30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Takk fyrir hlý orð Valgeir.

Ferhyrningurinn á bakinu var alls ekki á þeim öllum, Bretar voru með svakalega vænisýki (paranoia) út af gasi og settu svona málningu víða. Á tímabili var þetta sett á stöku kennsluvél svo það sæist út á miðri flugbraut ef gas-árás væri í gangi.

Gróðurhúsið var bara á DH82C týpunni. Hún var sett saman í Canada og það voru aðrar breytingar á heni líka, t.d. stífur úr áli, ekki tré, sem voru þess vegna mjórri og hjólastellið náði lengra fram en á A týpunni.

Það voru bara C Tígrar sem voru hér á landi.

Hér er fjallað um C týpuna:
http://www.canadianflight.org/content/d ... ger-moth-0
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gummir
Póstar: 37
Skráður: 3. Maí. 2009 16:36:19

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gummir »

Hefur væntanlega virkað vel. Ef þú stendur nógu nálægt svona vél þegar gas árás er gerð, sérð þú væntanlega svart.... það sem eftir er.... :) Dálítið eins og hákarlafælan sem flugmenn fengu í seinna stríði. Var hönnuð og framleidd til að bæta andlega heilsu flugmanna, en hafði engin áhrif.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég er búinn að mála stafina á skrokkinn í höndum frekar en sprauta þá. Ég fékk stafagerðina fyrir N-númerið úr ferlega góðri bók sem heitir Radio Control Scale Aircraft Models for Everyday Flying eftir Gordon Whitehead.

Mynd

Sama stafagerðin er notuð á vængina, bara stærri. Ég er búinn að prenta út rétta stærð og ætla að teikna þá á vængina, maska í kringum þá og sprauta þá næstu dagana.

Mynd

Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Jæja – ég er búinn að nota hityabylgjuna sem hefur gengið yfir norðurland til að sprauta glæru á Tægerinn. Hérna er skrokkurinn á borðinu i garðinum:

Mynd

Það verður ekki langt þangað til ég byrja á loka samsetningu (vona ég).

Ég setti dekkin endanlega á. Ég setti koparrör innan í miðjuna á dekkjunum vegna þess að það snýst betur og plastmiðjan í dekkjunm eyðist ekki ens hratt. Hér er dótið sem kemur frá Dubro plús 6mm koparrörið:


Mynd

Ég hef rörið um það bil 2mm lengra en þukktin á miðjunni:

Mynd

Þessir 2 millimetrar koma í veg fyrir að rærnar rekist í stellið.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Smá framfarir hérna norðanland þegar ekki er hægt að fljúga:

Stýrivírarnir fyrir hliðarstýrið eru algerlega nýir fyrir mig. Þeir eru tveir hvoru megin og þeir liggja utann á skrokknum frá stjórnslánni að framan á hornið á stýrinu. Ég vildi gera þetta stillanlegt svo ég gæti hert eða losað á vírunum eftir atvikum, svo ég lóðaði smá koparstykki á M3 skrúfbita og skrúfaði hann síðan á M3 tengi. Vírarnir eru síðan bundnir í göt á koparstykkinu:

Mynd

Rétt aftan við flugmannssætið er smá haldari fyrir vírana. Hann er miklvægur, því hann kemur í veg fyrir að vírarnir geti slegist og hann heldur þeim frá skrokkhliðunum. Ég bjó þetta til úr tveim litlum koparrörum og smá koparbút. Ég hélt rörunum samhliða með smá vírbút. M2 bolti heldur þessu svo á sínum stað:

Mynd

Á horninu á hliðarstýrinu notaði ég sama kerfi og ég hef séð á mörgum myndum: M2 bolta, ró og tvær skinnur:

Mynd

Efri hæðarstýrisvírinn fer í gegnum smá auga ofan á stélfletinum. Á fúllsæsinu er þykkari vírbútur í gegnum augað með einhver konar vörn utan um og þessi bútur er festur við vírinn sjálfan með lykkjum og lásum. Mér leist ekki meira en svo á að setja fleiri samskeyti í vírinn er nauðsynlega þurfti, svo að ég gróf upp mjótt plaströr sem ég límdi í augað. Vírinn gengur síðan í gegnum þetta plaströr heill og óskorinn. Það kemur enginn til með að sjá að þessi hluti hæðarstýrisvírsins hreyfist ekki.

