AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

[quote]Ekki þarf leyfi til klifurs flugvélalíkana, sem eru 5 kg eða minni að heildarþyngd, þó með þeirri undantekningu ef þau eru knúin áfram af eldflaugum. Flugvélalíkönum með brunahreyflum skal ekki flogið innan 1,5 km fjarlægðar frá íbúðarhúsasvæðum nema flugmálayfirvöld hafi samþykkt það. Sama gildir um öll flugvélalíkön sé þeim flogið innan við 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla. Samþykki flugumferðarþjónustudeilda þarf fyrir öll flug flugvélalíkana innan flugvallasvæða. [/quote]
Tekið frá:
1.1.10 Klifur loftbelgja, flugdreka, véldrifinna
flugvélalíkana og annarra flugtækja

http://www.caa.is/media/files/ENR.pdf

Út frá þessu er almennt ekki leyfilegt að fljúga flugmódeli sem er þyngra en 5kg nema með sérstöku leyfi frá FMS (endilega leiðréttið ef ég er að misskilja).
Passamynd
Gaui
Póstar: 3680
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

Ég hef ekki séð þessar reglur fyrr og veit ekki hvaðan þeir fá þess 5kg reglu. Þetta virðist í fljótu bragði (leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér) vera reglur um flug innan þess svæðis sem flugumferðarstjórn í Reykjavík stjórnar.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

hmm.. eflaust eldgamall texti sem allir eru búnir að gleyma, líka FMS ;) . Þetta eru almennar reglur, ekki bara um staðbundin flugumsjónarsvæði.
Samkvæmt þessu eru flest okkar stærri flugmódel og meðferð þeirra gegn reglum FMS.

Sýnir bara hvað við þurfum að passa okkur að hafa frumkvæði að því að næsta endurskoðun þeirra sé í samræmi við raunveruleikann.
Áður en við getum snúið okkur við þá hafa einhverjir hlandhausar sett saman enn vitlausari reglur.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

Þessi textabúti kom einmitt frá FMS. Ég senti til þeirra fyrirspurn hvort hægt sé að fá leyfi til að fljúga flugmódeli í 500m hæð á ákveðnum stað og tíma, eitthvað líkt og CCP Games fengu til að senda loftbelg á loft.

Það er þó gott að vita af þessum textabút og kannski kominn tími til að endurskoða hann hjá FMS. Flugmódel sem eru þyngri en 5kg geta auðvitað verið stórhættuleg, hvort sem það er FPV búnaður á honum eða ekki.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

En hvert var svarið frá FMS? Var bara vísað í þennan reglutexta?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Meira að segja blessuð börnin með litlu flugdrekana sína geta verið að brjóta lög samkvæmt þessu frá FMS:

"Leyfi þarf frá flugyfirvöldum fyrir klifri á mönnuðum
frjálsum loftbelgjum ef klifur fer fram utan leyfilegra
flugvalla.
Klifur loftbelgja í festireipi er aðeins leyft ef samþykki
flugyfirvalda er fyrir hendi. Sams konar samþykki þarf
fyrir flugdreka ef þeim er flogið með bandi sem er lengra
en 300 fet (100 m).
Klifur flugdreka innan hindranaflata
flugvalla svo og innan 3 km fjarlægðar frá svæðamörkum
flugvalla og svifflugvalla er bannað. Flugyfirvöld geta veitt
undanþágur.


Þar sem leyfi þarf fyrir klifri loftbelgja með festireipi og
flugdreka skal festireipi þeirra merkt á 300 feta (100 m)
millibili með rauðu/hvítu flaggi að degi til og með rauðu
og hvítu ljósi að nóttu á þann hátt að þau séu þekkjanleg
loftförum úr öllum áttum.


Ekki þarf leyfi til klifurs flugvélalíkana, sem eru 5 kg eða
minni að heildarþyngd, þó með þeirri undantekningu ef
þau eru knúin áfram af eldflaugum. Flugvélalíkönum með
brunahreyflum skal ekki flogið innan 1,5 km fjarlægðar frá
íbúðarhúsasvæðum nema flugmálayfirvöld hafi samþykkt
það. Sama gildir um öll flugvélalíkön sé þeim flogið innan
við 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla. Samþykki
flugumferðarþjónustudeilda þarf fyrir öll flug flugvélalíkana
innan flugvallasvæða.
"


Ef band flugdrekans er lengra en 100 metrar, t.d. 101m, þá skal festa rauð/hvít flögg og rauð hvít merkjaljós á bandspottann með 100 metra millibili. :-)

Reyndar vita þeir sem flogið hafa flugdreka að dreki með 100 metra bandspotta nær ekki nema helmingi þess í hæð. Bandið er nefnilega fjarri því að vera lóðrétt.

Ef annað í þessum texta er álíka gáfulegt þá hlýtur þetta skjal að vera eitthvað gamanmál, kannski eitthvað frá árshátíð FMS :)


---


Ég held það geti verið varasamt að senda fyrirspurnir til svona stofnana. Maður veit nefnilega aldrei hvað maður er að vekja upp.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

[quote=Björn G Leifsson]En hvert var svarið frá FMS? Var bara vísað í þennan reglutexta?[/quote]

Svarið frá Benedikt Þ. Gröndal, FMS.

