Síða 6 af 7

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 1. Maí. 2013 23:12:34
eftir Sverrir
Vélin komin í glerjun.
Mynd

Ýmislegt gert til að létta undir...
Mynd

Og meira til.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 8. Maí. 2013 00:13:16
eftir Sverrir
Þá er komin tími til að kíkja á þyngdarpunktinn.
Mynd

Gústi mannar togvírinn.
Mynd

Þetta þurfti til að koma henni í jafnvægi.
Mynd

2.8kg af gæðastáli en með því að koma þyngdinni framar er hægt að minnka hana.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 8. Maí. 2013 09:19:54
eftir einarak
ussss, það er bara farið að sjá fyrir endann á þessari samsetningu. Hvener er áætlaður D-Day?

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 8. Maí. 2013 09:48:43
eftir maggikri
[quote=einarak]ussss, það er bara farið að sjá fyrir endann á þessari samsetningu. Hvener er áætlaður D-Day?[/quote]

Var hann ekki þennan dag 06.06.1944
http://en.wikipedia.org/wiki/Normandy_landings
kv
MK langfyndnasti spaði seinni tíma

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 8. Maí. 2013 10:18:08
eftir Sverrir
[quote=einarak]ussss, það er bara farið að sjá fyrir endann á þessari samsetningu. Hvener er áætlaður D-Day?[/quote]
Þegar vélin er tilbúin, flóknara er það nú ekki. :)

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 11. Maí. 2013 23:44:27
eftir Sverrir
Kútarnir á sínum stað.
Mynd

Mynd

Skorið úr vélarhlífinni.
Mynd

Smá ballest.
Mynd

Gerist ekki betra.
Mynd

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 12. Maí. 2013 09:09:12
eftir Gaui
Þessar upphengjur eru dálítið óhuggulegar þegar módelið er orðið svona stórt. Þá datt mér í hug aðferð sem Dave Platt notaði til að finna út hvar jafnvægispunkturinn (CG) er -- ath. hvar hann ER, ekki hvar hann ÆTTI að VERA --

Það þarf að stilla módelinu upp með væng við 0° áfallshorn eða því sem næst og síðan setja vigt undir hvert hjól.

Mynd

Þá fást þrjár mælingar. Þær tvær sem koma undir aðalhjólin eru lagðar saman. Setjum sem svo að samlögð þyngd undir aðalhjólin sé 12 kg og að undir stélhjólið sé 2 kg.
Vegalengd A er frá miðjum aðalhjólum að miðju stélhjóls. Hún gæti t.d. verið 105 sm. Þá getum við notað þessa formúlu:

CG = V2/V1 x100%

Það gefur þá staðsetningu á CG aftan við aðalhjólin í prósentum af vegalengd A, þ.e. vegalengd B

Ef við notum okkar tölur, þá eru þær svona:

CG = 2/12 x 100 = 16%

16% af 105 er 16,8

Jafnvægispunkturinn er því 16,8 sm fyrir aftan aðalhjólin.

Þá er bara að athuga hvar maður þarf að þyngja eða létta módelið til að þyngdarpunkturinn far á réttan stað.

:cool:

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 12. Maí. 2013 13:17:10
eftir Jón Björgvin
Frábærir útreikningar Gaui þetta gæti nýst manni :-)

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 12. Maí. 2013 14:24:47
eftir Sverrir
Ekkert óhuggulegar ef rétt er staðið að hlutunum, svo þarf að eiga/útvega nógu nákvæma vigt fyrir hitt. Athugið svo að ef menn vilja svo ekki leggja út í kostnað við þrjár vigtir þarf að setja hækkanir undir hin hjólin svo vélin halli ekki við vigtunina.

Re: 50% Bill Hempel Cub

Póstað: 13. Maí. 2013 23:54:30
eftir Sverrir
Gunni búinn að blinga vigtina.
Mynd

Framrúðan að detta á sinn stað.
Mynd