Varasamar lóðningar

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Agust »

Fyrir hálfum mánuði var ég að fljúga FunTime svifflgunni minni. Ég er búinn að eiga þessa vél í um 10 ár og flogið henn mjög mikið. Aldrei lent í neinum verulegum vandræðum. Mótor er Axi outrunner og rafhlaðan 4 sellu 3700mAh LiPo. Aflið um 500 wött.

Ég var að fljúga í töluverðum vindi (8m/s meðalvindur) og hafði bundið Ixus myndavélina mína neðan á vænginn. Skyndilega verður módelið alveg stjórnlaust og fer niður í víðum spiral. Hún kom niður í amk. 300 metra fjarlægð.

Ég helt að vélin og jafnvel myndavélin væru í þúsund molum, en sem betur fer laskaðist módelið ekki mikið og myndavélin slapp.

Ég hélt lengi vel að einhver truflun hefði valdið þessu, en fannst það eitthvað undarlegt þar sem viðtækið er með FailSafe á öllm stýriflötum og mótor.

Eg held að ég hafi fundið ástæðuna áðan. Þegar ég ætlaði að fljúga Ultra Stick 25e áðan setti ég sömu rafhlöðu í og ég notaði í sviffluguna. Mér fannst annað tengið eitthvað undarlegt viðkomu. Í ljós kom að vírinn skrölti nánast í tenginu. Það er eins og tengið hafi hitnað og tinið bráðnað. Vírinn virtist skrölta hálf laus inni í lóðningunni. Hugsanlega hefur lóðningin eitthvað mistekist, en varla svona mikið.

Ég er með eins kona spennubreyti sem lækkar spennuna úr batteríspennunni (um 15V) í 5V. Sama batteríið knýr mótorinn og viðtæki/servó. Hefði ég verið með sérstakt 4,8V batterí fyrir móttakara/servó, þá hefði þetta ekki gerst. Bara hefði drepist á mótornum. Kannski er það skynsamlegra?



Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Haraldur »

Þú verður náttúrulega að hafa flutningsleiðina í samræmi við aflið sem þú ert að taka út.
Eitthvað hefur svifflugvélin tekið á að bræða tinið svona. En það þarf > 300 gráður til að bræða það.
Það er spurning hvort að þú þurfir ekki að fá þér skrúfað tengi þannig að þú getir skrúfað vírinn fastann.
Ég hef séð þetta oft áður að tinið haldi ekki þeim straum sem tekin er í gegn. Þetta getur líka gerst ef lóðningin er orðin gömul og mikið álag er búið að vera á henni, þannig að hún hefur oft hitnað mikið en þó án þess að verða fljótandi.

En svona hluti verður að skoða á hverju ári, hvernig ástandið er á vírum og lóðningum, sérstaklega þegar um mikla strauma er að ræða. Vírar og lóðningar endast nefnilega ekki endalaust.
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Agust »

Venjulegt lóðtin (60Sn-40Pb eða 60% tin + 40% blý) bráðnar við 186 gráður C. Önnur algeng blanda 63% tin + 37% blý bráðnar við enn lægra hitastig, eða 183 gráður. Það hlutfall tin/blý hefur lægsta bræðslumarkið og er kölluð eutectic point blanda. (Lærði þetta 1968 :-)

Ég á þrjár svona rafhlöður sem ég nota á víxl. Hef aldrei orðið var við svonalagað í hinum rafhlöðunum og ekki heldur óeðlilega heit tengi eftir lendingu. Kannski hef ég ekki stungið tengjunum nógu vel saman og því snerti viðnámið orðið of hátt og þar með ofhitun

Maður ætti að íhuga alvarlega hvort ekki sé réðlegra að vera með sérstaka rafhlöðu fyrir viðtæki/servó frekar en BEC (battery eliminator circuit).
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Haraldur »

Ég er sammála, maður ætti að vera með sérstakt móttöku batterí,
sérstaklega á þessum dýru rafmagnsvélum sem eru núna að koma svo mikið af.
Það er aldrei að vita hvenær batteríið gefur fullkomlega upp öndina og þá er vélin farinn í jörðina, rafmagnslaus.

Það er bara eitt. Þarf maður ekki að einangra kraftbatteríið frá móttöku batteríinu rafmagnslega eða er nóg að tengja jarðir þeirra saman?
Því yfirleitt tengist BEC við móttakarann á inngjöf rásinni og sem fær rafmagn sitt í gegnum þá leiðslu. Eða er nóg að taka rauða vírinn úr sambandi á þeirri leiðslu?
Bara smá til að hugsa um.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11492
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Sverrir »

Það er nóg að fjarlægja rauða vírinn milli hraðastillis og móttakara.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Agust »

Ég nota Jeti Opto sem er ekki með innbyggt BRC. Þess vegna er ég með sérstakt BEC sem kallast "Ultimate BEC" [email]http://www.hobby-lobby.com/ubec.htm[/email]. Það hefur virkað mjög vel og truflar ekki viðtækið.