[quote]Bæði loftbelgir og flugmódel eru skilgreind sem loftför, og falla því undir Flugreglur, reglugerð nr. 770/2010 um flugreglur.

Í reglugerðinni er fjallað sérstaklega um loftbelgi, s.s. stærðir og notkunarmöguleika.
CCP fengu sérstakt leyfi fyrir flugi þeirra loftbelgja sem þú vísar til í erindi þínu, en framkvæmd slíks flugs þarf svo að vera í samráði við veitanda flugleiðsöguþjónustu.

Í relgugerðinni er ekkert fjallað sérstaklega um flugmódel, en í Flugmálahandbókinni (AIP), kafla ENR 1.1.10 eru til reglur um fugmódel en þar segir;
"Ekki þarf leyfi til klifurs flugvélalíkana, sem eru 5 kg eða minni að heildarþyngd, þó með þeirri undantekningu ef þau eru knúin áfram af eldflaugum. Flugvélalíkönum með brunahreyflum skal ekki flogið innan 1,5 km fjarlægðar frá íbúðarhúsasvæðum nema flugmálayfirvöld hafi samþykkt það. Sama gildir um öll flugvélalíkön sé þeim flogið innan við 1,5 km frá svæðamörkum flugvalla. Samþykki flugumferðarþjónustudeilda þarf fyrir öll flug flugvélalíkana innan flugvallasvæða."

Staðan í dag er því þannig að það þarf alltaf sérstakt leyfi FMS til flugs flugmódela sem eru þyngri en 5 kg, og skulul slíkar fyrirspurnir sendar til FMS á netfangið fly@caa.is.
Það verður svo metið í hverju sinni hvers konar leyfi verða gefin út, en hugsnalega má gefa út leyfi til langs tíma sem giltu til flugs á takmörkuðum svæðum eða skammtíamleyfi.

Bæði reglugerðina og Flugmálahandbókina (AIP-ICELAND) má nálgast á heimasíðu FMS, http://www.caa.is/Forsida/ [/quote]

[quote=Agust]Ég held það geti verið varasamt að senda fyrirspurnir til svona stofnana. Maður veit nefnilega aldrei hvað maður er að vekja upp.[/quote]

Ég held að öll umræða sé góð. Hvernig er það annars með flugklúbba og FMS, eru góð samskipti þar á milli? Kannski mætti auka samskiptin og fá betur á hreint hvað þessar reglur þýða og hvort meðlimir flugklúbba eigi ekki að fá undantekningu frá þessum reglum.

Þessi umræða er líklega komin langt "off-topic" en við þurfum að vera skynsöm með hvaða reglur gilda innan klúbba því við viljum ekki:
Að fólk leiti annað.
Að hafa video sendir á flugmódeli sé talið hættulegra en venjulegt flugmódel.
Að þungt flugmódel sé hættulegra ef það hefur FPV búnað.

Margir eru vissulega hræddir við þessa nýju tækni og að hún eigi eftir að mynda nýjar reglur um flugmódel hjá FMS. Hvort sem flugklúbbar komi með skynsamlegar reglur eða ekki, þá yrðu alltaf einhverjir jólasveinar sem fara í engan flugklúbb og brjóta allar reglur sem hægt er að brjóta. Allveg eins og ölvaður bílstjóri.

Raunveruleikinn er sá að við eigum að reyna samþykkja þessa tækni innan flugklúbba, við eigum að reyna koma þekkingu okkar á framfæri og hjálpa fólki að stunda þetta hobbí rétt. Mér finnst ég alltaf vera heyra eitthvað neikvætt og eða hræðsluáróður um FPV sem veldur því að fólk forðast að prufa þessa tækni í samskiptum við flugklúbba.

Ég sé ekkert að því að hafa góðar og skynsamar reglur um flugmódel innan flugklúbba en þessar reglur mega ekki skilgreina FPV sem sér flokk. Þessar reglur eiga að vera almennar, dæmi:
Flugmódel verður alltaf að vera sýnilegt þeim sem stjórnar því. Þetta myndi gilda bæði um flugmódel með og án video sendir.

Þetta er allavegana mitt álit. Björn G. hefur verið duglegur að reyna opna umræðu um þetta málefni og það er vissulega margt sem við getum nýtt okkur frá AMA til að mynda góðar reglur til að hámarka öryggi allra. Hvort sem það er þungt flugmódel, flugmódel með video sendir, flugmódel með flugeldar, þá finnst mér að við eigum að passa okkur að skilgreina þær reglur sem almennar reglur, en ekki reglur sem gilda einungis um loftfar með video sendir.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Ég veit að þungt öflugt flugmódel er hættulegra en létt og þess vegna fljúgum við þeim á afmörkuðum svæðum, þ.e. módelflugvöllum.

