Jæja, sunnudagsmorguninn er búinn að vera góður. Árni og Mummi kíktu við og unnu að Fokkerunum sínum, en ég smeið væng.
Steve segir manni að setja skinnin á og síðan frambrúnarlista framan á. Mér finnst betra að hafa eitthvað til að líma efra skinnið á og sem heldur við það neðra þangað til frambrúnin kemur. Þetta kallast fölsk frambrún. Þetta kemur í veg fyrir að frambrúnin verði óslétt og eykur límflötinn fyrir frambrúnarlistann.
Næst kom neðra skinnið á hallastýrið og flapann ásamt krossviði sem hægt er að skrúfa hornin á. Ég set meiri krossvið undir hornin og segi frá því þegar það verður.
Ég gleymdi næstum því að setja auka rif þar sem hallastýrið og flapinn skerast frá. Ég setti 2mm krossvið á milli til að fá smá bil.
Til að koma servóunum á sinn stað þegar vængurinn er full kláraður setti ég bönd sem ég get notað til að draga snúrurnar út, gula fyrir hallastýrið og rauða fyrir flapann.
Og þá var komið að efra skinninu. Ég límdi það niður með gnótt af Titebond og setti svo módeltímarit ofaná til að fergja það.
Nú þurfti vængurinn að þorna, svo ég sneri mér að öðru. Í leiðbeiningum og á DVD diskinum segir Steve að hann lími bakuggann á ofan á hliðarstýrisservóið í þeirri vissu að hann geti bara brotið hann af ef hann þarf að gera eitthvað við servóið. Þetta fannst mér ekki alveg nógu gott, því ég er sannfærður Murphy-isti -- ef þetta getur dottið af, þá gerist það á versta hugsanlega tíma. Þess vegna ákvað ég að setja tvo pinna í stélkambinn og skrúfuhald í bakið svo ég gæti skrúfað bakuggann fastan og tekið hann af án þess að brjóta nokkuð:
Ég setti líka Robart Hevví Djútí lamir á öll stýrin á stélinu:
Og þá var hægt að byrja að klæða. Vélin verður að mestu hvít að neðan og upp á hliðarnar, en blá að ofan: