áður en hann fer í loftið undir minni stjórn.
Mynd
Mynd

Veðrun á skalavél skoðuð í réttu ljósi. Felumálningin er svo góð að það þarf að leita að vængnum á myndinni en hundurinn er hins vegar í 1:1 og sennilega stærsti hundur landsins!
Mynd

Eldsneytisflösku rak á fjörur Eyjafjarðar eitt kvöldið :)
Mynd

Orrustan um Bretland í undirbúningi - hér er hugað að landvörnum.

Mynd

Það er sem sagt nóg að gerast þótt rólegt sé á fréttavefnum í augnablikinu!

Kv,
Árni H
Passamynd
maggikri
Póstar: 5796
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir maggikri »

Hver keyrði svo heim eftir eldsneytisgjöfina Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3724
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gaui »

Ég á heima í skúrnum og Mummi er fluttur í göngufæri -- enginn þarf að aka.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Og ég var fjarri góðu eldsneyti - þeir kumpánar myndina í sms til að ergja mig... :D
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir jons »

Nei þú misskilur, við erum að gera þetta fyrir þig, svo þér finnist þú vera með okkur þegar þú ert fjarri góðu gamni! Piff ... ergja þig ...
Jón Stefánsson
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Þetta litla vídeó datt inn á símann minn í morgun þegar ég var að prófa litla kínverska gleiðlinsu á honum - hún svínvirkar :)

Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Gauinn »

Á síma? Flott!
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Árni H
Póstar: 1589
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Smíðað á Grísará

Póstur eftir Árni H »

Já - ef maður strýkur símunum rétthæris er oft hægt að ná furðugóðum myndskeiðum út úr þeim :)
Þetta er tekið með svona linsu á símanum:
Mynd
Ódýrt og skemmtilegt fikt!
Svara