Síða 5 af 5

Re: Patreksfjörður International 2013

Póstað: 14. Jún. 2013 14:15:35
eftir Sverrir
Fjörið hafið, sjá myndastrauminn.

Re: Patreksfjörður International 2013

Póstað: 14. Jún. 2013 23:25:20
eftir Spitfire
Loksins lauk þessari blessuðu vinnuviku, og komið að máli málanna, að koma einu stk. flugkomu á koppinn. Einn galli hefur verið á þessum upphafsdegi, veðurguðirnir ákváðu að færa höfðuðborg Bretlands hingað í fjörðinn fagra, hnausþykk þokubaunasúpa yfir öllu :mad: En vér krossum fingur og vonum að morgundagurinn verði bjartur og fagur :D

Góður og kunnuglegur hópur mættur á svæðið, en okkur heimamönnum til mikillar gleði eru nokkrir að láta sjá sig í fyrsta sinn réttu meginn við Klettsháls :)

Bezt að skella inn nokkrum myndum frá amstri dagsins:

"The Pup-mobile" fullhlaðinn, eins og sjá má er þokan svo þykk að sést ekki milli eyrna: :rolleyes:
Mynd

En þegar fuglarnir labba...
Mynd

tekur Lúlli flugið:
Mynd

Þessi mynd fær hörðustu módelflugjaxla til að sofa með ljósin kveikt:
Mynd

Pup kominn í fullan skrúða, vonandi verður fært fyrir okkur málarann að taka þennan eðalgrip til kostanna á morgun:
Mynd

Þær stóru komnar á náttstað í farangursgeymslunni að venju:
Mynd
Mynd

Grunau Baby kúrir undir vegg:
Mynd

Glókollarnir liggja þétt saman:
Mynd

Og Messerschmitt í félagsskap frauðs frá Asíu:
Mynd

Re: Patreksfjörður International 2013

Póstað: 15. Jún. 2013 00:08:20
eftir Sverrir
Efast ekki um það, blár himinn sést úr bækistöðvum aðkomumanna! :)