Síða 35 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Nóv. 2013 23:23:44
eftir Sverrir
Gula barkann þekkja menn sjálfsagt en ekki er ætlunin að nýta hann heldur einungis ytra rörið sem kemur með honum og í staðinn verða 5mm carbon stangir og 3mm teinar notaðir í hæðarstýrin.
Mynd

Aðeins þurfti að taka af kúlunni svo clevisin næðu að lokast vel.
Mynd

Allt að gerast, hæðarstýrið frágengið og bara eftir að setja vírinn í hliðarstýrið.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 9. Des. 2013 23:31:47
eftir Sverrir
Stélið frágengið!
Mynd



Einhvers staðar þurfum við að koma rafhlöðunum fyrir, þar sem þær vega um 700 grömm þá er kjörið að setja þær eins framarlega og við getum.
Mynd

Hér skal smíða box.
Mynd

Boxið klárt, þá vantar bara franska rennilásinn til að loka því og eitthvað mjúkt á milli pakkanna.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 10. Des. 2013 05:43:06
eftir maggikri
Það er töluverð þyngd í rafhlöðunum! Flott rafhlöðuhólf. Seturðu svo lok ofan á? Þetta er orðin mjög glæsileg vél. Verður gaman að fylgjast með frumfluginu á gamlársdag!
kv
MK

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Jan. 2014 18:16:02
eftir Sverrir
Nei, það verður rennilás þarna.

Stærsti einstaki verkliðurinn vel á veg kominn.
Mynd

Stundin nálgast... það skyldi þó aldrei vera að upp færi hún í sumar!
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Jan. 2014 19:16:33
eftir Flugvelapabbi
Upp fer hun ef það er þinn vilji
það ert þu sem heldur a styringunni
kv
epe

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Jan. 2014 19:21:25
eftir lulli
Frábært að sjá metnað í hlífum af þessu taki lúkkar vel ,, reyndar finnst mér að úlfar skilji frá músum þar sem svona frágangur er haganlega leyst að hendi. (sér í lagi í Warbirdum og þotum þar sem það á við)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 27. Jan. 2014 19:45:21
eftir Messarinn
Flott hjá þér Sverrir, Hlakka til að sjá hana hjá þér ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 5. Feb. 2014 13:47:57
eftir Sverrir
Ands#$!"#$ nú þarf ég að smíða aðeins stærri Þrumufleyg! ;)


Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 5. Mar. 2014 01:00:21
eftir Sverrir
Smá líf í Þrumufleygnum, það þarf smá æfingar með innsogið og inngjöfina en þetta hefst allt.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 13. Mar. 2014 23:22:46
eftir Sverrir
Hmmm, ætti maður kannski að skipta um liti? :D
Mynd