Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Agust »

Loftnetin á 35 MHz sendunum eru viðkvæm og eiga það til að brotna. Hvað er þá til ráða?

1) Kaupa nýja loftnetsstöng af sömu gerð.

2) Kaupa gúmmítotu eða "rubber ducky" loftnet

3) Nota danglandi vír.


Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þrenns konar loftnet. Sendirinn er reyndar á 72 MHz eða 0,072 GHz.

Mynd

Hér má sjá vinstra megin sendi með útdraganlegu loftneti sem er um 1 metri að lengd.

Hægra meginn við hann er annar sendir með "rubber duck" loftneti frá Smiley Antenna Co http://www.smileyantenna.com/index.php?cPath=43. Þetta er eins konar gormur sem er inni í plasthulsu. Sams konar loftnet og algengt er á handtalstöðvum. Loftnetið þarf að vera gert fyrir viðkomandi tíðni, þannig að loftnetin frá Smiley Antenna duga ekki fyrir 35 MHz.




Mynd

Hér má sjá heimagert loftnet. Þetta er ekkert annað en góður vír sem lóðaður er framan á stubbinn sem situr eftir í sendinum. Þess er gætt vel að heildarlengdin á loftnetsvírnum sé nákvæmlega sú sama og stóð út úr sendinum þegar gamla loftnetið var útdregið. Þannig verður vírlotnetið "tjúnað" fyrir sendinn og hann hefur ekki hugmynd um að loftnetið sé vír, en ekki stöng.

---

Er einhver munur á þessum loftnetum?

Bláa gúmmítotu loftnetið (rubber duck) er allnokkru styttra en útdraganlega stöngin, og segir teorían okkur að útgeislun frá því sé allnokkru minni en frá stönginni. Samt nota fjölmargir svona loftnet, a.m.k. á 72 MHz, án þess að verða varir við minni drægni.

En vírloftnetið?

Vírinn er nákvæmlega jafn langur stönginni og geislar því álíka vel út og hún. Í praksís er smá munur á, en hann er ekki endilega vírnum í óhag. Menn hafa í hinni stóru Ameríku gert samanburð á svona danglandi vír og stöng, og ekki fundið neinn mun á langdrægni eða truflunum.

Kostur við vírloftnetið er að þar brotnar ekki, ekki hætta á að það sé rekið í augun á félaganum, það gleymist ekki að draga það út, og svo kostar það ekki mikið meira en krónu.

Mikilvægt er að vírinn sé nákvæmlega jafn langur stönginni sem brotnaði af, þ.e. heildarlengdin fyrir utan sendinn, og að gamla stöngin sé ekki dregin út, ef eitthvað er eftir af henni. Lóða þarf vírinn tryggilega og hann verður að þola vel sveigjur og beygjur. Svo má setja smá herpiplast ádrag á samskeytin þar sem vírinn er lóðaður. þannig að minni hætta sé á að hann jagist í sundur.

Ef allt er gert rétt, þá svínvirkar svona vírloftnet :)

En, vilji maður kaupa útdraganlega loftnetsstöng, þá verður að gæta þess vel að hún sé nákvæmlega jafn löng upphaflegu stönginni. Hvorki styttri né lengri.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Guðjón »

hvað gerist ef hún er lengri, ég hefði haldið að það væri bara betra ?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Agust »

Guðjón.

Vírinn verður að passa við sendinn og senditíðnina. Sendirinn verður að "sjá" loftnet sem er það sem er kallað resónant.

Yfirleitt er miðað við lengd sem er 1/4 úr öldulengd. Ef sendirinn er á 72 MHz, þá er öldulengdin rúmir 4 metrar, og 1/4 úr öldulengd því sem næst 100cm. 100cm vír passar því fyrir sendi á 72 MHz. Þá verður þó að miða við heildarlengdina, alveg frá vírenda niður í botn á sendinum. Öruggast er að miða vil lengdina á stönginni sem brotnaði.

Á 35 MHz er öldulengdin um 8,5 metrar, og 1/4 úr öldulengd því rúmir 2 metrar. Svo löng stöng er auðvitað mjög óhentug. Þess vegna er inni í sendieiningunni komið fyrir lítilli spólu sem er milli sendisins og loftnetsstangarinnar, eins konar lengingar-spólu. Spólan gerir það að verkum að stutta (ca 100 cm) loftnetið verður í resónans á réttri tíðni.

Svona lengingarspólur voru algengar á loftnetsstöngum jeppa og rútubíla sem voru með talstöðvar fyrir Gufunesradíó. Spólunni var þá oftast komið fyrir á miðri stönginni.

Það má líkja þessu við tónkvísl. Hún er í resónans fyrir ákveðna tíðni. Ef lengd hennar er breytt, þá breytist resónanstíðnin.

Ef vírinn er of langur eða of stuttur, þá verður "impedans" (eins konar viðnám) loftnetsins allt of hátt, og sendiaflið kemst ekki út í hann án hjálpar. Hjálpin getur legið í lengingarspólu eins og lýst var hér að framan.

