Mini Kangaroo

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Ákvað að eyða helginni í smá smíði fyrst veðurspáin er ekkert sérstök.
Fyrir valinu varð teikning sem fylgdi með ágúst eintakinu af RCMW.

Skaust í Tómstundahúsið í dag og verslaði mér nokkrar spýtur sem skorti
upp á að geta hafið smíðina. Vélin er frekar einföld í sniðum.
Vængurinn er gerður úr sex og hálfri 6mm balsaplötum og ofan á það kemur
kassalaga skrokkur sem er notaður til að fela radíóbúnaðinn og festa mótorinn við.
Á eitt stykki OS .40 LA upp í hillu svo hann verður notaður til að knýja vélina áfram.

Fyrr í kvöld skaust ég svo yfir til Magga og við söguðum út krossviðspartana
sem fara í vélina og má sjá þá á myndinni hér fyrir neðan.

Þetta ætti að vera frekar fljótlegt að pússla vélinni saman þannig að við sjáum fljótlega
hvernig þetta fer allt saman.

Á myndinni eru: 2 hliðar í skrokkinn, eldveggur, servóbakki og festingar fyrir gróðurhúsið.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Hluti af viðnum sem notaður verður.
Mynd

Þarna má sjá hvar búið er að sníða gróflega út vænglögunina úr 6mm balsaplötum.
Miðlína var svo dreginn á hverja plötu og þeim raðað upp og límband sett á samskeytin svo hægt væri að snúa þeim við og bera þykkt sýrulím í þau.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Teiknaði vængsniðið á bökunarpappír svo auðveldara væri að merkja fyrir því á plötunum.
Mynd

Hér sést platan eftir að merkt hafði verið inn á hana.
Mynd

Tada... það vantar ennþá smá part aftast á vænginn og ef grannt er skoðað sést hvernig hann lítur út neðst á bökunarpappírnum.
Mynd

Prófaði að skella skrokknum á hann til að fá grófa hugmynd um stærð og lögun.
Mynd

Skar svo út stykkin sem vantaði og límdi aftast á vænginn, gefur vængnum talsverðan svip ekki satt.
Mynd

Næst voru lóðréttu stélflettirnir smíðaðir, ekkert nýtt hér, hefðbundin balsagrind.
Mynd

Næst á dagskrá er að ganga frá skrokknum, öllum stjórnbúnaði, klæða vélina og líma hana saman.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Staðan í dag...
Mynd
NB. Lóðréttu stélfletirnir eru ekki límdir á fyrr en eftir klæðningu
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Birgir
Póstar: 74
Skráður: 4. Apr. 2005 20:52:21

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Birgir »

Váaaaaaaa... frábært...
þetta verður eflaust skemmtilegt... hlýtur að ná gríðalegum hraða..
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Það bendir allt til þess ;)

Hér má sjá vélina áður en hún fór í klæðningu, þarna er komið gróðurhús ofan á skrokkinn.
Búið er að klæða vængin, skrokkinn og meirihlutann af gróðurhúsinu.
Mynd

Til gamans læt ég fylgja með mynd af frummyndinni úr RCMW.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Skrokkurinn fyrir klæðningu vóg 600 grömm. Eftir er að ganga frá nefinu og smá trim skreytingum.
Mynd

Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Ingþór »

geeeeegjað, kemur hún með norður? :)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11483
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Sverrir »

Ég fer svo snemma norður að ég get engu lofað, þó er aldrei að vita hvað gerist ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Mini Kangaroo

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Get ekki beðið :D
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara