Kambar - 10.júlí 2021 - Júlímót F3F
Póstað: 11. Júl. 2021 12:33:13
Eins og í fyrra urðum við 5 sem mættum til keppnis á júlímótið en að auki fengum við 3 aðstoðarmenn sem létti talsvert undir með okkur. Aðstæður voru nokkuð góðar, 10-11 m/s og nokkuð stöðugur vindur allan daginn. Keppnin gekk vel fyrir sig og urðu engin óhöpp á mönnum né vélum fyrir utan einstaka rispur eins og gengur og gerist.
Eftir fyrstu þrjár umferðirnar var stutt matarhlé en að því loknu var tekið til og flognar sex umferðir í viðbót áður en menn ákváðu að láta þetta gott heita. Upplýsingaskjárinn stóð sig líka mjög vel í frumraun sinni og voru viðstaddir sammála um að hann væri til mikilla bóta fyrir þá sem eru að fylgjast með þar sem það heyrist ekki alltaf svo vel í rokinu á hvaða tíma flugmennirnir eru að fljúga á auk þess sem hann birtir upplýsingar um næstu flugmenn og vind.
Hraðasta fyrsta legg átti Erlingur en hann var 2,09 sekúndur í þriðju umferð en besta tímann átti Sverrir á 48,13 sekúndum í níundu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.
Aðstoðarmennirnir Árni, Frímann og Hannes fá kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.
Stuttbuxnaveðrið skall svo ekki á fyrr en eftir miðjan dag.
Rásröðin var sem hér segir:
Vel merkt vél.
Þar skall flugmódel nærri stein!
Sólin kom svo fram af fullum krafti eftir mótið.
Eftir fyrstu þrjár umferðirnar var stutt matarhlé en að því loknu var tekið til og flognar sex umferðir í viðbót áður en menn ákváðu að láta þetta gott heita. Upplýsingaskjárinn stóð sig líka mjög vel í frumraun sinni og voru viðstaddir sammála um að hann væri til mikilla bóta fyrir þá sem eru að fylgjast með þar sem það heyrist ekki alltaf svo vel í rokinu á hvaða tíma flugmennirnir eru að fljúga á auk þess sem hann birtir upplýsingar um næstu flugmenn og vind.
Hraðasta fyrsta legg átti Erlingur en hann var 2,09 sekúndur í þriðju umferð en besta tímann átti Sverrir á 48,13 sekúndum í níundu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.
Aðstoðarmennirnir Árni, Frímann og Hannes fá kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.
Stuttbuxnaveðrið skall svo ekki á fyrr en eftir miðjan dag.

Rásröðin var sem hér segir:
- Erlingur
- Böðvar
- Sverrir
- Guðjón
- Jón
Vel merkt vél.
Þar skall flugmódel nærri stein!
Sólin kom svo fram af fullum krafti eftir mótið.