1) Kaupa nýja loftnetsstöng af sömu gerð.
2) Kaupa gúmmítotu eða "rubber ducky" loftnet
3) Nota danglandi vír.
Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þrenns konar loftnet. Sendirinn er reyndar á 72 MHz eða 0,072 GHz.

Hér má sjá vinstra megin sendi með útdraganlegu loftneti sem er um 1 metri að lengd.
Hægra meginn við hann er annar sendir með "rubber duck" loftneti frá Smiley Antenna Co http://www.smileyantenna.com/index.php?cPath=43. Þetta er eins konar gormur sem er inni í plasthulsu. Sams konar loftnet og algengt er á handtalstöðvum. Loftnetið þarf að vera gert fyrir viðkomandi tíðni, þannig að loftnetin frá Smiley Antenna duga ekki fyrir 35 MHz.

Hér má sjá heimagert loftnet. Þetta er ekkert annað en góður vír sem lóðaður er framan á stubbinn sem situr eftir í sendinum. Þess er gætt vel að heildarlengdin á loftnetsvírnum sé nákvæmlega sú sama og stóð út úr sendinum þegar gamla loftnetið var útdregið. Þannig verður vírlotnetið "tjúnað" fyrir sendinn og hann hefur ekki hugmynd um að loftnetið sé vír, en ekki stöng.
---
Er einhver munur á þessum loftnetum?
Bláa gúmmítotu loftnetið (rubber duck) er allnokkru styttra en útdraganlega stöngin, og segir teorían okkur að útgeislun frá því sé allnokkru minni en frá stönginni. Samt nota fjölmargir svona loftnet, a.m.k. á 72 MHz, án þess að verða varir við minni drægni.
En vírloftnetið?
Vírinn er nákvæmlega jafn langur stönginni og geislar því álíka vel út og hún. Í praksís er smá munur á, en hann er ekki endilega vírnum í óhag. Menn hafa í hinni stóru Ameríku gert samanburð á svona danglandi vír og stöng, og ekki fundið neinn mun á langdrægni eða truflunum.
Kostur við vírloftnetið er að þar brotnar ekki, ekki hætta á að það sé rekið í augun á félaganum, það gleymist ekki að draga það út, og svo kostar það ekki mikið meira en krónu.
Mikilvægt er að vírinn sé nákvæmlega jafn langur stönginni sem brotnaði af, þ.e. heildarlengdin fyrir utan sendinn, og að gamla stöngin sé ekki dregin út, ef eitthvað er eftir af henni. Lóða þarf vírinn tryggilega og hann verður að þola vel sveigjur og beygjur. Svo má setja smá herpiplast ádrag á samskeytin þar sem vírinn er lóðaður. þannig að minni hætta sé á að hann jagist í sundur.
Ef allt er gert rétt, þá svínvirkar svona vírloftnet

En, vilji maður kaupa útdraganlega loftnetsstöng, þá verður að gæta þess vel að hún sé nákvæmlega jafn löng upphaflegu stönginni. Hvorki styttri né lengri.