Síða 9 af 37

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 17:12:01
eftir Sverrir
eg hef stadid vid hlidina a thunderbolt vid gangsetningu, fatt sem toppar thad.

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 17:13:15
eftir Messarinn
o my god
can I touch you :P

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 21:56:47
eftir Björn G Leifsson
[quote=Messarinn][quote=Björn G Leifsson]Nú er að sjá hvort þessi filma kveiki ekki í Sverri þegar hann kemur heim frá Carlsberg-landi ;)

Miklu meira af spennandi flugvídjóum hjá Martin Poznanski á www.pozefilm.de[/quote]
Ég sé að þú ert búinn að skoða vídeóið sem ég sendi þér ;)[/quote]
Ætla einmitt að setja upp póst og gefa þér "Credit" fyrir að hafa leitt mig á slóð þessarar frábæru vefstöðvar :O

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 22. Ágú. 2007 22:30:29
eftir Sverrir
[quote=Messarinn]o my god
can I touch you :P[/quote]
thu verdur tha ad bida thangad til eg kem heim ;)

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 20. Okt. 2007 14:11:20
eftir Sverrir
Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að taka puttann úr gatinu... Það viðrar alla veganna ekki til flugs í augnablikinu. ;)

Lamaður. Fyrst var miðlína tekin á hvorn flöt fyrir sig, síðan voru fletirnir lagðir saman og merkt hvar lamirnar ættu að koma,
fletirnir teknir sundur og lóðlína dregin á merkingunum. Því næst var borað í gegnum plúsinn sem hafði myndast.
Allt gekk þetta eins og í sögu og hefði ekki getað tekist betur. Þegar hér var komið við sögu var búið að lama hæðarstýrið,
götin sjást örlítið á þriðju myndinni.
Mynd

Er þetta nú ekki fullgróft!? Gæti verið það en þar sem við erum að reyna að líkja eftir frummyndinni þá sleppur þetta.
Það er einfaldara að byggja fletina með beinum línum og skera svo úr þeim eftir á.
Mynd

Virðist bara ætla að takast nokkuð vel.
Mynd

Næst á dagskrá var að skella einu hliðarstýri saman. Eins og sést þá er þetta frekar einföld grind en passa þarf að
hafa hlutina hornrétta eða með réttum gráðum ef þeir eru ekki beinir. Svo kemur balsi neðan á sjálft hliðarstýrið sem verður
svo tálgaður til í endanlegt form en einnig á eftir að ganga frá stýrishorni fyrir hliðarstýrið.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 21. Okt. 2007 02:30:45
eftir Sverrir
Kubbar fyrir lamirnar og klæðning.
Mynd

Best að kanna hvernig þetta mun koma til með að líta út. :cool:
Mynd

Mynd

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 29. Okt. 2007 02:12:28
eftir Sverrir
Jæja, ég ætlaði víst að reyna að hafa þetta eitthvað skalalegt... bjó til þetta skapalón.
Mynd

Til að pússa niður afturbrúnina á stélfletinum.
Mynd

Og setja smá klæðningu úr þunnum krossvið.
Mynd

Þá lítur það nokkurn veginn svona út.
Mynd

Setti krossvið á hæðarstýrið svo ég gæti skrúfað hornin í eitthvað bitastæðara en balsa.
Mynd

Svo var klætt yfir það með 1/4" balsa og hann pússaður til. Þetta var svo endurtekið á báðum hliðum á hvorum hluta.
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 1. Nóv. 2007 00:38:49
eftir Sverrir
Smá spartl við afturbrúnina, fer að styttast í yfirborðsvinnu :)

Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 1. Nóv. 2007 23:51:24
eftir Sverrir
Man einhver eftir henni þessari?
Mynd

Eitthvað er þetta tómlegt þarna. Litla sæta Mastercraft stingsögin með fínu blaði svínvirkaði í skurðinn.
Mynd

Lokað.
Mynd

Opið. Nú er bara koma sér í smá lamavinnu.
Mynd

Svo er það spurning um útfærslu á stýringu fyrir hliðarstýrið...
Mynd

Re: Ziroli P-47 Thunderbolt

Póstað: 3. Nóv. 2007 15:36:27
eftir Sverrir
Ég var spurður um lamirnar, þetta eru þær, 4.5mm og koma frá Graupner(#3360).
Mynd

Hér sjást þær í stélfletinum, stoppa þar á flangsinum þannig að mikið má vera að til að lamalínan sé ekki rétt.
Mynd

Og í hæðarstýrinu en það er búið taka úr hæðarstýrinu fyrir lömunum.
Mynd