PCM samanborið við PPM

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: PCM samanborið við PPM

Póstur eftir Agust »

Ég hef ítrekað orðið var við hve PCM virðist vera mun langdrægara en "venjulegt" PPM (stundum kallað FM þó það sé rangnefni).

Fyrir fáeinum vikum skipti ég út viðtækinu í Big Lift og setti Futaba PCM í stað PPM. Með loftnetið alveg inni í sendinum náði ég góðu sambandi 170 metra, en þá var merkið líka farið að verða á mökunum. Þetta var með Zenoah G23 í gangi. Í þessari fjarlægð varð ég ekki var við neinn "stirðleika" eins og viðtækið færi í hold, en þó munaði litlu, því viðtækið fór í fail-safe þegar ég hélt sendinum fyrir aftan bak.

Sambærileg fjarlægð með mínum PPM viðtækjum er mun minni. Jafnvel um 30 metrar.

Hver er ykkar reynsla af PCM samanborið við PPM?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11713
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: PCM samanborið við PPM

Póstur eftir Sverrir »

Betri eins og þú nefnir, hef nánast ekkert notað PPM seinni ár og reyndar hvorugt upp á síðkastið. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: PCM samanborið við PPM

Póstur eftir Eiður »

ég lenti nú í því um daginn að loftnetið á extra300 hafði slitnað úr alveg upp við mótakarann og ég var kominn langt yfir fótboltavöllinn þegar hún fór í fail safe og fór hún í fail safe 3sinnum eftir það og þar var Zenoah 62cc í gangi.Sambandið kom svo inn í svona kippum eins og um sambandsleysi væri að ræða og það náðist að lenda vélinni á braut og í heilu lagi.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: PCM samanborið við PPM

Póstur eftir Haraldur »

Það er ósköp eðlilegt að PCM virðist ná lengra en PPM,
því eðli mótunar á signalinu er allt önnur.
Í PCM er burðartíðnin mótum með stafrænum púlsum meðan burðartíðnin fyrir PPM er tíðnimótuð.
PPM er því viðkvæmara fyrir truflunum og suði, meðan PCM er annað hvort á eða ekki.
Dæmi: FM útvarpið byrjar að suða ef signalið frá stöðinni er veigt.
Svo er mjög líklegt að það sé villuleiðrétting á PCM sem getur búið til signal sem vantar, þó upp að ákveðnu marki.

T.d. hafa Schultz móttakararnir (PPM) tölvu sem velur úr besta merkið á ákveðnum tímabili og getur þannig filterað út óæskilegar truflarnir og draugamerki. Því er þessir móttakara hentugir fyrir rafmagnsflugvélar, sem eru hálfgerðar truflana generatorar.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: PCM samanborið við PPM

Póstur eftir Agust »

Ég var reyndar bara að spyrja hvort menn hefðu tekið eftir þesum mun á drægninni. Annars rakst ég á íslenska grein um mun á PCM og PPM viðtækjum hér: http://www.agust.net/rc/ymislegt/fjarstyringar.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara