Síða 5 af 7

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 20. Apr. 2013 23:14:13
eftir Sverrir
Nokkrir metrar af vírum fyrir stélið.
Mynd

Allt að gerast.
Mynd

Eitthvað eru Gústi og Gunni að bralla...
Mynd

Gunni eitthvað hugsi.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 20. Apr. 2013 23:19:07
eftir Sverrir
Gunni að vinna í stélinu og Lóa tekur út verkið.
Mynd

10 metrar af vír búnir að bætast við vélina og enn á eftir að ganga frá tengingum fyrir sjö servó og einn ádrepara.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 23. Apr. 2013 00:54:44
eftir Sverrir
Ráðabrugg þeirra félaga farið að skýrast.
Mynd

Hliðarstýrislömum breytt svo hægt verði að taka flötin af.
Mynd

Enn fjölgar snúrumetrunum, sex í viðbót mættir, hátt í tíu ef við teljum skottinn í vængjunum með. Þrjú servó og einn ádrepari eftir!
Mynd

Einhvers staðar þarf rafeindamiðstöðin svo að vera.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 23. Apr. 2013 22:15:18
eftir einarak
snilld,
Þessi pústkútur sem þeir vélstjórabræður eru að smíða, hvað er þetta svona nánar tiltekið?

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 24. Apr. 2013 00:10:33
eftir Sverrir
[quote=einarak]Þessi pústkútur sem þeir vélstjórabræður eru að smíða, hvað er þetta svona nánar tiltekið?[/quote]Ekki hugmynd, ég bara vinn hérna. :/ Gústi leggur kannski orð í belg.


Ádrepari og inngjafarservó komið á sinn stað.
Mynd

Díóða logar þegar kveikjan er virk.
Mynd

Nóg af snúrum, vissara að hafa smá skipulag á þessu.
Mynd

Powerbox-ið komið á sinn stað.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 24. Apr. 2013 21:47:05
eftir Ágúst Borgþórsson
[quote=einarak]snilld,
Þessi pústkútur sem þeir vélstjórabræður eru að smíða, hvað er þetta svona nánar tiltekið?[/quote]

Þetta er hinn fullkomni hljóðdeyfir :D

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 25. Apr. 2013 01:01:34
eftir Sverrir
Eitt Multibox bættist í safnið.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 25. Apr. 2013 19:17:58
eftir Sverrir
Vængstífur í vinnslu.
Mynd

Voila!
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 28. Apr. 2013 22:46:41
eftir Sverrir
Ekki slæmt, nú er bara að gylla gripinn! ;)
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 1. Maí. 2013 00:28:14
eftir Sverrir
Komin á lappirnar í fyrsta skipti, stoltur pabbi stendur hjá! :)
Mynd