Mynd

Mælaborðin eru komin í og púðarnir. Ég er líka búinn að setja plastið í aftari gluggann:

Mynd

Flugmaðurinn er kominn frá Aces of Iron, stór Englendingur sem er svo léttur að það er sem hann sé fullur af lofti. Hann er farinn að fá smá lit og sést hér skoða skrifstofuaðstöðuna sína:


Mynd

Ég setti gálf í fremra flugsætið og lét rofana á það. Ég mun seinna meir setja díóðuljós til að sjá stöðu rafhlaðanna fyrir framan rofana. Sumir taka ef til vill eftitr því að hleðslusnúrurnar fyrir batteríin standa upp úr gólfinu. Mér finnst ekki gaman að reyna að fiska upp rétta enda í mjóum skrokki og reyna síðan að tengja hann við hleðslutækið með báðum höndum, eða að þurfa að rífa vænginn af ef mig langar til að setja smá djús á batteríin.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Squadron Leader X er að lifna við. Ég er í raun dálítið montinn af þessum litla kappa. Þetta er í fyrsta sinn sem ég prófa að mála svona kall, en leiðbeiningarnar á vef Aces of Iron eru bara svo góðar að þetta er ekkiert mál.

Mynd

Nú á ég bara eftir að klára gleraugun hans, en það get ég ekki fyrr en allt hitt er þurrt.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Squadron Leader X kominn til starfa, SAH!

Mynd

Nú vantar mig bara hljóðkút og tengja nokkur batterý og þá er hægt að fara að fljúga þessari skepnu.

Vonandi gengur það vel.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Nú fer að nálgast dagurinn þegar hægt verður að fljúga Tigernum. Þar sem ég er algerlega handalasu þegar kemur að því að sjóða samana almennilegan málm, þá bað ég vin minn Guðmund Haraldsson, algeran galdramann með suðugræjurnar, að búa til hljóðkút fyrir mig. Hann kom við í skúrnum um daginn og tók ýmis mál og gerði plön, og í dag kom hann með hálf kláraðann kút.

Hann var búinn að búa til heddpípu úr stáli sem skkrúfast á mótorinn og stærðar hljóðkút úr áli. Kúturinn er með sex hólf og götin á millispjöldunum standast ekki á, svo að afgasið á hvergi greiða leið út. Við vonum að þetta komi til með að þagga bærilega niður í mótornum, sem getur annars verið frekar hávær.

Nú þurfti Guðmundur að athuga hvar mátti setja festipunktana og fitta kútinn á sinna stað við eldvegginn. Hér er hann að setja kútinn á sinn stað:

Mynd

Heddpípan og hljóðkúturinn verða sín samtengd með hitaþolnu gúmmíröri. Hér sést hvernig þetta mun sitja undir vélarhlífinni:

Mynd

Eftir langar pælingar og marga bolla af kaffi fór Guðmundur aftur með kútinn til að leggja á hann loka höndina, festa á hann skrúfufestingar og útblástursrör.

Góður vinur er gulli betri.

Bæ ðö vei, á myndinni hér fyrir ofan sést fyrsta tjónið sem Tigerinn hefur orðið fyrir: vélarhlífin datt ofan af vinnuborðinu niður á gólf og þá kom þessi skemmd sem þarna sést. Nú þarf ég að fylla í þetta, setja glerfíber á, pússa, grunna og mála. Og þar að auki er þetta á versta mögulega sta: þar sem allir koma til með að sjá.

Ef mér tekst að prufufljúga vélinni næstu helgi, þá kem ég með hana á Ljósanótt í KEF ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3656
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég lagaði skemmdina á vélarhlífinni og vona að enginn viti nokkru sinni að hún hafi verið skemmd:

Mynd

Gummi kláraði hljóðkútinn og hann lítur frekar út fyrir að vera gerfihjarta en hljóðkútur:

Mynd

Nú er búið að festa klútinn til frambúðar framan á módelið. Það næsta sem ég geri er að ryðja smá pláss í skúrnum og síðan hengja módelið upp á ballanspunktinum. Síðan get ég notað blý eða eitthvað annað til að fá það til að hanga rétt..

Mynd

Sjáumst seinna, þó síðar verði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Valgeir »

sæll þetta er bara alveg að koma :O
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Svara