Síða 1 af 1

Re: 14.01.2009 - Janúarfundur Þyts fimmtudaginn 15.janúar

Póstað: 14. Jan. 2009 19:35:30
eftir Sverrir
Fyrsti félagsfundur ársins verður haldinn á Hamranesflugvelli fimmtudagskvöldið 15.janúar og hefst hann stundvíslega kl.20.

Gaman væri að þeir sem eiga skemmtilegar flug- og/eða smíðamyndir frá síðasta ári gætu komið með þær á fundinn. Að venju verður létt spjall, kók og prins.

Re: 14.01.2009 - Janúarfundur Þyts fimmtudaginn 15.janúar

Póstað: 15. Jan. 2009 16:59:57
eftir Eysteinn
Sjáumst í kvöld stundvíslega kl: 20:00
Kveðja,
Eysteinn

Re: 14.01.2009 - Janúarfundur Þyts fimmtudaginn 15.janúar

Póstað: 17. Jan. 2009 09:19:26
eftir Eysteinn
Góður félagsfundur á enda, 17 félagar mættu og áttu gott kvöld saman á Hamranesflugvelli.

Sveinbjörn Ólafsson mætti með afar gott myndband af Kríumóti frá árinu 2006 sem fram fór á Höskuldarvöllum 13 maí það ár.

Einar Páll mætti með ”Tiger shark” rafmagnsflugvél og Jón V. Pétursson kom með litla rafmagnsþotu af ”Sting-Ray” gerð.

Hugmynd kom um að festa einn dag í viku í sumar þar sem menn mæta á Hamranesflugvöll til að fljúga. Þá er hægt að ganga að því vísu að einhver sé á svæðinu og að menn geti komið saman. Ef vont er í veðri, þá væri hægt að spjalla og miðla upplýsingum, einnig væri þá hægt að taka á móti nýliðum og veita þeim aðstoð.

Kær kveðja,
Eysteinn Harrý Sigursteinsson
Ritari Þyts.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: 14.01.2009 - Janúarfundur Þyts fimmtudaginn 15.janúar

Póstað: 17. Jan. 2009 12:27:09
eftir maggikri
Gaman að sjá þarna líka "multi félagsmenn"
kv
MK