Síða 1 af 3

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 13. Okt. 2005 17:43:50
eftir Agust
Þessi er komin í hús sem forsmíðaðir hlutir í kassa.

Módelið heitir Big Excel og er frá Simprop. Vænghaf 286 cm. Flapsar á væng.

Þetta er svokallaður Hotliner sem mælst hefur á 120 mílna hraða, sem samsvarar um 190 km/klst. Sjá http://www.hobby-lobby.com/bigexcel.htm Þar má sjá videoklippu af flugi.

Ýmist er notaður AXI 4120-14 eða Simprop Magic-Drive 50-28 sem er líklega sama og Hacker B50-9L + 6,7:1 gír.

Með Magic-Drive 50-28 er vélin spræk. Klifurhraði 9 m/s og heildarklifur með 12 stk. 3300 mAh rafhlöðum 1800 m. ´Hámarksflugtími í kyrru lofti 50 mín.
Sjá http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... Fragen.htm


Mynd



Mynd



Mynd

Meira hér
http://www.simprop.de

Umsögn á þýsku (pdf skjal)
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf

... Flugbild und Steuerverhalten sind von Harmonie
geprägt und so präsentiert
sich die Flugvorführung für den
Betrachter und den Piloten wie eine
angenehme „Sinfonie der Lüfte“.


Mynd

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 13. Okt. 2005 23:22:06
eftir Sverrir
Lofar góðu :)

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 25. Mar. 2006 22:56:01
eftir Þórir T
Hvernig gengur smíðin / samsetningin?
Einhverjar myndir?

mbk
Tóti

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 26. Mar. 2006 08:07:54
eftir Agust
Er komin með mótor, Hacker B50 9L + 6,7:1 gír, sem er sami mótor og Simprop Magic-Drive 50-28.
Spaði er 18,5"x12".
Túrbó spinner með loftinntaki fyrir mótor.
Hraðastýring er Jeti Advance 70 Opto Plus.
Er að bíða eftir servóum, þannig að þeta fer að koma.

Umsögn í þýsku blaði:
http://www.vth.de/archiv/texte/fmt2005_02_026.pdf


Úr upplýsingum frá Simprop í katalog:

Motor; Magic-Drive 50-28, sem er sama og Hacker B50 9L með gír
Gír; 6,7:1
Loftskrúfa; CAM-Carbon 18,5" x 12"
Spinner; Turbo Ø45 / Ø6
Rafhlaða fyrir mótor; 12 sellur NiMh 3300 mAh (LiPo er draumurinn :) )
Rafhlaða fyrir móttakara / servó; t.d. 4 sellur 1000 mA
Flugþungi; 2.900 g til 3.500 g eftir mótor/rafhlöðustærð.
Klifurhraði; (miðað við að mótor sé búinn að nota 33% hleðslunnar) 9,2 m/s, Straumur 47 A. (Trúi þessu 9,2 m/s rétt mátulega ;) )
Heildargangtími mótors; 3,6 min
Heildarklifur; 1850m
Flugtími í kyrru lofti; 50 min


http://www.simprop.de/Seiten/Modellbau/ ... celARF.htm


---

P.S:
Var að klára að mála skrokkinn á Santisch Ultra-Hots eftir lagfæringar og breytingar. Var búinn að lagfæra vænginn og klæða. Upphaflega smíðað um 1990 og var fyrstu árin með Zenoah G38 en síðar með G62.

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 26. Mar. 2006 18:03:58
eftir Agust
Hér má sjá mótorinn með gírkassanum og 18,5" x 12" spaðanum
Spaðinn er gríðarstór, eins og á stórum bensínmótor. Skýringin er gírkassinn á mótornum. Spaðinn snýst um 4000 RPM, en mótorinn 6,7 sinnum hraðar, eða yfir 26000 RPM. Þannig næst góð nýtni, bæði í loftskrúfu og mótor.

Græni hluturinn er Wattmælir sem mælir spennu, straum, wött, wattstundir, o.fl. Hann er bara notaður á jörðu niðri.

Viðtækið er auðvitað Futaba 8-rása PCM

Rafhlaðan verður LiPo 14,8V 3700mAh frá FlightPower.

Á myndina vantar líka Ultimate-BEC sem aflfæðir servóin sem eru sex og viðtækið.


Mynd

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 27. Mar. 2006 06:59:03
eftir Agust
Hér er útprentun úr MotoCalc með samanburði á tveim mótorum í Big Excel. Mótorarnir eru AXI 4120/14 og Hacker B50 9L + 6,7:1

Loftskrúfa á Axi er 17x10, en 18,5x12 á Hacker. Rafhlöður eru með 10 sellum.

Takið eftir hvað nýtnin er betri hjá Hacker með gírkassa. Nánast sama afl frá rafhlöðu (sami straumur) hjá báðum mótorunum, en verulegur munur á afli út.

http://www.agust.net/pdf/axi-hacker.pdf

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 8. Apr. 2006 18:17:34
eftir Agust
Ég er kominn vel á veg með að setja gripinn saman. Nú er lítið annað eftir en að setja fjögur servó í vænginn og tvö í skrokkinn. Þau eru af gerðinni CS-12MG. Þessu fylgir smá rafvirkjavinna þar sem ég ætla að nota tengla milli vængrótar og skrokks. Gert er ráð fyrir sérstökum 4-pinna tenglum fyrir þessi not og grópir fyrir hendi bæði í væng og skrokk.

Það hefur komið skemmtilega á óvart hve vandað þetta módel er. Vængurinn er hrein listasmíð og líklega formaður undir hita og þrýstingi í pressu. Skrokkurinn er úr trefjagleri styrktur að innan með koltrefjum. Allir hlutir smella saman eins og flís í rass. Ekki hægt að kvarta yfir neinu enn sem komið er.

Þar sem ég keypti módelið frá Þýskalandi, þá eru allar leiðbeiningar eingöngu á þýsku, enda módelið Þýskt. Óneitanlega væri maður fljótari að lesa enska þýðingu. Þar sem módelið er t.d. selt hjá Hobby-Lobby í USA og J Perkins í UK hlýtur að vera til ensk útgáfa...

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 8. Apr. 2006 22:31:15
eftir Þórir T
hvað má áætla að þessi pakki sé búinn að kosta hjá þér?

mbk
Tóti

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 9. Apr. 2006 09:10:22
eftir Agust
Þetta er alveg hræðileg spurning! Eiginlega ætti ég ekki að reyna að svara henni!

Ég hef keypt efnið smám saman. Nota dýrari gerðina af mótor (Hacker í stað Axi). Átti fyrir móttakara. Heildarverðið? Líklega ekki fjarri hundrað kílóköllum.

Re: Big Excel Hotliner

Póstað: 9. Apr. 2006 10:12:46
eftir Björn G Leifsson
Það er eins og Biggi (Ívars) segir: "Maður notar ekki nema eðalgræjur í svona fína vél..."