jæja, strákarnir fyrir norðan eru búnir að æsa mig pínu upp í að smíða Ugly Stick og ég gat bara ekki setið á strák mínum, fór og lét prenta út teikningar og keipti balsa og nú er ég búinn að skera út hliðarnar og bitana á milli þeirra.
Ég fer að taka myndir og henda þeim hingað inn
Re: Ugly Stick
Póstað: 11. Ágú. 2009 21:34:05
eftir Björn G Leifsson
Til hamingju með þetta.
Bestu flugvélarnar eru þær sem maður smíðar sjáfur.
Láttu okkur endilega fylgjast með og flýttu þér ekki of mikið. Ef það er eitthvað sem þú ert ekki með alveg á hreinu þá skaltu endilega spyrja fyrst.
Hér er fullt af köllum sem þykjast vita allt best og flestir gera það meira að segja
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Ágú. 2009 00:05:47
eftir jons
Glæsó!
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Ágú. 2009 13:11:20
eftir Gaui
Áfram Guðjón !
Ekki gleyma myndunum.
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Ágú. 2009 16:05:02
eftir Guðjón
Ó JÁ ég er að gleyma myndunum annars er ég að klára að loka skrokknum og er búinn að smíða stélið og ég er byrjaður á ruddernum
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Ágú. 2009 16:35:07
eftir Páll Ágúst
Þetta er nú ekki lengi gert ef þú heldur svona áfram Þú gætir farið í fjöldaframleiðslu
Re: Ugly Stick
Póstað: 12. Ágú. 2009 16:50:57
eftir Guðjón
[quote=Páll Ágúst]Þetta er nú ekki lengi gert ef þú heldur svona áfram Þú gætir farið í fjöldaframleiðslu [/quote]
já það er spurning hvort ég geti þá notað sömu teikningar þar sem ég er búinn að sera úr þeim hlutina sem ég er að búa til, eins og udderinn; þá skar ég út úr tieikningunni rudderinn, legg ofaná spíturnar og sker síðan út
Re: Ugly Stick
Póstað: 13. Ágú. 2009 12:50:24
eftir Guðjón
OK. Herna eru teikningarnar sem ég er að nota ég fatta bara eki gráu svæðin á vængnum, þetta eru svæðin sem ég á að klæða með balsa en er þetta bæði afan og neðan á vængnum ?
ogo hvað kemur fyrir hjólastellið?
Re: Ugly Stick
Póstað: 14. Ágú. 2009 09:01:52
eftir Gaui
Gráu svæðin sýna hvar þú átt að klæða vænginn með balsa, bæði ofan og neðan.
Ég sé ekki almennilega hvernig genið er frá botninum á skrokknum, en á minni teikningu var fremri hluti hans gerður úr krossviði (við notuðum 4mm krossvið úr Byko) og þá er lítið mál að bolta hjólastellið á botninn.
Ætlarðu ekki að sýna okkur myndir af smíðinni?
Re: Ugly Stick
Póstað: 14. Ágú. 2009 13:01:20
eftir Guðjón
Takk, en sérðu hvað rifin eiga að vera þykk ? .... ég var búinn að setja balsa í botninn þegar ég sá á teikningunni "Ply bottom ends here" og þá varð ég ekki kátur, skar botninn af og ætlaði að setja krossviðsbotn en ég áðði ekki 3-4mm krossvið svo ég skar útúr skrokknum og smellti 6mm krossvið þar sem hjóla stellið á að vera og klæddi aftur með balsa