Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]

Annars líst mér lang best á Landsamband íslenskra módelmanna eða LÍM...[/quote]

Flott tillaga og skemmtileg. Margræð skammstöfun.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Jónas J][quote=Sverrir]Þetta er bara smá listi sem ég henti saman til gamans um leið og ég skrifaði þetta en meira þarf ekki til að hefja leikinn. Við þurfum ekki 100 blaðsíðna doðrant í fyrstu umferð og vonandi aldrei! Drífum í að stofna samtökin, förum í tryggingamálin, setjum okkur einfaldar reglur og þróum þetta í sameiningu, við höfum spjallið hérna, fínn vettvangur til að ræða málin og kasta hugmyndum á milli![/quote]

Sammála Sverrir. Þetta má ekki vera of flókið og um að gera að sem flestir fái að leggja orð í belg hvað þetta varðar ekki bara 2 - 3 kallar sem búa til reglurnar fyrir okkur hina. Bara mitt álit ;)[/quote]

Það hefur aldrei verið ætlunin að "2-3 kallar búi til reglurnar". En einhvers staðar verður að byrja. Það sem Gaui hefur hingað til gert er hreinlega að þýða og staðfæra erlendan texta úr nokkrum áttum og ég hef farið í það með honum að reyna að koma því á nothæft form. Það er sú vinna sem því miður ekki hefur gengið nógu hratt.
Ég hef margendurtekið að meiningin er að allir fái að segja sitt álit og reynt yrði að sjá til þess að allir eða amk. flestir verði sáttir.
Það sem að lokum verður að fá fram er eitthvað sem öll flugmódelfélögin geta sætt sig við og vilji vera með í annars er þetta tilgangslaust.
Ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja við þá sem virðast lesa allt sem við skrifum með paranojugleraugum og misskilja það oft og halda að ánægju þeirra og frelsi sé sífellt ógnað. Ekki gera hróp og skammir mikið gagn allavega.
Þeir sem ekki vilja vera með í félögum af því þeir vilja yfirleitt ekki láta segja sér til, verða bara að eiga það við sig. Hinir geta sagt sina meiningu með uppbyggilegum og huggulegum hætti og tekið þátt í að breyta til hins betra. Til þess eru félög og til þess er þessi hér vetvangur alveg frabær eins og Sverrir bendir á.

Ef einhverjir (ekki-Kallar :) ) vilja taka að sér vinnuna þá er bara að segja til.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 521
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Eysteinn »

Ég hef verið meðvitaður um þessa vinnu þeirra félaga Gauja og Björns undanfarinn ár. Þetta er hlutur sem verður að klára og ætti að vera okkur öllum til sóma. Virkilega gott að hafa regluverk annara landa til hliðsjónar við smíði okkar.

LíF (Landsamband Íslenskra Flugmódelmanna).
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Jónas J »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Jónas J][quote=Sverrir]Þetta er bara smá listi sem ég henti saman til gamans um leið og ég skrifaði þetta en meira þarf ekki til að hefja leikinn. Við þurfum ekki 100 blaðsíðna doðrant í fyrstu umferð og vonandi aldrei! Drífum í að stofna samtökin, förum í tryggingamálin, setjum okkur einfaldar reglur og þróum þetta í sameiningu, við höfum spjallið hérna, fínn vettvangur til að ræða málin og kasta hugmyndum á milli![/quote]

Sammála Sverrir. Þetta má ekki vera of flókið og um að gera að sem flestir fái að leggja orð í belg hvað þetta varðar ekki bara 2 - 3 kallar sem búa til reglurnar fyrir okkur hina. Bara mitt álit ;)[/quote]