Þar sem búið er að stilla sendinn fyrir ákveðna lengd af loftneti, er mikilvægt að halda sig við þá lengd. Eins nákæmlega og kostur er.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Haraldur »

Ef loftnetið er ekki af réttri lengd þá getur þú fengið standbylgju í loftnetið, sem getur þýtt að á endanum geislar loftnetið minna út frá sér og jafnvel ekkert, sem er frekar slæmt.

Sendibylgjan er eins og aðrar bylgjur (sjá td. öldur), styrkur hennar fer upp og niður frá núll, upp í hámark, aftur niður í núll og svo niður í lágmark og svo upp í núll aftur. Endurtekið.

Þegar bylgjan ferðast eftir loftnetinu og er komin á enda þess og er tilbúin til að sleppa loftnetinu og fara út í heim, þá þarf staða þessara bylgju að vera í núll. Sá hlut hennar sem ekki er í núlli endurkastast til baka eftir loftnetinu og truflar hinar bylgjurnar sem eru að reyna að komast út. Þær geta truflast svo mikið að allt verður stíflað og þú er komin með standbylgju, og lítið sem ekkert sleppur út.

Þess vegna er mjög mikilvægt að loftnetið sé af sömu lengd og bylgjan sem það á að varpa. Loftnetið þarf ekki að verða full lengd heldur getur verið styttri t.d. 1/4 en bylgjulend þó deilanleg með 2.

Eitt sem þarf þó að varast með svona "lint" loftnet er að það má ekki rúlla því upp, það verður að vera eins beint og hægt er. Ef það er rúllað upp þá færðu svokallaða spóluvirkni sem er efni í allt aðra grein.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3898
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Gaui »

Þegar mitt brotnaði, þá keypti ég bara nýtt sem varahlut og skipti. Einfalt mál: hafa það sem framleiðandinn segir og ekki vera að speggúlega í einhverri vitleysu !
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Agust »

Í raun og veru eru útdraganlegar loftnetsstangir ekkert merkilegri loftnet en vír. Eiginlega er útdraganlega stöngin verri að einu leyti, því útdraganlega loftnetið reiðir sig á að hátt í tíu snertipunktar séu vel leiðandi. :)

Vírloftnet virka ekkert síður en stangir. Ég notaði mikið af slíkum loftnetum á árum áður þegar ég var að fikta með stóra senda á stuttbylgju og metrabylgju. Notaði þá loftnets-tuner og standbylgjumæli til að ná hvaða lengd af vír sem var í resónans.

Það er auðvitað smartara að nota stöng, en það er alveg óþarfi að hætta flugi meðan beðið er eftir original stöng. Bara nota jafngott heimatilbúið loftnet. Og fljúga :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Guðjón »

Ég er búinn að lóða vír framan á endan. Loftnetið er einn metri (það var styttra) :rolleyes:

Get ég haft þetta bara svona venjulegan rafmagnsvír, stungið inn í endann og klemmt og svo hitaherpisokkur yfir?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir kip »

Guðjón ef þú ert að fara fljúga á Melgerðismelum á flugkomu með helling af áhorfendum ofl. þá þarf þetta að vera pottþétt, engir sénsar teknir. Reyndu að fá eins loftnet með UPS hraðsendingu fyrir flugkomuna eða í versta falli svona rubber duck. Það er séns að Þröstur eigi rubber duck, veit það ekki.

Góðar stundir!
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Agust »

Rubber Duck er ekki sama og Rubber Duck. Það verður að vera sniðið fyrir senditíðnina 72MHz. Sé Þröstur með þannig loftnet þá er það væntanlega fyrir 35MHz. Sama gildir um útdraganleg loftnet. Þau verða að vera af nákvæmlega af sömu lengd og það sem var fyrir.

Vír af réttri lengd er nákvæmlega í resónans og því pottþéttur. Þ.e. ef hann hefur sömu heildarlengd og stöngin sem var fyrir, þá passar hann við lengingaspóluna eða "tunerinn" í útgangi sendisins. Það vita þeir sem þekkja radíótækni.

Það er svo annað mál hvort menn trúa því eða ekki. Vírspottinn er ekki eins tæknilegur og stöngin :) Ef menn eru efins þá er auðvitað betra að slppa þessu... Þá líður öllum betur.

-

Það má kannski bæta því við, að ef einhver gleymir að draga loftnetið alveg út, og skilur t.d. eftir einn lið í loftnetinu, þá er loftnetið ekki lengur í resónans og geislar miklu verr út en full-útdregið loftnet, eða þá vír-loftnetið. Það sem er verra, er að enginn tekur eftir þessum mistökum :(
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Hvað gerir maður ef loftnetsstöngin á sendinum brotnar?

Póstur eftir Guðjón »

Face! .. neei grín, ég er að fara að leita að loftneti á morgunn :)
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Svara