Kári var reyndar í stríðnisskapi og þegar við mættum út í brekku um 10:30 var nánast engin vindur og svo þegar fór að blása þá var hann í hávestan og á tímabili var hann kominn í austanátt. Þetta minnti óneitanlega á aðstæðurnar í júlímótinu 2020 ásamt fleiru. Það bætti svo í þegar leið á daginn og var meðalvindurinn að jafnaði í kringum 10 m/s en þegar við vorum að hætta var hann kominn upp í 19 m/s.
Fimm flugmenn voru skráðir til leiks og voru flognar sex umferðir þannig að allt í allt voru þetta 30 flug sem voru floginn og var lökustu umferðinni hjá hverjum flugmanni hent þannig að fimm umferðir töldu til stiga.
Rásröðin var sem hér segir:
- Erlingur
- Guðjón
- Jón
- Sigurður
- Sverrir
Aðstoðarmaðurinn Árni fær kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.
Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
Hópmyndin
Beðið eftir vindinum.
Siggi dróg fram Sun bird.
Loksins farið að blása á brekkuna.
Freestyler er nú alltaf ósköp sæt.
Nýjasta tíska, hátalarahálsól!
Stillt upp fyrir hópmyndatökuna.
Vanda Sig...