Þetta er "switch mode" BEC og þolir því meira álag en þessi sem eru innbyggð í flestar hraðastýringar.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Agust »

Svo er hægt að vera með 4,8V battery ásamt BEC. Þá eru þau tengd samsíða inn á tvo innganga í móttakaranum. Annað hvort beint eða einangrað með tveim díóðum eins og sýnt er á teikninguni hér: http://www.schulze-elektronik-gmbh.com/tips_e.htm. Þetta þurfa að vera schottky díóður en ekki venjulegar, því spennufallið yfir þær er mun lægra.


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mér sýnist nú á myndinni eins og lóðningin hafi ekki verið góð. Svokölluð "köld lóðning". Vírinn er margþættur og maður sér lítið sem ekkert tin á sjálfum vírnum svo þaðhefur ekki verið passað up á að hita hann með og láta tinið renna ("svitna") inn í vírinn. Tinið hefur allt farið utaná tengihulsuna, ekki inn í vírinn og inn í hulsunni nema að litlu leyti, svo þegar tengingin fer að jagast/snúast, verður of lítil snerting og þetta brennur sundur.
Pabbi minn er mikill grúskari og hann kenndi mér að lóða þegar ég var smá polli.
Það er svo sem hægt að gera þetta á nokkra vegu en mín aðferð við svona lóðningu er að fjarlægja mátulega einangrun af vírnum til að maður komi endanum inn í husluna og amk 3 mm í viðbót svo maður komi blaðinu á góðum, ekki of litlum (minn er 75w frá Weller) lóðbolta að vírnum líka. Svo maka ég vel af lóðfeiti á vírendann og sný hann vandlega saman svo hann komist inn í husluna, festi vír og huslu í klemmum þannig að þetta sé kyrrt í þeirri stöðu sem það á að verða. Ómögulegt að halda þessu meðan maður lóðar því það hitnar verulega og það má ekki hreyfast meðan það er að stirðna.
Svo leggur maður vel heitann lóðboltann að huslunni og vírnum og lætur hvort tveggja hitna þar til lóðfeitin er byrjuð að krauma vel. Þá bregður maður tininu að boltanum við vírinn þannig að það bráðni hratt og leki inn í margþættann vírinn sem leiðir það áfram inn í hulsuna og fylli hana. Svo heldur maður boltanum við augnablik í viðbót meðan maður fullvissar sig um að tinið hafi hitnað vel og sogast inn í vírinn og hulsuna. Svo má þetta ekkert hreyfast fyrr en tinið hefur stirðnað, annars getur það molnað og sambandið orðið verra.
Feitin tryggir að tinið dreifi sér vel og einkenni góðrar lóðningar á margþættum vír er að það hefur sogast inn í vírþættina og stífað vírinn góðan spotta (ca. hálfan sentimeter kannski) frá samskeitunum.
Eitt trikkið, sem maður nýtir sér við lóðningar er að láta tinið bráðna á boltanum og leiða hitann inn í samskeytin um leið og það lekur þangað.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Agust »

Ég er nokkuð viss um að lóðningin hafi verið sæmilega góð, enda fer ég að eins og Björn lýsir þessu. Það er samt undarlegt að sjá hvernig það er eins og tinið hafi horfið af vírendanum við hitann, en reyndar var ég búinn að jagast mikið á þessu áður en ég tók myndina. Rafhlaðan er líklega 3ja ára gömul og töluvert notuð, en ekki borið á þessu fyrr. Þegar ég lóða svona tengi fortina ég vírendana vel og fylli einnig tengið með tini. Kanski eitthvað hafi klikkað í þetta sinn. Hvað verður annars um tinið ef vírinn verður rauðglóandi?

Það má lítið út af bera þegar straumurinn er 50 amper eða þar um bil. Ef viðnámið í tenginu er 0,01 ohm þá er spennufallið 0,5 volt og hitinn heil 50 x 0,5 = 25 wött, eða eins og meðal lóðbolti !

Ég hef einu sinni lent í svipuðu áður, en þá var ég með hvít Molex nælontengi eins og oft koma með batteríum. Þau nota ég ekki lengur.

Ég er að velta fyrir mér hvort skynsamleg sé að vera með lítinn rafhlöðupakka samsíða BEC og tengja hann þannið að hann grípi inn ef BEC eða stóra rafhlaðan bilar, en að jafnað eyðist ekki rafmagn af litlu batteríunum. Þá er a.m.k. hægt að hafa stjórn á vélinni á niðurleið. Nóg væri að vera með AAA rafhlöður.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Varasamar lóðningar

Póstur eftir Haraldur »

Ég mæli með aðferð Ágústar að fortina vírendann fyrst.
Einnig þarf að gæta þess að ofhita ekki vírinn því þá skemmist hann og tengið getur líka skemmst ef það er með plasthúsi eins og MPX og DEAN tengin.
Svara