Síða 10 af 24
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 22. Mar. 2009 22:00:43
eftir Messarinn
Ég er að vinna í smá atriðinum utan á Focke Wulf-inum og er að breyta A-5 húddinu í A-8 Húdd og hafa það á svipuðum nótum og á þessum hér
Til að fá skörpu útlínurnar af húddinu þá klippti ég út álfilmu og límdi niður með epoxy
Svo lími ég balsa kubba ofan á sem ég pússa niður og forma
Svo er bara að sparsla með microbaloons og pússa
Meira seinna
Kv.
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 22. Mar. 2009 22:03:59
eftir Gaui
Þið eruð góðir! Meina það.
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 28. Mar. 2009 18:11:29
eftir Kjartan
Jæja þá eru byssurnar komnar á Stukuna.
Þá er allt að verða klárt fyrir grunninn
Kveðja að norðan
Kjartan
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 28. Mar. 2009 19:22:35
eftir Messarinn
Duglegur Kjartan
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 29. Mar. 2009 13:27:07
eftir Árni H
Sehr glæsilegt! Maður verður að fara að kíkja í skúrinn hjá ykkur
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 4. Apr. 2009 19:48:19
eftir Kjartan
Þá er búið að grunna Stukuna.
Og Gummi mættur til að halda áfram með Focke Wulf
Búin að saga í sundur mótorkálinguna sem Gauji var búin að hafa svo mikið fyrir að gera flotta.
þetta er gert til að gera gott aðgengi fyrir vélvirkjann sem þarf í viðhald á motornum, lúga á báðum hliðum og í botninn.
Stuka í baksýn.
Kjartan
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 4. Apr. 2009 20:14:16
eftir Sverrir
Glæsilegt!
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 15. Apr. 2009 22:37:43
eftir Gaui
Kíkti inn á þá félaga á Brekkusíðunni og fylgdist með því þegar þeir pússuðu módelin sín. Kjartan er að pússa vænginn, og lauk við efra byrðið á honum í kvöld:
Gummi var að pússa Fokke Wolfinn. Hann er að verða svakalega fínn:
Og hérna er næsta módel sem Gumma langar til að pússa:
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 16. Apr. 2009 09:34:08
eftir maggikri
Svakalega eru þið fínpússaðir!
kv
MK
Re: Brekkusíðu Luftwaffe
Póstað: 14. Ágú. 2009 21:17:11
eftir Kjartan
Jæja er ekki best að fara að kíkja á Stukuna
Næst ætla ég að útbúa Cockpitið, það fékk ég fyrir nokkru síðan frá
http://dbalsa.com/
Þetta á að vera allt sem til þarf.
Hér ofaní á cockpitið að vera, þá er best að saga burtu rifin.
Þá eru þau farin
Þá er að líma balsa undir gólfplötuna.
Þá er gólfplatan sniðin.
Meira síðar
Kjartan