Síða 5 af 5

Re: Mótor í vél?

Póstað: 16. Nóv. 2009 22:06:13
eftir Björn G Leifsson
[quote=Páll Ágúst]Og... Þar sem ég veit lítið um rafmagnsmál í þessu,

Myndi þetta og þetta passa saman til að geta hlaðið hér heima í innstungu?[/quote]
Nei.
Annað er hleðslujafnari (Balancer) fyrir LiPo rafhlöður. Til þess að nota hann þarf hleðslutæki með stýringu sem gerð er fyrir slíkar rafhlöður. Til dæmis þetta (plokkaði bara af sama vef af hálfgerðu handahófi).
Hitt tækið er 12 volta spennugjafi sem dugir til að gefa litlu hleðslutæki straum. Það inniheldur engar rásir sem stýra hleðslunni en slíkt þarf til þess að rafhlaðan hlaðist rétt og hleðslan stöðvist áður en draslið springur í loft upp.
Mig grunar að þessi spennugjafi (svarta tækið) sé of lítið fyrir flest hleðslutæki. Það er ekki gert til þess að gefa meira en eitt amper (straumstyrkur) en til að nota venjuleg hleðslutæki eins og þetta sem ég setti hlekk á þarf spennugjafa sem gefur allt að 5 ampera straum. Það má alls ekki tengja svona spennugjafa beint og reyna að hlaða Lipo rafhlöður með því, jafnvel gegnum spennujafnara (balancer).

Re: Mótor í vél?

Póstað: 16. Nóv. 2009 22:12:23
eftir Páll Ágúst
mig vantar eitthvað til að geta hlaðið svona rafhlöðu heima.
Ekki í 12 volt. Helst sem ódyrast.

Re: Mótor í vél?

Póstað: 16. Nóv. 2009 22:21:37
eftir Björn G Leifsson
Það eru til hleðslutæki með innbyggðum spennugjafa sem hægt er að stinga beint í samband í vegginn. Þau eru þó alltaf dýrari en hin sem þurfa 12 volta spennugjafa.

Hér er eitt á vinsælum vef. Það er með innbyggðum spennujafnara.
Það eru þó aðrir sem hafa fylgst vel með þessu undanfarið og geta kanski bent þér á aðra kosti. Mikilvægast er þó að til þess að hlaða þessi battrí þá þarf hleðslutæki og jafnara sem gerð eru fyrir þau.

Re: Mótor í vél?

Póstað: 16. Nóv. 2009 22:30:47
eftir Páll Ágúst
En vitið þið (þú) um eitthvað tæki á towrhobbies sem er hleðslutæki og balanser saman og kosatr ekki mikið?

og sem væri hægt að fá snúru við til að geta tengt við 230volta innstungu. Þarf að geta gert þetta heima.

Re: Mótor í vél?

Póstað: 18. Nóv. 2009 12:11:24
eftir Páll Ágúst
[quote=Björn G Leifsson]Hér er eitt á vinsælum vef. Það er með innbyggðum spennujafnara.[/quote]
Er þá bara hægt að stinga þessu beint í vegg og hlaða?

Re: Mótor í vél?

Póstað: 18. Nóv. 2009 12:15:13
eftir Páll Ágúst
Er þetta batterí of sterkt fyrir þennan mótor