Síða 5 af 9

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 7. Jún. 2012 19:46:45
eftir Sverrir

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 7. Jún. 2012 22:38:38
eftir Gauinn
[quote=Sverrir]8 dagar til stefnu > http://frettavefur.net/patro2012.html :)[/quote]Vá þetta er að koma, ég verð að fara að leggja af stað, svo ég nái í tæka tíð (ég er fer nefnilega á Benz) :-I

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 7. Jún. 2012 22:44:20
eftir einarak
[quote=Sverrir]8 dagar til stefnu > http://frettavefur.net/patro2012.html :)[/quote]

Ómæ og svo margt sem á eftir að klára!

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 7. Jún. 2012 22:53:09
eftir Gauinn
Smá útúrdúr, vegna þess að ég er af "blómakynslóðinni".
Að ég held, fyrsta "súrrealiska" teiknimyndin, var "Yellow Submarine" úr smiðju bítlana.
Í henni kom alltaf öðru hvoru lítill skrýtinn kall, sem æddi um og sagði alltaf "so little time, so much to do!".
Einhvern veginn "dúkkar" þetta öðru hvoru upp hjá mér, og þá róast maður.
Enda veitir nú ekki af þolinmæðinni við akstur gamla Benz, alltaf spurning hvor er þrjóskari og hefur meira úthald.
Hingað til hef ég vinninginn.
En þetta var nú útúrdúr, sem varla á heima á svona spjalli.

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 8. Jún. 2012 12:14:12
eftir kpv
[quote=Gauinn]vegna þess að ég er af "blómakynslóðinni"..[/quote]

Í Sauðlauksdal rétt fyrir ofan flugvöllinn á Sandodda má enn finna KÚMEN og fleiri urtir sem ættaðar eru frá Birni Halldórssyni presti. Þessum sem fyrstur íslendinga ræktaði kartöflur 1760, (með árangri).
Og ýtti Eggerti Ólafssyni í sína hinstu för frá Skor.
Eggerti sem Matthías Jochumsson orti um;

;Þrútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor.:

:cool:

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 8. Jún. 2012 15:41:15
eftir Patróni
[quote=Sverrir][quote=INE]Hvað segja heimamenn um ástand á veginum vestur? Í fyrra tókum við Baldur vestur en keyrðum í bæinn.

Vegurinn var ansi leiðinlegur á köflum og talsverðar framkvæmdir í gangi. Betra núna?

Kveðja,

Ingólfur & Co.[/quote]

Hvað segja heimamenn?[/quote]
Ég sem starfsmaður Vegagerðarinnar get ég sagt að nú í töluðum orðum eða þá prentuðum er að við erum að hefla kaflan frá kjálkafirði að eiði í Vattarfirði svo að okkar kafli á að vera nokkuð góður svo ég veit fyrir víst að kaflinn frá Kraká rétt fyrir innan skálanes í kollafirði var heflaður fyrir tveimur vikum sirka enn svo erum við með verktakakafla við skálanes sem er 2,5 km á lengd og er hann kannski ekki sá besti og veit ég svo ekki hvernig hann gæti farið með viðkvæman farm eins og flugmódel,enn verður hver og einn að dæma það.Enn svo er nú auðvitað ferjan okkar góða M.S Baldur yfir Breiðafjörð til staðar svo hann má einnig nýta.

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 9. Jún. 2012 14:43:55
eftir Spitfire
Vinir okkar í Noregshreppi líta björtum augum á veðrið :cool:

Mynd

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 10. Jún. 2012 20:34:10
eftir Páll Ágúst
[quote=Gauinn]Ég stefni á að verða orðinn félagsmaður í einhverjum klúbbnum, og fer á húsbílnum mínum. En,,,,er ekki viss um að fara beint heim að móti loknu, ef menn geta "saumað" heimferðina einhvern veginn, er sjálfsagt að taka allt að fimm farþega.[/quote]

Ég skal panta eitt sæti líka :D Vélin mín fær líklegast far í kerru á Patró :)

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 11. Jún. 2012 20:06:23
eftir Patróni
Ja nú er það svart...vinir oss í Hobbiking eru eitthvað slakir á sendingum til mín,hef verið að bíða eftir hjólabúnaðinum á Cardinal-inn hjá mér nú í 3 vikur og er bara komið á nef hjólið..vantar aðalhjólinn og patró-international að byrja,gæti stressast upp og ælt á óhentugum tíma:-(

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 11. Jún. 2012 21:22:23
eftir Björn G Leifsson
Aðalhjólin bíða róleg eftir þér heima í Grafarvoginum ;) Er alltaf að hugsa um að gleyma þeim ekki.