Ég er með Walkera 4#3B þyrlu. Er búin að vera að æfa mig á henni og gengur bara vel

En málið er núna að allt í einu í gærmorgun gerðist það að ég tók eitt flug um morguninn og allt gekk vel og svo síðar um morguninn ætlaði ég að taka annað flug en tók þá eftir því að hún lyfti sér ekki nóg, þó að ég væri búinn að gefa allt í botn þá var eins og hún færi ekki á fullan snúning og náði ekki að lyfta sér upp.


Kv Jónas J
