Síða 1 af 1

Tungubakkar - 17.ágúst 2024 - Stórskalaflugkoma Einar Páls

Póstað: 17. Ágú. 2024 16:17:14
eftir Sverrir
Stórskalaflugkoma Einars Páls var á sínum stað í 39. skiptið og var fínasta mæting og nokkur af stærstu flugmódelum landsins voru mætt á svæðið. Það var nánast logn fram til klukkan tvö og var það óspart nýtt og mikið flogið. Eftir tvö fór svo veðurspáin að ganga eftir og var norðan 5 til 6 það sem eftir lifiði dags. Dagurinn gekk að mestu áfallalaus fyrir sig en einn Cub í einum fimmta skala með var með einhverja óþekkt og kom frekar harkalega niður úr þeim hasar.

Læt nokkrar myndir fylgja en svo er aldrei að vita nema það komi smá vídeó síðar frá deginum. Venju samkvæmt treysti ég á Guðna varðandi flugmyndir af mér, er nefnilega enn að reyna að fullkomna hina týndu list að taka myndir og fljúga á sama tíma... :lol:

Það verður síðan mikið um dýrðir og fjör á næsta ári þegar Stórskalaflugkoman fagnar sínu fertugasta afmæli en allt hófst þetta á Sandskeiði árið 1985.

Takið því 16. ágúst 2025 frá í dagatalinu strax í dag því þið munið ekki vilja missa af þessu!!!


Re: Tungubakkar - 17.ágúst 2024 - Stórskalaflugkoma Einar Páls

Póstað: 17. Ágú. 2024 23:26:00
eftir Guðni
Bara nokkrar myndir frá þessum degi á Stórskalasamkomunni..Tungubökkum...takk fyrir daginn....