Síða 1 af 1

Tungubakkar - 20.ágúst 2024 - Grunau Baby frumflug

Póstað: 20. Ágú. 2024 20:38:26
eftir Sverrir
Áttundi dagur sumars og loksins var komið að stóru stundinni hjá Hannesi, frumflug á Grunau Baby eftir 8 ára meðgöngu! Módelið er smíðað eftir short kit-i af teikningu eftir Rüdiger Götz en þeir sem hafa hangið hér í nokkur ár muna kannski eftir svifflugunni sem Gaui smíðaði eftir sömu teikningu fyrir hartnær 20 árum síðan.

Örn var fenginn á svæðið með aðal dráttarklárinn og Jón var munstraður upp á G.Baby og svo var dregið upp í loft og var eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að draga svifflugur þvílík var uppferðin. Hannes tók svo við pinnunum og mátti ekki á milli sjá hvor sveif hærra, Hannes eða Grunay Baby. Svo var komið að lendingu og var ekki að sjá að þetta hefði verið neitt mál, svo skelltu þeir sér aftur í loftið fyrir smá kvikmyndatöku.

Til hamingju með nýja barnið þitt Hannes minn! Vonum að næsta meðganga verði aðeins styttri! :lol:

Stoltur pabbi!
IMG_1296.jpg
IMG_1296.jpg (316.5 KiB) Skoðað 750 sinnum

IMG_1297.jpg
IMG_1297.jpg (243.53 KiB) Skoðað 750 sinnum

Dráttarklárinn og Örninn!
IMG_1300.jpg
IMG_1300.jpg (289.94 KiB) Skoðað 750 sinnum

Viðhaldið!
IMG_1305.jpg
IMG_1305.jpg (331.77 KiB) Skoðað 750 sinnum

Tveir einbeittir.
IMG_1314.jpg
IMG_1314.jpg (280.41 KiB) Skoðað 750 sinnum

Sáttir eftir vel heppnað frumflug.
IMG_1316.jpg
IMG_1316.jpg (242.38 KiB) Skoðað 750 sinnum

Svo var barninu komið í hús.
IMG_1319.jpg
IMG_1319.jpg (254.85 KiB) Skoðað 750 sinnum

Kaffi og með því til að fagna áfanganum.
IMG_1321.jpg
IMG_1321.jpg (248.86 KiB) Skoðað 750 sinnum

Re: Tungubakkar - 20.ágúst 2024 - Grunau Baby frumflug

Póstað: 20. Ágú. 2024 20:38:32
eftir Sverrir
Nokkrar flugmyndir!

Re: Tungubakkar - 20.ágúst 2024 - Grunau Baby frumflug

Póstað: 20. Ágú. 2024 20:38:38
eftir Sverrir

Re: Tungubakkar - 20.ágúst 2024 - Grunau Baby frumflug

Póstað: 21. Ágú. 2024 07:17:52
eftir Gaui
Nú vantar bara að fljúga þeim tveim í einu.