Síða 7 af 7

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstað: 16. Mar. 2012 19:48:04
eftir Spitfire
[quote=Björn G Leifsson][quote=Tómas E]svf... hahahaha það þarf ekkert að búa til íslenskt nafn yfir þetta, FPV er flott á hvaða tungumáli sem er.[/quote]

Ég er nú bara þannig gerður að mér finnst gott og gaman að finna góð íslensk heiti. Ætla ekki að þröngva því upp á menn. Er eiginlega að prófa þetta á ykkur, hvort það verði að nafni sem menn fara að nota. Smá tilraun hjá mér, mætti kalla það ;)[/quote]

Ef ekki væri fyrir kalla eins og Flugdoktorinn þá værum við að tala um Jet í staðinn fyrir Þotur, og helicopter í staðinn fyrir Þyrlur, Computer í staðinn fyrir Tölvur, TV í staðinn fyrir Sjónvarp, og sem betur fer erum við ekki að tala um "erplein" í staðinn fyrir flugvél.

Sveigjanleiki okkar yndislegu íslensku vinnur alltaf :D

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstað: 16. Mar. 2012 20:38:58
eftir Valgeir
[quote=Agust]Segið mér félagar, hvað þýðir FPV?

First Person View, stendur einhvers staðar, en hvernig er þetta hugsað? Hver er þessi First Person, og hvers vegna? Ég veit reyndar hvað First lady er :-)[/quote]

Dettur í hug að þetta sé komið úr tölvuleikjum (skotleikjum) þegar maður er að spila frá sjónarhorni leikjapersónunar, allavega er það kallað first person.

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstað: 16. Mar. 2012 21:13:19
eftir Tóti
hef bæði heyrt First Person View og First Person Video.