Síða 5 af 6

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 3. Maí. 2012 23:12:59
eftir raRaRa
Flaug 4.1km frá Hamranesi í dag, átti 1 km eftir til að vera kominn að Helgafell. Það voru 2 vitni sem fylgust vel með.
Á leiðinni til baka fattaði ég að ég hafði bara kveikt á GoPro vélinni, en gleymdi að recorda! :(

Er að íhuga að prufa 5km flug að Helgafelli á morgun.

Skv OSD:
Max speed: 98km/h
Max altitude: 600m
Max distance: 4100m

Video merkið var 100% allan tíman. Breytingin á patch antenna var þess virði, fekk engar mini truflarnir inn á milli sem ég er vanur að fá.

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 4. Maí. 2012 00:03:08
eftir Jón Björgvin
Virkilega flott hjá þér :-D nú verður maður að fara joina þetta Fpv gengi ;)

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 4. Maí. 2012 22:30:38
eftir raRaRa
Já mar! Hlakka til að sjá þig fara í þennan pakka. Ég fór aftur í dag kl. 9 á Hamranes, flaug 5.2km yfir Helgafell. Video coming soon :)

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 10. Maí. 2012 08:24:28
eftir Þórir T
Væri þetta þá ekki einhvað í þá veru sem mig vantar:
http://www.readymaderc.com/store/index. ... ucts_id=56

[quote]fór eftir leiðbeiningum IBCrazy að optimiza loftnetið á 1.280GHz. Það var áður optimizað á 1.160GHz

[/quote] hvernig veistu þessa tölu 1.280? hvað myndi ég td gera á 2,4?

Sé þeir tala um einhverja formúlu til að sjá hvað þarf að trimma þetta mikið, veist þú um hana?

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 10. Maí. 2012 09:55:18
eftir raRaRa
Video sendirinn minn er með 9 channels. Samkvæmt manual er ein af þeim á 1280MHz. IBCrazy er með formulu sem gefur breydd/hæð sem platan á að vera til þess að hún sé tuned á ákveðna tíðni.

Ég veit ekki með 2.4GHz, það stendur ekkert um á hvaða tíðni þessi patch antenna er optimizuð á, en hún er 14 dbi sem þýðir að hún er með þrengra svæði. Ég er sjálfur með 8dbi og ég get nánast flogið 180° þar sem loftnetið beinir á, jafnvel aðeins fyrir aftan.

Þetta er loftnetið sem ég keypti:
http://www.readymaderc.com/store/index. ... cts_id=196

Á þessari síðu stendur:
Antenna is optimized for 1160MHz, but performs well for standard 1.3GHz systems.

Formulan frá IBCrazy:
Tuned dimensions = (old dimensions * old frequency)/Your frequency

Þú getur prufað að senda mail á Tim hjá ReadyMadeRC. Hann er mjög duglegur að svara tölvupóstum og er mjög hjálpsamur.

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 10. Maí. 2012 11:48:57
eftir Björn G Leifsson
Eiginlega alger óþarfi að kaupa patch loftnet (eða önnur loftnet ef út í það er farið)

Patch loftnet er í sini einföldustu mynd bara tvær plötur sem eru klipptar í ákveðnar stærðir, festar saman í ákveðinni fjarlægð frá hver annarri og tengdar loftnetsþræði á ákveðinn hátt.
Það er ógrynni upplýsinga á netinu en líklega er þetta bestu upplýsingarnar:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=1292451

IBCrazy aftur á ferðinni en hann kann þetta fag.

Ef maður vill vita af hverju þetta virkar og hverngi og af hverju maður á ekki að nota ákveðnar tíðnir ;) þá fer maður á námskeið hjá IRA næsta haust. Mæli með því. Ég tók prófið um daginn.

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 10. Maí. 2012 13:50:40
eftir raRaRa
Allveg rétt, en ég veit ekkert hvaða málm maður á að nota, né hvernig snúru þannig ég keypti bara patch antenna. Það væri ótrúlega gaman að prufa búa til eigið loftnet frá grunni.

En allavegana, ég keypti í gær 1900mm vængi á Skywalkerinn, ætti að geta cruiseað um með minna afli. Það ætti líka að gefa mér möguleika að hafa 2x5000 battery, eða 10000mAh total! ;)

Plannið er þá að fljúga að Bláfjöllum frá Hamranesi.

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 11. Maí. 2012 06:48:46
eftir Björn G Leifsson
Hér er mikið úrval af tengjum og snúrum f. loftnet. Hef keypt af honum. Gefur reyndar ekki upp að hann sendi til Íslands en mætti hafa samband við hann.

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 12. Maí. 2012 16:25:11
eftir raRaRa
Camera pan tilbúið. Tekur GoPro og FPV cameruna saman. Servo undir sem getur snúið 360°.

Mynd

Mynd

Núna getur maður farið að kíkja í kringum sig, vænghafið, stélið og mótorinn!

Re: Skywalker 5.1

Póstað: 12. Maí. 2012 16:50:15
eftir Páll Ágúst
Kúl :cool: hlakka til að sjá video af með þessu :)