Patreksfjörður International 2012

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Spitfire »

Nú er ekkert annað í boði en að mæta fjörðinn fagra þann 16. júní næstkomandi. :cool:

Við félagarnir í Módelsmiðjunni erum komnir á fulla ferð með skipulagningu mótsins, lausleg dagskrá er svipuð og í fyrra:

15. júní: frjáls dagur, mæta, fljúga, hlaða batterí og hita upp fyrir aðaldaginn.

16. júní Formleg flughátíð Módelsmiðjunnar sett á flugvellinum á Sandodda kl. 10:00, flugmenn mæta þá í flugstöðina til skráningar. Skráningarblöðin munu vera til taks í flugstöðinni fyrir þá sem seinna koma. Fljúgum síðan sem fjandinn og skemmtum gestum og gangandi með skemmtilegum flugtengdum uppátækjum.

Eftirfarandi skal haft í huga meðan opinber dagskrá er í gangi:
1. Mælst er til að flugmenn hafi aðstoðarmann (spotter) meðan á flugi stendur.
2. Tíðnitafla verður uppi fyrir þá sem eru á 35 mHz og klemmur til staðar. Tíðni skal frátekin með því að setja klemmu á spjaldið áður en kveikt er á sendi, klemman síðan fjarlægð að flugi loknu eftir að slökkt hefur verið á sendi.

Opinberri dagskrá á flugvellinum lýkur kl. 17:00, þeir sem vilja fljúga lengur er það heimilt á eigin ábyrgð.

Kl 19:00 verður grillveisla í húsi björgunarsveitarinnar Blakks, Sigurðarbúð, í boði styrktaraðila okkar. Flugmenn og fylgdarfólk velkomið að njóta matreiðsluhæfileika yfirbryta MSV :cool:

Önnur atriði utan dagskrár:

Fékk þetta sent frá flotaforingja Sjóræningjahússins, ef menn hafa áhuga menningartengdu efni á staðnum:

- á föstudag sýnum við EM leikinn Svíþjóð-England kl 18:45, opið fram eftir kvöldi ef það er stemning fyrir því.

- á laugardag sýnum við EM leikinn Grikkland-Rússland kl 18:45, tónleikar Low Roar hefjast kl 21. Opið fram eftir kvöldi.

Við höfum bætt við matseðilinn og bjóðum núna upp á flottar samlokur og panini, það hefur verið að virka mjög vel með boltanum.

17. júní: frjáls dagur

Gisting á staðnum:

Stekkaból gistiheimili
Stekkar 19
Sími: 864 9675

Gistiheimili Erlu
Sími: 456 1227

Gistiheimilið Eyrar
Sími: 456 4565

Hótel Ráðagerði
Sími: 456 0181

Okkar þýski áhaldahússtjóri Michael Wulfken hefur tekið að sér að "ættleiða" þáttakendur á flugkomunni okkar þann 16. júní. Í boði er gisting á Háteig, gömlu vinalegu húsi með mikla sögu fyrir litlar 3.500 kr. á nótt per haus. Nánari upplýsingar í síma 846-8629.

Ekkert annað í stöðunni en að taka helgina frá, og mæta :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Páll Ágúst
Póstar: 646
Skráður: 2. Maí. 2009 05:00:00

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Páll Ágúst »

Má ég taka að mér flugvélagæslu í stöðinni eins og síðast? Gista í herberginu fyrri nóttina og passa dótið okkar :P
Verð bara með tjald með mér fyrir seinni nóttina :D
Lífið er í loftinu
Þytur á Facebook
Flickr-ið
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Gaui »

Búinn að panta gistingu á Stekkabóli! Ég læt mig ekki vanta. Það eina sem gæti stöðvað mig er ófærð á Laxárdalsheiði. Eða Barðaströndin.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir einarak »

Ég ætla róa að því öllum árum að komast á PI, þvílíka hátíðn sem þetta var í fyrra


[quote=Gaui]Búinn að panta gistingu á Stekkabóli! Ég læt mig ekki vanta. Það eina sem gæti stöðvað mig er ófærð á Laxárdalsheiði. Eða Barðaströndin.

:cool:[/quote]

Þú verður líka að draga með þér fleirri norðanmenn!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Gaui »

[quote=einarak]Þú verður líka að draga með þér fleirri norðanmenn![/quote]

Ég ára að því öllum rófum að fá þá Vestur. Óvíst hvernig gengur.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Spitfire »

Nýjustu fréttir: Isavia er búin að gefa jákvætt svar fyrir notkun á flugstöðinni fyrir flugmótið, semsagt, þið höfðingjar verðið að taka saman hvað þarf til að gera viðburðinn skemmtilegan, og vér Módelsmiðjumenn þurfum að skipuleggja höfðinglegar móttöku flugdellufólks af öllum stærðum og gerðum :cool:
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir lulli »

Ætla ekki örugglega allir sem komust í fyrra aftur!
..og þeir sem sárgrætilega misstu af fjörinu í fyrra að taka stefnuna í Pat.Int.

Ég ætla að mæta, og með vélar sem ganga fyrir mismunandi djúsum. :)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
lulli
Póstar: 1292
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir lulli »

Nýjust fréttir af gh Stekkabóli eru, að enn er pláss fyrir flugmódelkarla og kjerlur.
Svo eru auðvitað aðrir gistimöguleikar á svæðinu.
Staðahaldari sagði árlegt gólfmótið vera viku síðar en í fyrra.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Kem að utan seint á föstudagskvöldinu. Freistandi að leggja af stað beint vestur :P
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara