CARF Eurosport

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Árni H]Stofuborðin eru afar gagnleg til módelsmíða. Nú er Fokkerinn minn kominn á stofuborðið heima - þið megið giska einu sinni hver setur mestu pressuna á mig að ljúka málningarvinnunni! :)[/quote]
Væntanlega ekki kötturinn! ;)


Næst ákvað ég að ganga frá festingunum á gróðurhúsinu. Fyrst þurfti að koma því nokkurn veginn í miðjuna og líma allt fast. Eins og sést á næstu mynd var ekki hægt að styðjast við samsetningarlínurnar á pörtunum við það verk.
Mynd

Hér er búið að bora fyrir röri að framan, passa þarf að skilja eftir pláss fyrir kúpulinn.
Mynd

Hér er búið að bora fyrir læsingarpinnanum að aftan og skera út gat fyrir hann á skrokkinn. Eins og áður þá er honum tyllt með sýrulími á meðan virknin er könnuð.
Mynd

Krossviður og lím sjá svo um að halda honum á sínum stað!
Mynd

Svo eru gerð göt í gegnum rammann og niður í skrokk fyrir króka sem koma í hliðarnar.
Mynd

Strangt til tekið eru þeir ekki nauðsynlegir en þeir skemma alls ekki fyrir og tryggja gróðurhúsið enn betur.
Mynd

Þrátt fyrir að vélin sé stór þá þarf að framkvæma mest alla vinnuna inn um loftinntakið á vélinni.
Mynd

Finnst að fleiri vélar mættu vera jafn aðgengilegar og Futura, gerist ekki mikið betra aðgengið! :cool:
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Byrjaði á stjórnklefanum og húfunni, nú þarf bara að finna einhvern góðan skrifstofumann!
Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Helgi Helgason
Póstar: 80
Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Helgi Helgason »

Góða kvöldið og gleðilegt nýtt ár.
Er ekki bannað að auglýsa áfengi? Eða er þetta eftirnafnið á hönnuðinum?

[quote]https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 752298.jpg[/quote]
Hvenær er áætlað frumflug Sverrir?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Sömuleiðis gamli minn, við héldum að þú værir stunginn af. ;)

[quote=Helgi Helgason]Hvenær er áætlað frumflug Sverrir?[/quote]
Vonandi fyrra hluta þessa árs.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Náði mér í smá lit í dag og skellti á gróðurhúsið og stjórnklefann.
Mynd

Allt annað að sjá þetta!
Mynd

Lítur bara hreint ekki illa út, nú vantar bara (g)óðan flugmann.
Mynd

Dúkur og epoxy var svo notað til að styrkja botninn og upp í sætið þar sem plastið er þynnst.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Eftir netráp og smá myndavinnslu þá er komið mælaborð fyrir flugmanninn svo hann ætti að geta flogið vélinni nokkuð skammlaust. ;)
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Þotusafatankarnir voru settir saman í dag og mátaðir í skrokkinn. Það verður ekki hlaupið að því að líma þá svo í vélina inn um þau op sem eru í boði. Hugsa að ég falli samt ekki í freistni og sagi gat á hvalbakinn, ætli það sé hægt að notfæra sér keyhole aðgerðarsérfræðingana í sportinu... ;)

Það er gott að hafa smá þykildi á rörunum þegar öryggisvírar eru settir á slöngurnar og reyndar líka þó þeir séu ekki notaðir. Hægt er að kaupa tilsniðna búta og lóða þá upp á rörin.
Mynd

Og þá lítur það einhvern vegin svona út.
Mynd

Það er líka hægt að taka mjúkan vír og vefja hann upp í rétta stærð.
Mynd

Svo er bara að klippa út hentuga búta.
Mynd

Og lóða á.
Mynd

Hér eru tankarnir í rifjunum sem þeir sitja í í skrokknum.
Mynd

Tankarnir stóðust þrýstiprófun í baðkarinu svo nú fá þeir að standa fullir af þotusafa út í skúr.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
INE
Póstar: 294
Skráður: 11. Júl. 2009 21:35:56

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir INE »

Tvær spurningar:

* Eru þetta Kevlar eldsneytisgeymar?

* Ertu með eitthvað í eldsneytiskerfinu til að hindra að það fari loftbóla upp í brunahólfið?

Kveðja frá Suður Afríku,

Ingólfur.
Ingólfur Einarsson
YAK54/DLE111 ? ULTRA STICK/DA35 ? ELAN/P120SX ? ULTRA FLASH/P120SE
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

[quote=INE]* Eru þetta Kevlar eldsneytisgeymar?

* Ertu með eitthvað í eldsneytiskerfinu til að hindra að það fari loftbóla upp í brunahólfið?[/quote]
Svo segir framleiðandinn og ég hef enga ástæðu til að efast um það.

Loftsía sér um að stoppa loftbólurnar, hahaha, nei það verður peli(virkar eins og UAT) í kerfinu sem sér um þau mál.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Gæðaeftirlitið hjá CARF virðist skila sínu því ekki láku tankarnir en það er líka annað sem fylgir þessu og það er skolun á óhreindinum. Ég var búinn að hreinsa mest af því ryki sem sást en það er alltaf eitthvað sem verður eftir, þó nokkuð mikið í þessu tilfelli, og þetta er drulla sem við viljum ekki sjá nálægt mótornum eða öðrum hlutum eldsneytiskerfisins!

Vel stíflað!
Mynd

Drulla upp úr báðum tönkunum.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara