Síða 7 af 7

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstað: 16. Okt. 2011 20:20:04
eftir Árni H
Hérna eru nokkrar myndir til viðbótar:

Sky 40 lítur vel út og flýgur skemmtilega. Góð hönnun hjá Nijhuis!
Mynd

Bakgrunnurinn verður varla dramatískari en þetta :)
Mynd

Sky 40 og gamalkunnug vél á Melunum.
Mynd

Sky 40 á gæsaveiðum!
Mynd

Kjartan kom með þrælgóða svifflugu, sem hann kokkaði upp á mettíma.
Mynd

Þetta var skemmtilegur en svolítið kaldur dagur á Melunum :)

Kv,
Árni H

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstað: 17. Okt. 2011 00:08:57
eftir maggikri
Gaui ! þetta er stórglæsilegt kennsluefni hjá þér.

Vélin er bara nokkuð falleg en toppar ekki "Aircore".

Er að velta því fyrir mér af hverju þið viljið ekki nota sílikonslöngur út úr pústinu og leiða þær niður fyrir vél?

Við erum búnir að nota þetta í fjöldamörg ár með góðum árangri og ekkert vesen að þrífa.

kv
MK

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstað: 17. Okt. 2011 15:40:23
eftir Gaui
Ég er búinn að taka saman hvað þetta módel kostaði, fyrir utan mótor og fjarstýringu. Heildarverð fyrir módel, flutning, aukahluti og filmu er 31.780,- nýkrónur. Stærsti pósturinn er flutningurinn, því á meðan módelið kostaði rétt rúmlega 6o pund, þá kostaði 75 pund að senda það til íslands.

Ég geri ráð fyrir að sendingarkostanður muni ekki hlaupa mjög hratt upp ef við pöntum mörg módel og mér var tjáð að ef við keyptum 10 eða fleiri, þá fengjum við 10% afslátt.

Maggi -- þetta með sílikon slönguna er svo mikið Keflavík! og við viljum alls ekki stela af ykkur þessari hugmynd og ímynd ;)

:cool:

Re: SKY 40 fyrir byjendur

Póstað: 18. Okt. 2011 06:55:59
eftir maggikri
Já það er rétt hjá þér! en hugmyndin er góð og vélarnar hreinni og minni olíudrulla á filmunni.
kv
MK