Það hefur aldrei verið ætlunin að "2-3 kallar búi til reglurnar". En einhvers staðar verður að byrja. Það sem Gaui hefur hingað til gert er hreinlega að þýða og staðfæra erlendan texta úr nokkrum áttum og ég hef farið í það með honum að reyna að koma því á nothæft form. Það er sú vinna sem því miður ekki hefur gengið nógu hratt.
Ég hef margendurtekið að meiningin er að allir fái að segja sitt álit og reynt yrði að sjá til þess að allir eða amk. flestir verði sáttir.
Það sem að lokum verður að fá fram er eitthvað sem öll flugmódelfélögin geta sætt sig við og vilji vera með í annars er þetta tilgangslaust.
Ég veit eiginlega ekki hvað maður á að segja við þá sem virðast lesa allt sem við skrifum með paranojugleraugum og misskilja það oft og halda að ánægju þeirra og frelsi sé sífellt ógnað. Ekki gera hróp og skammir mikið gagn allavega.
Þeir sem ekki vilja vera með í félögum af því þeir vilja yfirleitt ekki láta segja sér til, verða bara að eiga það við sig. Hinir geta sagt sina meiningu með uppbyggilegum og huggulegum hætti og tekið þátt í að breyta til hins betra. Til þess eru félög og til þess er þessi hér vetvangur alveg frabær eins og Sverrir bendir á.

Ef einhverjir (ekki-Kallar :) ) vilja taka að sér vinnuna þá er bara að segja til.[/quote]

Rólegur Björn. Ég er ekkert að setja út á ykkar vinnu þína og Gaua, frábært verk og gott að það sé verið að leggja upp línurnar í þessum málum. Það sem ég átti við er að menn fengju að koma með púnkta og komment áður en þessar reglur verða setar á prent og stimplað.

Og lesa svo pósta með opnum augum og vera ekki alltaf í vörn. :) smile :)
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Agust][quote=Tómas E]....td um daginn þegar ég var að fljúga kom fólk til mín að horfa og ég fékk ekkert nema truflanir líklega útfrá símunum þeirra...[/quote]

Ég er að velta fyrir mér hvernig GSM símarnir geti truflað búnaðinn. Þeir eru á tíðnisviðum umhverfis 900 MHz og 1800 MHz og ættu því ekki að getað truflað búnað okkar á 35 MHz eða 2,4 GHz. Ef símarnir eru mjög nærri viðtækinu, þannig að merkið sé það sterkt að það yfirstýri viðtækið, þá er það þó möguleiki. Það fer þó eftir gæðum viðtækisins. Góð viðtæki þola slíkt nokkuð vel án þess að truflast.[/quote]

Ef snjallsímar eru með kveikt á Blátönn eða WiFi þá er væntanlega einhver möguleiki á truflun, ekki satt?[/quote]

Ég veit allavega að 2,4 getur truflað 900 eða 1,3 ef maður notar ekki low pass filter.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

[quote=Valgeir]

Ég veit allavega að 2,4 getur truflað 900 eða 1,3 ef maður notar ekki low pass filter.[/quote]


Væntanlega áttu við að sendirinn sé á 2,4 GHz og viðtækið á lægri tíðnunum (900 og 1300 MHz).

Þá þarf að hafa lághleypisíu (low pass filter) á viðtækjunum til að minnka líkur á yfirstýringu frá 2,4 GHz sendinum. Lághleypisía á sendinum kæmi ekki að gagni.

Lághleypisíu notar maður á sendinum til að minnka styrk yfirsveiflna sem truflað geta viðtæki á hærri tíðnum. T.d. ef sendirinn er á 2,4 GHz þá gæti maður notað síu með brottíðni á t.d. 4 GHz til að minnka truflanir á 2 x 2,4 GHz eða 4,8 GHz. Sían hjálpaði ekki til á lægri tíðnum en senditíðnin er.

Þegar ég avr með sendi heima á 3,5 til 30 MHz, þá hafði ég í loftnetskaplinum lághleypisíu sem hleypti þessu tíðnisviði í gegn ,en illa tíðnum fyrir ofan 40 MHz. Þannig gat ég minnkað verulega truflanir á VHF tíðnisviðinu (FM útvarp og sjónvarp).

Ef 2,4 GHZ er að trufla 900 eða 1300 MHz, þá er það væntanlega annað hvort yfirstýring (of sterkt merki þrengir sér inn) eða að truflunin kemur frá sveifluvökum í sendinum sem hafa lægri tíðni en 2,4 GHz og tíðnin síðan margfölduð upp. Ef sendar uppfylla gæðastaðla sem krafist er t.d. af P&F þá ætti útgeislun á þessum tíðnum að vera mjög lítil.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Tómas E »

Bluetooth er 2.4 er það ekki?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Agust »

[quote=Tómas E]Bluetooth er 2.4 er það ekki?[/quote]

Bluetooth er á 2,4GHz ásamt aragrúa annarra tækja, enda er tíðnisviðið stundum kallað ruslakistuband. Sendiafl dæmigerðs Bluetooth er mjög lítið, jafnvel ekki nema 1 milliwatt (class 3), eða 1/1000 úr watti. Drægni er því ekki nema e.t.v. 10 metrar.

Örbylgjuofninn í eldhúsinu er einnig á þessu tíðnisviði, nánar tiltekið 2,45GHz. Algengt sendiafl er 600 eða 900 wött.

Á þessu tíðnisviði gildir bara eitt lögmál, þ.e. það sem kennt er við frumskóg.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
lulli
Póstar: 1266
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir lulli »

[quote=raRaRa]Ég vildi aðeins forvitnast hvernig FPV mál standa hjá flugmódelfélögum á íslandi í dag. Ég hef séð félög úti sem eru alls ekki ánægðir með FPV og yfirleitt sparka þeim út sem stunda það.

Mitt helsta áhugamál í kringum flugmódel er FPV og var það upphaflega það sem fékk mig inn í þetta hobby, sennilega hjá öðrum líka.

Hvað er ykkar álit á þessu máli, finnst ykkur óþægilegt að hafa fólk sem er að fikta með FPV á flugvellinum? Eru þeir meira fyrir en aðrir eða hættulegri?

Persónulega finnst mér ekkert að því meðan við fylgjum þeim reglum sem gilda nú þegar almennt um flugmódel, hvort sem þau eru FPV eða ekki.

Það væri gaman að heyra álit ykkar.[/quote]



Stjórn Þyts hefur tekið afstöðu til FpV (eða Skjá-Flugs)
Við viljum mjög gjarnan að fpv flugmenn séu liðsmenn Þyts og gangi í félagið.
Um fpv-flug gildi einnig þær öryggisreglur sem þegar eru í gildi fyrir svæðið ,
auk þess sem sú meginregla gildi að flug utan sjónsviðs/athafnasvæði félagsins
sé EKKI á ábyrgð þyts.
Við viljum vinna með fpv áhugamönnum í að sníða til fpv svo það eigi góða samleið
með öllu öðru módelflugi á svæði félagsins.
Enda hefur sú stutta ,en góða reynsla af fpv á hamranesi sl. sumar ,bara sýnt gott fordæmi.



Það er alloft sem hlutir eru bannaðir ótímabært ,við megum alls ekki detta inn á þá bylgju.
Þetta er grasrót sem krefst fullrar hugsunar og ætla má að eigendur þessara tækja sýni
þá ábyrgð sem áskilin er enda væri hægt að misnota öll flugmódel og þyrlur. (með og án fpv.)

Kveðja Stjórn Þyts.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hárrétt afstaða hjá Þytsstjórninni.
Um að gera að SVF sé inni í módelklúbbunum. Þetta er komið til að vera og allir geta haft gagn og gaman af að vinna saman.

Mér dettur þó í hug að minna á að sjónvarpsflugmenn passi vel upp á að kveikja ekki á 2,4GHz videosendum neins staðar í amk 2ja til 3ja km fjarlægð frá módelflugvöllunum nema það sé á hreinu að enginn sé að fljúga þar. Það ætti að vera í lagi með að nota fjarstýringar á þessari tíðni þar sem þær velja sér rásir en þessir sterku vídeósendar sem menn eru með geta hæglega truflað fjarstýringarnar. 5.8GHz ætti að vera í lagi.

Hvað segir Ágúst, er þetta ekki rétt hjá mér? Nægir þessi fjarlægð sem ég nefni?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara