Uss, eru þeir strax byrjaðir að planta í kringum völlinn.
Við munum nú öll eftir sögunni af Jóa og Baunagrasinu, ekki langar mig að hafa fullt af baunagrösum í kringum flugvöllinn
En með langflugið, hver var meðalhraðinn á þessari leið?
Maður er alltaf að velta því fyrir sér hvort það væri vinnandi vegur að fara lengri leið með módelið ef flugmaðurinn væri líka um borð í flugvél.
Er það ekki það eina sem er eftir að prófa fyrst Hvalfjarðargöngin eru að baki
Ah, það var nú skemmtun í lagi, gleymi aldrei svipnum á þýska túristanum sem kom aðvífandi á gráum Yaris og hafði bara gaman af því að fylgjast með okkur um hánótt í þessum tilfæringum.
Fyrir utan allar fríu ferðirnir í gegnum göngin og fá tækifæri til að loka þeim.
Ég gróf upp fréttina af gamla
Fréttavefnum og fylgir hún hér fyrir neðan,
myndband frá þessu má sjá
hérna.
**************************
23/06/2000
Í nótt um klukkan 2 var lagt í Hvalfjarðargangaflugið.
Búið var að fá pallbíl með sætum fyrir Böðvar og
myndatökumann.
Böðvar var með Sportman vél sína í fluginu og var flogið
frá gangnamunanum sunnan megin.
Björgúlfur kom fast á hæla þeirra sem vottunaraðili frá FAI.
Allt leit vel út í fyrstu en svo lenti Böðvar í einhverri
ókyrrð en náði á frábæran hátt að redda sér úr málunum.
Eftir að vélin hafði flogið beint og fallegt flug í smástund
þá fór hún allt í einu stjórnlaust niður.
Þegar farið var að skoða vídeómyndir af fluginu kom í ljós að
vængurinn losnar upp að aftan og eins og allir vita þá flýgur
flugvél ekki langt vænglaus!
En eftir stendur að Heimsmet hefur verið sett.
Fyrsta flug undir sjávarmáli í heiminum hér á Íslandi.
Hugur stendur til við annað tækifæri að reyna að fljúga í
gegnum göngin ef leyfi fæst.
Það verður að teljast alveg einstakt að leyfi skyldi fást hjá
forráðamönnum Spalar og er þeim þökkuð samvinnan.
Er mönnum bent á að fylgjast með 19-20 í kvöld en von
er á myndum frá fluginu.