Síða 8 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 19. Feb. 2007 23:10:04
eftir Sverrir
Kíktu í pósthólfið þitt. ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 20. Feb. 2007 08:34:08
eftir Offi
[quote=Björn G Leifsson]Það glampar eitthvað svo á myndina að maður sér eiginlega ekki neitt... geturðu nokkuð lagað það?[/quote]
Það er örugglega keðjan sem glampar svona á! :D

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 25. Feb. 2007 17:12:26
eftir Sverrir
Fyrstu tvær myndirnar sýna hugmynd sem ég var að prófa en ég held að það verði mjög leiðinlegt að komast að þessu ef eitthvað þarf að laga seinna meir.
Mynd

Mynd

Svo nú er ég farinn að hallast á að vera með víranna í börkum og leiða þá þannig aftur fyrir hjólið.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 25. Feb. 2007 18:00:22
eftir Gaui
Fáðu þér handbremsubarka fyrir reiðhjól. Þeir eru mjög þjálir og hægt að leggja þá í ansi krappa boga.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 16. Mar. 2007 01:31:01
eftir Sverrir
Jæja, komin tími til að draga fram verkfærin. :)

Barkar fyrir stýrisvíra og teina.
Mynd

Stýrismálin fyrir stélhjólið voru leyst svona.
Mynd
Mynd

Farinn að fá á sig ansi sterkan svip. Styttist í fyrsta flugtakið.
Mynd

Einn af B-25 flugmönnunum ákvað að líta á gripinn. Kvartaði sáran yfir stærðinni á öllu.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 23. Mar. 2007 00:40:36
eftir Sverrir
Það er ekki mikið sem sést af vinnunni þessa daga þar sem þetta er mest búið að vera dúllerí í kringum stjórnbarka og uppsetningu á servóum.

Smíðaborðið hefur nú yfirleitt gleypt módelin hingað til, spurning hvort það þurfi að stækka það...
Mynd

Betra að styðja við barkana á svona löngum leiðum.
Mynd

Á þessari frábæru skissu sést svona ca. hvar hugmyndin er að hliðarstýrisservóið verði.
Mynd

Servó fyrir hæðarstýrin sjást þarna, bakkarnir eru límdir, skrúfunar eru til að róa sálartetrið.
Takið líka eftir sexkantsskrúfunum frá Modelfixings sem halda servóunum, talsvert þægilegri heldur en þessar hefðbundnu stjörnuskrúfur, sérstaklega þar sem pláss er takmarkað en líka í venjulegum ísetningum.

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 16:30:32
eftir Björn G Leifsson
Nú er að sjá hvort þessi filma kveiki ekki í Sverri þegar hann kemur heim frá Carlsberg-landi ;)

Miklu meira af spennandi flugvídjóum hjá Martin Poznanski á www.pozefilm.de

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 16:45:06
eftir tf-kölski
Sástu eldinn úr pústinu?:O

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 16:59:28
eftir Messarinn
[quote=Björn G Leifsson]Nú er að sjá hvort þessi filma kveiki ekki í Sverri þegar hann kemur heim frá Carlsberg-landi ;)

Miklu meira af spennandi flugvídjóum hjá Martin Poznanski á www.pozefilm.de[/quote]
Ég sé að þú ert búinn að skoða vídeóið sem ég sendi þér ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 17:05:12
eftir Þórir T
Andsk... eru þær stórar!!! nú sér maður líka vel hvað vélar eins og Spitfire eru nettar....