Síða 6 af 9

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 00:21:38
eftir Patróni
Já takk kærlega fyrir það Björn,ég gæti þá kannski lyft upp sjálfstraustinu mínu og flogið Cardinálanum á flugmótinu hér heima um helgina því eitthvað gekk þetta brösulega hjá mér á internationalinu síðast og laskaði hana strax í flugtaki,svo nú gæti maður reynt þá aftur:-)Ekki veit ég nú hvort það sé hollt fyrir egóið að fljúga Tudor 40 trainernum mínum núna á svona móti þegar flestir flugkappar mæta með sýna fremstu gæðinga,því að Tudorinn minn er nú farinn að minna á einna helst á eitthvert austantjaldsflygildi...bót hér og bót þar og ýmsar smásprungur,svo fyrirfram þökk doktor:-)

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 00:24:39
eftir Sverrir
Engin skömm í góðum trainer, sumir ráða meira að segja við rolling circle. ;)

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 13:41:55
eftir HjorturG
Jæja, ég ætla að mæta og verð meiraðsegja með þrjá bandaríska nema með mér sem eru að vinna með mér. Spurning hvort ég verði ekki bara að reyna að redda mér bíl með krók og leigja kerru? Einhver sem veit um besta staðin til að leigja yfirbyggða kerru sem rúmar 50cc yak?

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 14:02:05
eftir Guðjón
Vantar þig íslenskan ferðafélaga? :rolleyes:

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 14:06:23
eftir HjorturG
Efast um að það sé pláss því miður! Þarf fyrst að redda sjálfum mér og þeim haha

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 14:35:19
eftir Sverrir
N1 er með yfirbyggðar kerrur til leigu.

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 15:53:24
eftir Agust
Verð í sextugsafmæli einhvers staðar fyrir sunnan Patró. Vona að þið eigið ánægjulega helgi :-)

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 12. Jún. 2012 21:08:49
eftir HjorturG
Einhver með pláss fyrir eitt stk. 50cc yak? :S

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 13. Jún. 2012 01:51:05
eftir Patróni
[quote=Agust]Verð í sextugsafmæli einhvers staðar fyrir sunnan Patró. Vona að þið eigið ánægjulega helgi :-)[/quote]
Við ábyrgjumst það að þetta verður hin fínasta helgi:-)

Re: Patreksfjörður International 2012

Póstað: 13. Jún. 2012 13:15:02
eftir HjorturG
Jæja þá er það komið á hreint, ég mun mæta með fjóra útlenska stráka í eftirdragi! Ætlum að keyra á fimmtudaginn eftir vinnu og komum þá eitthvað seint, er einhver séns að fá að tjalda bara á flugvellinum eða því nágrenni? Ætlum bara að grilla okkur einhvern mat og fara að sofa. Nýta svo föstudaginn í túristabusiness, látrabjarg og rauðasand og eitthvað, flug á laugardeginum og vonandi mega þeir strákar líka vera með í grillveislunni!