Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ó..... Hjörtur benti mér á ad thetta vaeru klemmuzr.... svona er ad vera ad sörfa fr+á tölvunni a hótelbarnum :D
En thad er bara einn bjor buinn svo thid thurfid ekki ad hafa ahygghjur .... enntha :D :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Klemmur sem halda servóbakkanum á meðan límið þornar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Smá öppdeit fyrir þá sem eru komnir til Útlands

Ég tók mótorinn af aftur (hann fer ekki á aftur fyrr en ég er búinn að klæða) og byrjaði að dúlla við skrokkinn. Ég setti síðustu balsaplankana ofaná framskrokkinn á milli stífanna. Nú þarf bara að klístra í götin og pússa til og þá verður þetta tilbúið

Mynd

Vængsætið er komið í endanlegt horf ásamt ýmsu öðru á skrokknum sem sést ekki hér.

Mynd

Datt í hug að byrja að klæða með filmu og annað hæðarstýrið varð fyrir valinu. Nú er bara 90% af vélinni eftir

Mynd

Sjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Bon Sjúr M.Gylfasong

Smá dúllerí með Pitts. Ég setti Mækróballúns og epoxý á skrokkstífurnar til að rúnna þær út.

Mynd

Daginn eftir pússaði ég þetta til og skellti smá grunni á stífurnar til að sjá hvort þær væru nógu sléttar:

Mynd

Ég er byrjaður að fitta hallastýrin á og búinn með neðri vænginn. Lamirnar eru 2mm stálvír sem gengur í gegnum vængrif inn í hallastýrið og situr þar í plaströri:

Mynd

Hér sést þetta hinum megi frá. Það sjást líka armarnir sem hreyfa hallastýrið. Annar fer á stýrisstöngina, hinn á stöngina á milli stýranna, þ.e. upp á milli vængjanna.

Mynd

Hér sést ofan á neðri vænginn gatið sem stöngin milli stýranna fer um.

Mynd

Þar sem það er servó í hvorum væng verður stöngin á milli stýranna einhvers konar teygju- eða gormauppsetning sem hefur ekki áhrif á hreyfingar stýranna. Meira um það seinna.

Au revaure (eða þannig)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Enn potast smávegis, eða eins og sagt er í Frakklandi "le petit pot"

Mér datt í huga að sjóða saman vængvírana fyrst það er ekki langt eftir í lokasamsetningu. Vírarnir eru gerðir úr flatstáli sem ég slaglóða 2mm smittenda á. Á myndinni hér fyrir neðan er, frá vinstri:

Snittendinn nýr úr kassanum, snittendi sem búið er að dremla rauf í og flatstálið, flatstálið komið í raufina tilbúið fyrir lóðningu, og að lokum, samsoðinn endi tilbúinn fyrir vænginn.

Mynd

Hér eru allir átta vírarnir tilbúnir öðru megin. Nú þarf bara að setja módelið saman og taka þá í lengd og setja klemmu uppá þá.

Mynd

Ég tók vélarhlífina og pússaði hana með fínum sandpappír og vatni. Þá kom náttúrulega í ljós að samsetningin í miðjunni er ekkert sérlega slétt. Það pússaðist smávegis niður og komu ýmsir blettir sem greinilega þurftu pússningar við.

Mynd

Til að sjá almennilega hvar vantar fylliefni, þá er best að grunna hlutinn, annað hvort með gráum eða rauðum fylligrunni. Hér er ég búinn að sprauta vélarhlífina með gráu. Ég hefði tekið hjólskálarnar líka, en grunnurinn kláraðist. Ég þarf að ná mér í meiri grunn.

Mynd

Það sést ekki á myndinni fyrir ofan, en það er stærðar misfella ofan á vélarhlífinni. Ég vil helst ekki pússa hana of mikið, því þá þynnist glerfíberinn of mikið. Í staðinn set ég fylliefni í misfelluna (P38) og pússa hann niður á morgun. Hugsanlega þarf ég að setja glerfíber undir til að hægt sé að losna almennilega við þessa misfellu án þess að styrkurinn fari alveg út um gluggann.

Mynd

Það voru líka örlítil nálaraugu í saumnum sem ég reyndi að setja fylliefni í. Í raun er best að nota fylligrunninn til að loka nálaraugum, því þau eru oftast svo lítil að það er ekki hægt að troða fylli í þau, en grunnurinn fyllir þau eftir nokkrar umferðir.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Olaf Sucker

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Olaf Sucker »

Hi Guðjón

nice build job!
I did a Pitts last time for a customer too. The 243cm of www.emhw.de It will have the Bulldog Airshow design if the customer did his own paintjob on the composite parts. Covering was my part too.
What design did you want do do?

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Hi Olaf

The design will be white with red sunburst:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Það er orðinn langur tími síðan ég sagði frá einhverju hérna, svo nú ætla ég að drekkja ykkur með myndum af vélarhlífinni.

Ég setti mótorinn í Pittsinn og setti hlífina uppá. Það tók mig dálítinn tíma að stilla hana af og festa hana upp með als kyns límböndum, en í lokin sat hún þar sem ég vildi hafa hana og þá boraði ég og skrúfaði tólf skrúfur í hana til að halda henni á:

Mynd

Þá var komið að því að gera hana fína. Ég fékk mér helling af 400 blautpappír og byrjaði að pússa með vatni. Þetta er subbulegt djobb og eins gott að hafa plast undir:

Mynd

Eftir góðan tíma leit hún svona út (og þetta er ekki fínt!)

Mynd

Nú kom í ljós hvort ég hafði pússað nægilega vel og hreinsað hlífina fyrir fyrsta grunninn. Ef það mynduðust skarpar brúnir á grunninum, þá var hann að flagna af og hafði hann ekki náð að grípa í glerfíberinn. Ef grunnurinn dofnaði út, þá var rétt hreinsað og pússað undir hann.

Mynd

Hér sést líka hvernig grunnurinn fyllir upp í rispur eftir grófa pappírinn sem ég notaði til að pússa P38 fyllinn niður:

Mynd

Gallinn við þetta var að ég var núna búinn að pússa í burtu allar panellínur og brúnir svo nú þurfti ég að búa þær til aftur. Ég gerði það með því að líma þrjú lög af málningarlímbandi í kringum framhlutann á hlífinni þar sem á að vera brún. Síðan úðaði ég nokkrar umferðir með fylligrunni:

Mynd

Þegar ég tók límbandið af, þá var þessi líka fína brún á samskeytunum. Nú gat ég búið til samsvarandi brúnir þar sem vélarhlífin opnast í hliðunum og eftir nokkrar umferðir með grunni kom hornið á þeim svona út:

Mynd

Það stendur lítill olíukælir niður úr vélarhlífinni á Pitts. Hann fylgir með úr plasti og ég límdi hann neðaná vélarhlífina:

Mynd

„Það næsta sem hann gjörir,“ eins og stendur í kvæðinu er að úða með felgulakki. Það er ál-litur á því og gefur mjög jafnan grunn fyrir litinn. Það hefur líka þann kost að ef málningin nuddast eða flagnar af, þá er ál undir og lítur mjög eðlilega út:

Mynd

Ég nuddaði líka aðra vængstífuna og sprautaði hana með felgulakkinu -- FLOTT:

Mynd

Sjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11720
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Jahá, sjaldan klikkar það, á svo að nota trukkalakk frá Poulsen eða húsamálningu a la Gummi? Eða kannski eitthvað allt annað!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Sverrir minn: Við notum það sem virkar -- það er ekki flóknara en það.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara