Síða 1 af 1

Fjarflugmanns skírteini 15. Janúar 2025

Póstað: 15. Jan. 2025 23:59:22
eftir Böðvar
Sælir félagar,
Í tilefni þess að strangari reglur um dróna fjarflug frá EASA og Íslensk stjórnvöld samþykku í haust, þá fékk ég skilaboð frá Samgöngustofu að skrá mig fyrir 5.jan. í A2 drónapróf sem verður haldið hjá þeim dagana 14. til 16 jan. 2025

Nú ég bókaði mig í það próf og tók það gær milli 10:30 og 11:30. Var áður búinn að taka A1 og A3 prófið á netinu sem er nóg fyrir okkur módel flugmenn að taka, til að vera með trygginga málin í lagi. A2 drónaprófið er meira fyrir atvinnu drónaflug sem fjarflugmaður fyrir myndatöku og kvikmyndatöku.

þannig að ég var meira og minna núna í byrjun þessa árs að lesa mig gegnum þessar nýju reglur um drónaflug.

Prófið var tekið á tölvu undir eftirliti hjá Samgöngustofun, ég var alveg undrandi hvað margar voru með mér að þreyta prófið, bæði útlendingar og Íslendingar, nemendur teknir inn í hollum inn í prófstofuna 30 í einu tvisvar á dag í þrjá daga.
En mér skilst að eftirsóttustu hermenn í nútímahernaði séu vel þjálfaðir drónafjarflugmenn, ætli ég fái ekki símtal frá NATO á næstu dögum, nei smá grín, en ég var örugglega aldursforsetann þarna að þreyta prófið.

Ég stóðst prófið og er kominn með löglegt fjarflugmannskírteini.

Re: Fjarflugmanns skírteini

Póstað: 16. Jan. 2025 09:35:46
eftir Sverrir
Til hamingju með áfangann! Gaman að sjá hvernig þetta lítur út.