Síða 5 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 13. Jan. 2007 19:52:51
eftir Sverrir
Hmmm, það lítur út fyrir að VSOP skekki líka balsa :rolleyes:

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 15. Jan. 2007 01:45:55
eftir Sverrir
Nóg að gera í klæðningarmálum, framendinn farinn að taka á sig kunnuglegt lag.
Mynd

Gardlakallinn frá Oz leit við.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Jan. 2007 18:33:45
eftir Messarinn
[quote=Sverrir]Hmmm, það lítur út fyrir að VSOP skekki líka balsa :rolleyes:

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 658163.jpg[/quote]
Hey.. hvað er í glasinu Sverrir?? :O

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Jan. 2007 21:07:38
eftir Þórir T
Trúlega ekki eplasafi amk...

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Jan. 2007 21:30:00
eftir Sverrir
Þú mátt velja, Variations Séculaires des Orbites Planétaires eða Very Superior Old Pale ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Jan. 2007 22:35:50
eftir Sverrir
Ekki mikið nýtt að gerast í, skipasmíðin gengur vel og klárast jafnvel í næstu umferð ef vel verður haldið á spöðunum.
Ég leit hins vegar í kassann og ákvað að finna til hluta af vængefninu, ekki skortir viðinn, svo mikið er víst.

Mynd

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Jan. 2007 00:34:34
eftir Sverrir
Hmmm, eitthvað hefur nú breyst hér. Ætli þetta sé hlaupabóla. ;)
Mynd

Hann er ekki lítill blessaður. Verður 202 cm frá toppi til táar þegar allt verður komið á.
Mynd

Finnst þessi Super standur #2 frá Robart vera frekar ekki súper í þessu hlutverki.
Ætli við reddum ekki einhverju öðru fyrir næsta smíðakvöld. Einhver sem vill kaupa súper stand?
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Jan. 2007 08:37:32
eftir Gaui
Sverrir

Ef þú skellir teygjuböndum á standarann (hmm ... það má misskilja þetta) yfir skrokkinn, þá er allt "rokksteddí". Ég á einn svona og notaði hann síðast þegar ég var að vinna við Focke Wulf. Fanst hann góður.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Jan. 2007 08:40:56
eftir Þórir T
Ég dýrka þessa standa, flyt dótið í bílnum í þeim og þá ákkúrat með því að smella teygjum utanum. Þá losnar maður við að þetta sé að veltast á hæðarstýrinu með tilheyrandi hættu á sprungnum límingum... Held að ég eigi meira að segja ein 3 stk af þessu og finnst ekkert veita af.
Svo Sverrir ef þú atlar að selja þinn, þá skal ég glaður eignast þann fjórða...

mbk
Tóti

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Jan. 2007 08:48:04
eftir Gaui
Bæ ðö wei Sverrir

Hverjum ertu að hlífa með því að krota með svörtu yfir mjólkurkirtlana á dömunni á dagatalinu? Eða eruð þið búnir að káfa svona mikið á myndinni að það er kominn skítaklessa á hana sem sést á ljósmundum? :P