Jæja nýju vængirnir eru tilbúnir. Þetta er uppfærsla frá 1680mm yfir í 1900mm.
Ég ætti núna að geta flogið með 2x5000 mAh 4s eða jafnvel 3x. Þetta mun gefa mér möguleika að fljúga mjög langt, ca 10-20km, ekki það að ég sé endilega að reyna eitthvað long-range flug.
Cruise amp ætti að vera minnkað úr 6-8a niður í 3-4a.
Reyni að taka maiden flug með þessum vængjum á næstu dögum.
Nokkrar myndir af vélinni með nýju vængjunum:
Smá yfirlits mynd yfir öll batteríin:
2x5000 mAh 4s fyrir motor.
1x1300 mAh 3s fyrir BEC, Video TX og FPV cameru.
1x1800 mAh 3s LiFe (9.9v) fyrir Turnigy 9x fjarstýringuna. Aldrei aftur að kaupa mörg stykki af AA batteríum.
Vængirnir eru ansi stórir, 1900mm!
Annar Skywalker í kassanum, keypti hann til að fá 1900mm vængina, gott að eiga auka búk til vara