Síða 7 af 8

Re: Í Slippnum

Póstað: 22. Maí. 2014 23:24:38
eftir Gaui
Það er alltaf gaman í Slippnum. Ég er að tálga Hurricane:

Mynd

Mummi dútlar við Typhoon:

Mynd

Árni spinnur saman Spitfire

Mynd

Og Bendi æfir sig í herminum

Mynd

Það er gott að hafa svona pláss til að smíða í.

:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 19. Jún. 2014 18:01:23
eftir Gaui
Ég mæti í Slippinn (þetta á vist að heita Grasrót) á morgnana þar sem enginn er skólinn og eitthvað verð ég að gera til að hysja mig úr bælinu á daginn. Það er þá ekki furðulegt að Hurricane skríði saman. Hér er vængurinn eftir yfirferð með sandpappír og vatni:

Mynd

:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 26. Sep. 2014 13:50:36
eftir Árni H
Í Slippnum gengur lífið sinn vanagang.

Mynd Mynd Mynd

Re: Í Slippnum

Póstað: 26. Sep. 2014 14:15:37
eftir Sverrir
Gaui bara kominn á kaf í rafurmagnið nú verður ekki aftur snúið! ;)

Re: Í Slippnum

Póstað: 27. Sep. 2014 16:53:27
eftir Gaui
Til að forðast allan misskilning, þá var ég að saga út STÓR rif á STÓRA bensínvél!!! Svo bað Bendi mig að hjálpa sér að stilla inn Futaba (hvað annað) stýringu á svona Biximat hvaððanúheitir.

:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 17. Okt. 2014 08:21:46
eftir Árni H
Stemningin í slippnum um daginn - takið vel eftir því að öryggisbúnaður er í notkun við ræsingu...

Re: Í Slippnum

Póstað: 27. Okt. 2014 20:27:09
eftir Gaui
Það er ýmislegt prófað norðan heiða:



:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 8. Des. 2014 22:50:16
eftir Gaui
Bendi og Finnur eru byrjaðir að efna niður í tvær Wilgur í 1/4 skala. Þær eru sæmilega stórar þó skalinn sé ekki sá stærsti. Hér er búið að raða búkhlutum lauslega saman:

Mynd

Það verður gaman að fylgjast með þessu.

:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 3. Jan. 2015 16:08:00
eftir Gaui
Skrapp í Slippinn í dag og sá þá að Bendi og Finnur eru komnir vel á veg með Vilgurnar:

Mynd

Þær verða óneitanlega nokkuð glæsilegar!

:cool:

Re: Í Slippnum

Póstað: 28. Feb. 2015 10:26:18
eftir Gaui
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í Slippnum, en hef trassað að setja hér inn:

Wilga er STÓR flugvél og, komin á lappirnar, er hún enn stærri:
Mynd

Wilgubræður:
Mynd
Mynd

Wilga getur verið með uppdraganlegt hjólastell og hatt:
Mynd

Hægri vængur (vonandi - þarf ekki tvo vinstri) á Piper Cub að byrja líf sitt:
Mynd

Sveinbjörn Bissí að gera Tiger 60 kláran fyrir notkun:
Mynd

:cool: