[quote=Agust]Hefur einhver pantað og notað LiPo rafhlöður frá Hobby King?
Ég sé að LiPo batteríin þar eru miklu ódýrari en þau sem ég hef verið að kaupa.
Ég var að skoða
Turnigy battery sem eru á 9 blaðsíðum sem byrja hér:
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... &sortlist=
Ég spyr vegna þess að einu sinni keypti ég tiltölulega ódýra rafhlöðu frá Bretlandi sem reyndist illa. Kannski var ég bara óheppinn.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 131647.jpg[/quote]
Ég hef keypt margar LiPo rafhlöður frá þeim og hafa þær allar virkað vel. Turnigi er bara vörumerki HobbyKing og eru þær dálítið mismunandi að gæðum hefur manni heyrst á umræðuvefjum HK enda sennilega mismunandi framleiðendur. Maður getur séð að td er ráðlögð mismunandi hleðslutala (c-tala). ég held líka að Rhino og Zippy séu þeirra vörumerki og hef ég prófað einhverjar slíkar. Þeir hafa verið að breyta um power-tengi, komu alltaf með Dean tengi en nú oftast með lykluðum Bullit-tengjum sem eru þó dálítið einkennileg, þeas. Female á báðum.
http://hobbycity.com/hobbycity/store/uh ... oduct=9283 Balans-tengið er JST-XH.
Alla vega eru þær mjög góðar miðað við verð og þeir eru eldsnöggir að senda. Ég leit á yfirlitið frá þeim og sé að ég er búinn að fá 17 sinnum sendingar frá þeim og alltaf virkað fljótt og vel. Þó vantaði einu sinni einn smáhlut í kassann. Loks sýnist mér sendikostnaðurinn frá þeim vera með því lægsta ef maður notar Air Parcel eða Air Mail(sem tekur dál lengri tíma)
Kveðja
Gunni Binni
PS: Mundu að skrá að þú sért í Þyt
