Jæja, það er hellingur að segja frá núna.
Ég er búinn að klára að setja saman vængina og þegar þeim er stillt upp á eitt borð, þá lítur þetta út eins og stærðar hraukur af balsa, eins og Árni Hrólfur sagði:
þar sem raufarlyfturnar standa niður úr vængnum setti ég balsa í kringum þær svo að klæðningin hefði eitthvað til að halda í.
Síðan setti ég saman boxin sem koma utanum lyfturnar. Þau eru búin til úr 0,8mm krossviði sem er laserskorinn og krossviðar ræmu sem ég þurfti að búa til sjálfur. Hér er efnið og eitt box tilbúið:
Til að koma þessum stífu krossviðarbútum saman setti ég þrjú stálstykki saman og hélt þeim með þvingum. Síðan festi ég aðra hliðina á milli þeirra með þvingu og hélt ræmunni við hana á meðan ég Zappaði hana fasta:
Svo setti ég hina hliðina undir þvinguna – og passaði mig sérstaklega að láta hana snúa rétt – og límdi ræmuna við hana líka:
Síðan límdi ég festistykkin á endana. Það eru sex box í allt:
Til að vera viss um að þetta dytti nú ekki í sundur blandaði ég smávegis Hysol og skrapaði inn í hornin á boxunum og bak við festistykkin. Boxin koma til með að sitja undir efri vængjunum nokkurn vegin svona. Athugaðu að ég er ekki búinn að hefla frambrúnina ennþá svo boxið sest líklega (vonandi) betur þegar það er búið (athugaðu líka að myndin er á hvolfi)
Það sem allir vængirnir eru komnir fer að líða að því að ég festi þá við skrokkinn. Til að gera það þarf ég að hafa alla lendingar- og flugvírana tilbúna. Á teikningunum er sýnt nákvæmlega hversu langir þessir vírar þurfa að vera, svo ég fór bara eftir því og bjó þá til. En ég vildi ekki nota snúinn stálvír eins og oftast er gert, heldur vildi ég nota flata stálfjöður sem ég keypti frá Mick Reeves fyrir nokkru síðan. Festingarnar verða M3 tengi og þau verða skrúfuð upp á M3 bolta. Ég tók 16 40mm M3 bolta, skar af þeim hausinn um einn sentimeter frá gengjunum, svarf flata á legginn og silfurkveikti fjöðrina á hann. Þetta hljómar mjög ruglingslegt að skrifa þetta svona, svo ég vona að myndin útskýri þetta betur:
Og hér eru allir vírarnir tilbúnir: