Re: Top Flite Mustang
Póstað: 27. Júl. 2008 01:12:06
Jæja, fyrst að maður er farinn að smíða fyrir alvöru, þá er kominn tími til að henda inn smíðalýsingu. Nú er það Top Flite Mustang í 1/7 skala sem fær að dúlla sér á smíðabrettinu næstu mánuði.
Helstu tölur:
Vænghaf: 1,65 m
Þyngd: 3,6 - 4,5 kg
Mótor: .61 - .90 tvígengis eða .91 - 1.20 fjórgengis
Ég get valið um að smíða hana sem sportrellu án flapsa og með föstum hjólabúnaði, en það er lítið fjör í því svo flöpsum og uppdraganlegum hjólum verður skellt undir. Hjólabúnaður verður Robart #606 HD, er að bræða með mér hvort stélhjólið verður uppdraganlegt, sjáum til með það.
Líklegast verður O.S 120 Surpass skellt undir húddið, ekkert fastneglt með það heldur.
Helstu breytingar verða að smíða hana sem B/C gerð, og á stjórnfletina verða settir svokallaðir "balance tabs" (sjá hér) Litaskema verður "Princess Elizabeth":
Kassinn kominn á smíðabrettið:
Fyrsta vers var að moka öllu upp úr kassanum og athuga hvort innihaldið væri í óskemmt, sem betur fer var allt í góðu lagi. Þar næst var tekið til við að losa partana úr plötunum, merkja það sem þurfti og flokka eftir í hvaða part af módelinu hluturinn tilheyrði.
Vængrifin frelsinu fegin:
Flokkun og skráningu lokið:
Gat að sjálfsögðu ekki setið á mér að púsla aðeins með skrokkhlutana
Byrjað á stélfletinum:
Ramminn fyrir stélflötinn klár:
Næst er að snikka til og samlíma plötur í klæðninguna:
Meira síðar.
Helstu tölur:
Vænghaf: 1,65 m
Þyngd: 3,6 - 4,5 kg
Mótor: .61 - .90 tvígengis eða .91 - 1.20 fjórgengis
Ég get valið um að smíða hana sem sportrellu án flapsa og með föstum hjólabúnaði, en það er lítið fjör í því svo flöpsum og uppdraganlegum hjólum verður skellt undir. Hjólabúnaður verður Robart #606 HD, er að bræða með mér hvort stélhjólið verður uppdraganlegt, sjáum til með það.
Líklegast verður O.S 120 Surpass skellt undir húddið, ekkert fastneglt með það heldur.
Helstu breytingar verða að smíða hana sem B/C gerð, og á stjórnfletina verða settir svokallaðir "balance tabs" (sjá hér) Litaskema verður "Princess Elizabeth":
Kassinn kominn á smíðabrettið:
Fyrsta vers var að moka öllu upp úr kassanum og athuga hvort innihaldið væri í óskemmt, sem betur fer var allt í góðu lagi. Þar næst var tekið til við að losa partana úr plötunum, merkja það sem þurfti og flokka eftir í hvaða part af módelinu hluturinn tilheyrði.
Vængrifin frelsinu fegin:
Flokkun og skráningu lokið:
Gat að sjálfsögðu ekki setið á mér að púsla aðeins með skrokkhlutana
Byrjað á stélfletinum:
Ramminn fyrir stélflötinn klár:
Næst er að snikka til og samlíma plötur í klæðninguna:
Meira síðar.