Það er orðinn langur tími síðan ég sagði frá einhverju hérna, svo nú ætla ég að drekkja ykkur með myndum af vélarhlífinni.
Ég setti mótorinn í Pittsinn og setti hlífina uppá. Það tók mig dálítinn tíma að stilla hana af og festa hana upp með als kyns límböndum, en í lokin sat hún þar sem ég vildi hafa hana og þá boraði ég og skrúfaði tólf skrúfur í hana til að halda henni á:
Þá var komið að því að gera hana fína. Ég fékk mér helling af 400 blautpappír og byrjaði að pússa með vatni. Þetta er subbulegt djobb og eins gott að hafa plast undir:
Eftir góðan tíma leit hún svona út (og þetta er ekki fínt!)
Nú kom í ljós hvort ég hafði pússað nægilega vel og hreinsað hlífina fyrir fyrsta grunninn. Ef það mynduðust skarpar brúnir á grunninum, þá var hann að flagna af og hafði hann ekki náð að grípa í glerfíberinn. Ef grunnurinn dofnaði út, þá var rétt hreinsað og pússað undir hann.
Hér sést líka hvernig grunnurinn fyllir upp í rispur eftir grófa pappírinn sem ég notaði til að pússa P38 fyllinn niður:
Gallinn við þetta var að ég var núna búinn að pússa í burtu allar panellínur og brúnir svo nú þurfti ég að búa þær til aftur. Ég gerði það með því að líma þrjú lög af málningarlímbandi í kringum framhlutann á hlífinni þar sem á að vera brún. Síðan úðaði ég nokkrar umferðir með fylligrunni:
Þegar ég tók límbandið af, þá var þessi líka fína brún á samskeytunum. Nú gat ég búið til samsvarandi brúnir þar sem vélarhlífin opnast í hliðunum og eftir nokkrar umferðir með grunni kom hornið á þeim svona út:
Það stendur lítill olíukælir niður úr vélarhlífinni á Pitts. Hann fylgir með úr plasti og ég límdi hann neðaná vélarhlífina:
„Það næsta sem hann gjörir,“ eins og stendur í kvæðinu er að úða með felgulakki. Það er ál-litur á því og gefur mjög jafnan grunn fyrir litinn. Það hefur líka þann kost að ef málningin nuddast eða flagnar af, þá er ál undir og lítur mjög eðlilega út:
Ég nuddaði líka aðra vængstífuna og sprautaði hana með felgulakkinu -- FLOTT:
Sjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði