Af vefsíðu RÚV
Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna. Vélarnar yrðu skráðar hér á landi og fengju þá heiti sem byrjar á forskeytinu TF líkt og aðrar flugvélar á Íslandi.
Fyrirtækið sem um ræðir heitir ECA Programs og hefur sérhæft sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið. Verkefnið á Keflavíkurflugvelli gengur út á að það verði að jafnaði staðsettar á milli tíu og tuttugu óvopnaðar orrustuþotur af Sukhoi gerð. Þær eru framleiddar í Hvíta Rússlandi og ætlunin er að þær verði notaðar til varnaræfinga hjá flugherjum landa í Nato og reyndar víðar; nokkurs konar óvinur til leigu.
Margir koma að þessu þar á meðal menntastofnunin Keilir á Keflavíkurflugvelli. Rætt er um að fjárfestingin verði um fjórir og hálfur milljarður króna og talsmaður fyrirtækisins segir að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna gangi allt eftir. Þó er eftir að ljúka samningum til að mynda við Keflavíkurflugvöll um aðstöðuna.
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/964776/
Mun flug þeirra með vectored thrust verða daglegt brauð yfir Arnarvelli?
Sukhoi SU-35 yfir Arnarvelli?
Re: Sukhoi SU-35 yfir Arnarvelli?
Nei, varla. :/
Heræfingaflug hefur hingað til annað hvort verið upp á hálendi eða úti yfir sjó.
[quote=http://vf.is/Frettir/41929/default.aspx]Áætlað er að fyrirtækið staðsetji hér viðhaldsstöð fyrir flugvélar ásamt þyrlum sem kæmu til með að hafa hér heimastöð, auk alls skrifstofuhalds fyrirtækisins. Stærsti hlutinn af starfseminni fer þó fram erlendis.[/quote]
En hver veit, kannski fer að verða fjör á flugsýningum hér heima.
Heræfingaflug hefur hingað til annað hvort verið upp á hálendi eða úti yfir sjó.
[quote=http://vf.is/Frettir/41929/default.aspx]Áætlað er að fyrirtækið staðsetji hér viðhaldsstöð fyrir flugvélar ásamt þyrlum sem kæmu til með að hafa hér heimastöð, auk alls skrifstofuhalds fyrirtækisins. Stærsti hlutinn af starfseminni fer þó fram erlendis.[/quote]
En hver veit, kannski fer að verða fjör á flugsýningum hér heima.

Icelandic Volcano Yeti