Fyrsta umferð af glerfíber neðan á vængina. Ofan á fíbernum er svokallað PeelPly, sem á að ræna allri afgangs kvoðu úr fíbernum og setja á hann nánast eggslétt yfirborð.
20240425_104253.jpg (136.8 KiB) Skoðað 3737 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Þá eru báðir vængir komnir með glerfíber skel bæði að ofan og neðan. Næsta skref er að pússa þetta slétt og sprauta með grunni. Því miður á ég bara kvart brúsa af grunni og hann fæst ekki í Víkurkaupum í rétta litnum, svo ég þarf að skreppa til Agureiris eftir helgina. Í millitíðinni datt mér í huga að athuga hvort ég kæmi vængjunum á skrokkinn. Það tókst eftir smá vesen. Cessnan er stór svona uppi á borði. Nú þarf ég bara að finna upp einhverja aðferð til að stilla stífurnar þannig að ég fái um 30 mm undir hvorn vængenda. Ég gæti mælt frá gólfinu, en ég held að það sé ekki lárétt
20240427_112117.jpg (142.26 KiB) Skoðað 3686 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Vængirnir pússaðir lauslega með grófum pappír. Það er ekki hægt að pússa mikið, því maður sér ekki hversu mikið maður pússar og getur farið í gegnum glerið. Rauði 3M fyllirinn notaður á göt og rifur sem eru augljósar.
20240429_120214.jpg (132.94 KiB) Skoðað 3659 sinnum
Skrokkurinn fær núna vatnspússningu með P400 pappír og svo fer fyllir í galla sem nú koma í ljós. Ég límdi líka "hurð" á þessa hlið og á eftir að setja eins hinum megin. Svo koma plötuskil og hnoð, seinna.
20240429_113912.jpg (131.41 KiB) Skoðað 3659 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég er í því að pússa skrokkinn með P400 pappír til að fá hann sléttan og fínan. Ég set líka fylliefni í allar misfellur sem ég finn. Á bakborðs hlið skrokksins (vinstri) er hurð á farangursgeymslu undir aftursætunum. Ég bjó þessa hurð til úr 0,3 mm ProSkin glerfíber efni og límdi hana á sinn stað. Það verður gaman að setja alls konar auka dót og plötuskil á skrokkinn.
20240501_104345.jpg (124.6 KiB) Skoðað 3597 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Plötuskilin á skrokknum er mörg og margvísleg. Það þarf að leggja þau til skiptis upp og niður og fram og aftur. Það er ekki hægt að leggja þau öll í einu. Fyllirinn þarf að þorna og svo er hann pússaður niður að límbandinu.
20240504_105706.jpg (135.61 KiB) Skoðað 3528 sinnum
Hér sést hryggurinn sem verður eftir þegar límbandið er fjarlægt. Hér sést líka að ef límbandið grípur of fast og er of lengi á, áður en það er tekið af, þá fylgja flögur af grunni og jafnvel glerfíber með. Maður þarf líka að passa sig að losa það rétt af svo að svona komi ekki fyrir. Næstu skil verða gerð með gulu málaralímbandi neðst og svo þrem lögum af bláu bílateipi.
20240506_100515.jpg (134.68 KiB) Skoðað 3528 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Allar plötulínur eru komnar á skrokkinn. Hér er hægri hliðin:
20240507_115035.jpg (126.14 KiB) Skoðað 3485 sinnum
Og hér er sú vinstri:
20240507_115140.jpg (132.24 KiB) Skoðað 3485 sinnum
Ég fékk sendingu í dag frá Premier Pilots i Kaliforníu. Þeir eru með svakalegt úrval af flugmönnum í 1/4 skala (bæði karla og konur) og sendu mér einn sem fær að sitja í flugmanns sætinu í TF-FRU. Hann er, því miður, ekkert líkur Ómari okkar, en vel gerður og snyrtilegur til fara. Með honum fylgja öryggisbelti, derhúfa, sólgleraugu og heyrnartól.
20240507_120716.jpg (128.31 KiB) Skoðað 3485 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.