Re: PCM samanborið við PPM
Póstað: 23. Júl. 2009 11:56:04
Ég hef ítrekað orðið var við hve PCM virðist vera mun langdrægara en "venjulegt" PPM (stundum kallað FM þó það sé rangnefni).
Fyrir fáeinum vikum skipti ég út viðtækinu í Big Lift og setti Futaba PCM í stað PPM. Með loftnetið alveg inni í sendinum náði ég góðu sambandi 170 metra, en þá var merkið líka farið að verða á mökunum. Þetta var með Zenoah G23 í gangi. Í þessari fjarlægð varð ég ekki var við neinn "stirðleika" eins og viðtækið færi í hold, en þó munaði litlu, því viðtækið fór í fail-safe þegar ég hélt sendinum fyrir aftan bak.
Sambærileg fjarlægð með mínum PPM viðtækjum er mun minni. Jafnvel um 30 metrar.
Hver er ykkar reynsla af PCM samanborið við PPM?
Fyrir fáeinum vikum skipti ég út viðtækinu í Big Lift og setti Futaba PCM í stað PPM. Með loftnetið alveg inni í sendinum náði ég góðu sambandi 170 metra, en þá var merkið líka farið að verða á mökunum. Þetta var með Zenoah G23 í gangi. Í þessari fjarlægð varð ég ekki var við neinn "stirðleika" eins og viðtækið færi í hold, en þó munaði litlu, því viðtækið fór í fail-safe þegar ég hélt sendinum fyrir aftan bak.
Sambærileg fjarlægð með mínum PPM viðtækjum er mun minni. Jafnvel um 30 metrar.
Hver er ykkar reynsla af PCM samanborið við PPM?