Vantar allan kraft....

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Jónas J »

Hæ hæ.

Ég er með Walkera 4#3B þyrlu. Er búin að vera að æfa mig á henni og gengur bara vel :).
En málið er núna að allt í einu í gærmorgun gerðist það að ég tók eitt flug um morguninn og allt gekk vel og svo síðar um morguninn ætlaði ég að taka annað flug en tók þá eftir því að hún lyfti sér ekki nóg, þó að ég væri búinn að gefa allt í botn þá var eins og hún færi ekki á fullan snúning og náði ekki að lyfta sér upp. :( Hvað getur verið að ? Ég hélt fyrst að ég væri kannski með tóma rafhlöðu og setti hana í hleðslu og skipti um rafhlöðu en það var sama með hana. Hvað getur verið að ? Getur þetta verið mótorinn ? eða hvað ?

Mynd

Kv Jónas J :(
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Þórir T »

Hugsanlega hraðastillir?
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Haraldur »

Getur verið að inngjöfin hafi ekki verið allveg niður í null og trimmið líka þegar þú settir þyrluna í samband?
Það hefur gerst hjá mér á Katana að trimmið var ekki allveg niðri þó að inngjöfin væri það og þegar ég setti hana í samband þá var bara hálfur kraftur.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Jónas J »

[quote=Haraldur]Getur verið að inngjöfin hafi ekki verið allveg niður í null og trimmið líka þegar þú settir þyrluna í samband?
Það hefur gerst hjá mér á Katana að trimmið var ekki allveg niðri þó að inngjöfin væri það og þegar ég setti hana í samband þá var bara hálfur kraftur.[/quote]
Ég er búin að prófa þetta með inngjöfina en það er ekki málið :(.

:( Kv Jónas J :(
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Ingþór »

er í lagi með allar tennur á aðaltannhjólinu (á mainshaftinu)?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Jónas J »

Já allar tennur sýnast í lagi. Eysteinn kom við áðan og við vorum að mæla allt dótið, prófa spá og spegulera í þessu þegar mótorinn fór að slappast hratt niður og síðan allt í einu. Þetta er mjög furðulegt allt saman. :(

Er þetta hraðastillirinn þarna ofaná mótornum ?

Mynd

Þegar við vorum að mæla pólana þarna ofaná þá var að mælast 4.05 V við fulla inngjöf en mótorinn snérist ekki en hittnaði smá.

Eða er hraðastillirinn í þessu dóti ?

Mynd

Það er allavega ekkert svona stikki í henni...

Mynd

Ef þið hafið einhverja hugmynd eða gagnlegar upplýsingar þá væri það vel þegið :)



Kv Jónas J :(
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Eysteinn »

Já, við gerðum ýmsar mælingar. ég tók eftir því að mórorinn var að fá spennu uppá 3,7V alltaf sama hvernig pinninn fyrir inngjöf var hreyfður. Ég mældi pólana ofan á mótornum. Er þetta hraðastillirinn sem er ofan á mótornum?
Mynd

Varahlutir: http://www.chinesejade.com/walkera4_3_A_B.htm


Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Jónas J »

Er málið kannski bara að skipta um mótor ? og sjá hvað gerist ? :)


Kv Jónas J
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Haraldur »

hraðastillið er ekki ofan á mótornum, þetta eru þéttar til að jafna spennuna og draga úr truflunum.

Stykkið með gula dótinu utan um er svokallað 5-in-1, það hefur að geyma, móttakara, hraðastilli, gíro og annað sem til þarf.

Líklega ertu búinn að bræða úr mótornum.
En þú gætir prófað að lóða hann úr og aftengja leiðslurnar í hann (bara muna hvorum megin rauði er), prófa svo að snúa hann með höndunum og sjá hvort að hann er fastur eða kurrar í honum.
Getur líka svo tekið spennubreyti og sett inn á hann 4-5 volt og sé hvort að hann snúist við það.
Ef hann gerir það þá er það hraðastillið sem er bilað.
Einnig getur þú farið í skurðaðgerð á mótornum og opnað hann, það eru flippar undir brettinu á honum sem hægt er að vippa upp og þá geturðu tekið mótorinn í sundur, en farðu varlega og ekki tína neinu. Þegar þú hefur tekið hann í sundur getur þú athugað hvort að kolin séu ónýt eða snerturna sé brunnar.
Einnig gæti vantað olíu inn á legurnar og hann sé hreinlega fastur en það finnur þú fljótt ef þú tekur mótorinn úr.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: Vantar allan kraft....

Póstur eftir Jónas J »

Takk fyrir þetta Haraldur. :) Ég ætla að prófa þetta með mótorinn en ég ætla samt að láta skurðaðgerðina eiga sig. Ég ætla að vona að þetta sé bara mótorinn en ekki einhvað annað. Nýr mótor kostar ekki nema 4,50$ :) og tæki þá fleiri varahluti með. :)


Kv Jónas J
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Svara