Fokker D.VIII

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Það skotgengur hjá Mummanum. Rörið var styrkt með því að setja glerfíber og síðan koltrefjar á milli og yfir á rifin:

Mynd

Síðan setti Mummi microballoons í restina af epoxýinu og sullaði því líka á rörin til að auka límbindinguna:

Mynd

Þetta verður alveg skothelt.

Næsta skref er að setja skinnið saman úr 2mm balsa. Hér er það komið:

Mynd

Nú er bara að pússa það þannig að það sé nokkuð slétt og síðan líma það á miðjuna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Í kvöld pússaði ég úthliðina á skinninu og límdi á rifin með freyðitrélími. Til að skinnið legðist vel á öll rifin hlóðum við Gaui vel af (flug!)tímaritum ofan á:

Mynd

Ætli næsta skref sé þá ekki að fara í vængendana?

kv Mummi.
Jón Stefánsson
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

[quote=jons]Í kvöld pússaði ég úthliðina á skinninu og límdi á rifin með freyðitrélími. Til að skinnið legðist vel á öll rifin hlóðum við Gaui vel af (flug!)tímaritum ofan á:

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 262178.jpg

Ætli næsta skref sé þá ekki að fara í vængendana?

kv Mummi.[/quote]
Frábær aðferð til að pressa klæðninguna jafnt niður :D
Kv.
Gústi
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Jæja, er ekki kominn tími á smá sumarupdate, svona rétt til að friða æsta aðdáendur?

Það er nú vægast sagt minna smíðað yfir sumarmánuðina, en þó mjakast þetta með seiglu snigilsins. Ég lauk þeirri vinnu sem hægt er að vinna í bili í miðhluta vængsins og hófst handa við vinstri vænghlutann:
Mynd

Eftir að hafa lokið fyrsta áfanga í vinstra hlutanum voru mið- og vinstrihlutarnir mátaðir saman. Í stuttu máli sagt passaði þetta ótrúlega vel saman svona við fyrstu sýn (afsakið gæðin á myndinni, þetta er tekið með gemsanum):
Mynd

Samsetning er svo nýhafin á hægri vænghlutanum, þar sem aðalmálið var að muna að snúa teikningunni við svo ég sæti ekki uppi með tvo vinstri hluta (þótt ég hafi aðstoðað drengina við að efna niður í vélarnar þeirra er óþarfi að setja þær saman fyrir þá líka :)).

Meira (vonandi ekki löngu) síðar,
Mummi
Jón Stefánsson
Passamynd
jons
Póstar: 185
Skráður: 1. Sep. 2008 18:08:41

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir jons »

Jæja

Samsetningu á hægri hluta er lokið (fyrsta skref) (#):
Mynd

Þetta mjakast..

Over and out,
Mummi.
Jón Stefánsson
Passamynd
Gabriel 21
Póstar: 92
Skráður: 7. Jún. 2009 12:30:30

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gabriel 21 »

Flottur
KV:Gabríel Daði
Falcon 50 SE í notkun, Great planes PT 20 í smíðum, TW Cessna 747 frá Bananahobby.com
Kemur sterkur inní sumar :D
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Guðjón »

Góður !
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Bara svo þið vitið að það gengur ekki alltaf allt eins og í sögu á Grísará, þá er hér mynd af Mummanum með vænginn vandlega límdan við fingurinn :)

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Guðjón »

Góður.. hver hefur ekki lent í þessu?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Fokker D.VIII

Póstur eftir Gaui »

Njóttu þess bara nafni minn, það er gott að láta svona eftir sér.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara