Síða 1 af 2
Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 06:22:16
eftir Agust
Hefur einhver pantað og notað LiPo rafhlöður frá Hobby King?
Ég sé að LiPo batteríin þar eru miklu ódýrari en þau sem ég hef verið að kaupa.
Ég var að skoða
Turnigy battery sem eru á 9 blaðsíðum sem byrja hér:
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... &sortlist=
Ég spyr vegna þess að einu sinni keypti ég tiltölulega ódýra rafhlöðu frá Bretlandi sem reyndist illa. Kannski var ég bara óheppinn.

Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 09:20:27
eftir Björn G Leifsson
Gott að útvega sér rafhlöðuvirkið fyrst

Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 09:38:49
eftir Sverrir
ja, finar. nokkrar i gangi her og gunni binni a eflaust nokkud fleiri
pakkarnir koma lika nokkud fljott fra theim.
Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 10:12:24
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Hefur einhver pantað og notað LiPo rafhlöður frá Hobby King?
Ég sé að LiPo batteríin þar eru miklu ódýrari en þau sem ég hef verið að kaupa.
Ég var að skoða
Turnigy battery sem eru á 9 blaðsíðum sem byrja hér:
http://www.hobbycity.com/hobbycity/stor ... &sortlist=
Ég spyr vegna þess að einu sinni keypti ég tiltölulega ódýra rafhlöðu frá Bretlandi sem reyndist illa. Kannski var ég bara óheppinn.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 131647.jpg[/quote]
Ég hef keypt margar LiPo rafhlöður frá þeim og hafa þær allar virkað vel. Turnigi er bara vörumerki HobbyKing og eru þær dálítið mismunandi að gæðum hefur manni heyrst á umræðuvefjum HK enda sennilega mismunandi framleiðendur. Maður getur séð að td er ráðlögð mismunandi hleðslutala (c-tala). ég held líka að Rhino og Zippy séu þeirra vörumerki og hef ég prófað einhverjar slíkar. Þeir hafa verið að breyta um power-tengi, komu alltaf með Dean tengi en nú oftast með lykluðum Bullit-tengjum sem eru þó dálítið einkennileg, þeas. Female á báðum.
http://hobbycity.com/hobbycity/store/uh ... oduct=9283 Balans-tengið er JST-XH.
Alla vega eru þær mjög góðar miðað við verð og þeir eru eldsnöggir að senda. Ég leit á yfirlitið frá þeim og sé að ég er búinn að fá 17 sinnum sendingar frá þeim og alltaf virkað fljótt og vel. Þó vantaði einu sinni einn smáhlut í kassann. Loks sýnist mér sendikostnaðurinn frá þeim vera með því lægsta ef maður notar Air Parcel eða Air Mail(sem tekur dál lengri tíma)
Kveðja
Gunni Binni
PS: Mundu að skrá að þú sért í Þyt

Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 11:16:34
eftir Agust
Sæll Gunni Binni
Hvaða rafhlöðutegund hjá þeim telur þú besta?
Ég á þrjár Flight Power 4S 3700 mAh. Þær kosta hátt í 100 pund stykkið minnir mig.
Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 5. Sep. 2009 18:46:20
eftir Gunni Binni
[quote=Agust]Sæll Gunni Binni
Hvaða rafhlöðutegund hjá þeim telur þú besta?
Ég á þrjár Flight Power 4S 3700 mAh. Þær kosta hátt í 100 pund stykkið minnir mig.[/quote]
Blessaður Ágúst.
Veit ekki hvað er best. Hef ekki sjálfur séð neinn mun. Skv. spjalli á Zippy-R að vera betri en Zippy þar sem þær séu gerðar í Kóreu. Veit ekki. Langdýrustu Lipo-rafhlöðurnar hjá þeim eru Polyquest sem eru frá Enerland (Kórea). Veit ekki.
Ég keypti slatta af ómerktum OEM hlöðum hjá þeim, en nú eru þær merktar Turnigy. Alla vega finnst mér Rhino og Turnigy vera svipaður frágangur.
Gott er að nota battery-finder
http://hobbycity.com/hobbycity/store/li ... ration.asp ef maður er með ákveðna stærð í huga svo getur maður valið mtt verðs og C-tölu.
Kveðja
Gunni Binni
Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 8. Sep. 2009 20:41:31
eftir Agust
Takk fyrir allar upplýsingarnar. Þær koma sér vel

Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 11. Jan. 2010 19:05:44
eftir einarak
[quote=Gunni Binni]PS: Mundu að skrá að þú sért í Þyt

[/quote]
Fær maður einhvern díl þannig þegar maður pantar frá Hobbyking?
Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 11. Jan. 2010 19:29:52
eftir Gunni Binni
[quote=einarak][quote=Gunni Binni]PS: Mundu að skrá að þú sért í Þyt

[/quote]
Fær maður einhvern díl þannig þegar maður pantar frá Hobbyking?[/quote]
Líklega ekki, en það kom fram einhvern vegin að klúbburinn safnaði punktum. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort það skifti einhverju máli.
Reyndar hefur mér ekki tekist að finna lengur neitt á síðunni um klúbba, þannig að kanski er það ekki inni í myndinni.
Þegar maður er er búinn að versla nokkrum sinnum við þá fær maður sjálfur mismunandi status sem gull- eða platinu-status og þá geta verðin á sumum hlutum verið mun betri.
kveðja
Gunni Binni platínugaur

Re: LiPó rafhlöður frá Kína?
Póstað: 26. Apr. 2010 12:33:19
eftir Loffinn
Sælir
Við í On-road bílageiranum höfum prufað þessar frá Hobby King í vetur og koma mjög vel út í alla staði.
Pálmi í RC-Hobby er að fara að taka sendingu frá þeim ef enhverjir hafa áhuga.