Þung öflug módel henta ekki fyrir FPV flug að mínu mati, en létt gera það. Sumar gerðir henta reyndar frábærlega vel og þannig hafa menn eingöngu notað hér á landi eftir því sem ég best veit. Þetta eru auðvitað þær vélar sem líkjast Bixler. Eru léttar, mjúkar og með spaðann á tiltölulega öruggum stað. Eru eiginstöðugar og því minni hætta á að menn missi þær í jörðina. Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af notkun slíkra flugvéla fyrir FPV ef þeim er ekki flogið af glannaskap í þéttbýli. Hef heldur ekki neitt á móti slíku flugi í þéttbýli ef það er gert af skynsemi með öryggið í fyrirrúmi.

Ég reikna ekki með að neinn sé móti FPV sem slíku, en tel að allir séu sammála um að öryggið sé fyrir öllu. Þess vegna er þessi umræða hér.

Ef við hefðum í okkar leiðbeiningum (vinnureglum) ákvæði um að FPV vélar væru verulega léttari en 7kg, væru mjúkar, væru rafknúnar, væru með spaðann að aftan, væru eiginstöðugar, tíðnimálin í samræmi við P&F, flug í samræmi við FMS, o.s.frv., þá held ég að leiðbeiningarnar þyrftu ekki að vera eins stífar og hjá AMA.

Einnig tel ég að við ættum að tala um leiðbeiningar (guidelines) frekar en reglur. Við getum sett reglur um hvað menn gera á módelflugvöllum, en ekki á hálendinu. Við getum aftur á móti gefið út leiðbeiningar um flug fjarri okkar umráðasvæðum. AMA kallar sínar leiðbeiningar ekki "rules" heldur "guidelines" og "policies". Policy (ft. policies) er stundum þýtt á íslandi sem vinnureglur eða starfsreglur, sem er annað og minna en "reglur".

-

Væntanlega ná hóptryggingar módelflugfélaganna ekki til FPV flugs þar sem flugmaðurinn er staddur utan módelflugvallar, og því áríðandi að menn séu sjálfir með nægilega góða ábyrgðartryggingu. Þetta gildir auðvitað ekki síður um þá sem eru að fljúga í sveitinni eins og sá sem þetta ritar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
raRaRa
Póstar: 166
Skráður: 26. Jan. 2011 22:49:52

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir raRaRa »

[quote]Vænatnlega ná hóptryggingar módelflugfélaganna ekki til FPV flugs þar sem flugmaðurinn er staddur utan módelflugvallar, og því áríðandi að menn séu sjálfir með nægilega góða ábyrgðartryggingu. Þetta gildir auðvitað ekki síður um þá sem eru að fljúga í sveitinni (eins og sá sem þetta ritar).[/quote]

Skjáflug/FPV þarf ekki að vera flug fyrir utan módelflugvallar, allveg eins og "venjuleg" flugmódel þurfa þess ekki. Þarna er ég að reyna koma minni skoðun á framfæri að það er enginn sér heimur þegar það kemur að flugmódelum sem stjórnað eru í gegnum myndavél.

FPV þarf ekki að þýða:
Flug fyrir utan módelflugvallar.
Flug sem er til að fljúga langt eða hátt.
Það er hinsvegar hægt að gera ýmislegt með skjáflugi sem er ekki hægt með sjónlínu flugi og öfugt.

FPV er einungis skilgreint sem "First Person View", þar sem einstaklingur flýgur flugmódeli í gegnum myndavél í stað þess að horfa á það í 3. persónu eins og flestir eru vanir.

Því vill ég persónulega sjá almennar reglur um flugmódel en ekki sérreglur sem gilda um flug í gegnum myndavél. Fólk horfir mikið á skjáflug sem sér fyrirbæri. Viljum við það?
Passamynd
Gaui
Póstar: 3680
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

[quote=raRaRa]Því vill ég persónulega sjá almennar reglur um flugmódel en ekki sérreglur sem gilda um flug í gegnum myndavél. [/quote]

Ég ætla að halda því fram að þær reglur sem farið eru eftir í dag gera ekki greinarmun á skjáflugi og sjónlínuflugi. Það er ekkert í reglum félaganna eða lögum sem afmarkar sérstaklega eina gerð flugmódela fram yfir aðra nema hjá okkur á Melgerðismelum. Þar erum við staðsettir undir aðflugsleið að Akureyrarflugvelli og fyrir aftan okkur er svifflugubaraut og vélflugbraut. Til þessa þurfum við að taka tillit! Þess vegna er óheft skjáflug ekki mögulegt á Melunum.

Til að forðast misskilning, þá er óheft sjónlínuflug ekki heldur heimilt á Melunum. Það er nákvæmlega tilgreint hvar við megum fljúga og hvar svifflugur og vélflugur eiga alls ekki að koma.

Þessar relur eru harðar og allir fara eftir þeim, en allir eru líka ánægðir.

[quote=raRaRa]Fólk horfir mikið á skjáflug sem sér fyrirbæri. Viljum við það?[/quote]

Nei, auðvitað ekki.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara