Síða 1 af 2
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 17. Apr. 2010 23:01:54
eftir maggikri
Góðan dag.
Flugmódelfélag Suðurnesja verður með kynningu í Virkjun Ásbrú bygging nr. 740. sumardaginn fyrsta kl. 13-17.
Gott væri að fá sem flesta á svæðið með flugvélar. Ef flestir koma með eina eða fleiri vélar þá ættum við að ná slatta af vélum.
Vinsamlegast hafið samband við mig eða skráið ykkur hérna á vefinn og tilgreinið flugvélafjöldann sem þig ætlið að koma með. Félagar úr öðrum klúbbum eru velkomnir líka með vélar.
Líka spurning um að setja vélar í gang fyrir utan og leyfa fólki að heyra í vélunum.
kv
MK
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 18. Apr. 2010 14:16:00
eftir Ágúst Borgþórsson
Kem með Sukhoi og Pluma

Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 18. Apr. 2010 15:25:12
eftir Helgi Helgason
Viltu fá Aircore kassann sem ég á? Gæti líka mætt með Novuna.
Kv. Helgi
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 18. Apr. 2010 15:44:44
eftir Páll Ágúst
Getur talið mig og Novuna með

Reyni að komast.
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 18. Apr. 2010 23:41:14
eftir maggikri
Flott Gústi. Helgi já þaðværi fint að koma með Aircore kassann og Novuna ef þú nennir. Já Páll endilega kíktu með Novuna.
Eru ekki fleiri með vélar í kynninguna?
kv
MK
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 19. Apr. 2010 16:22:11
eftir maggikri
Góðan dag!
Vantar fleiri vélar og menn. Spurning líka að fá þyrlukalla til þess að koma og taka flug fyrir utan. Inniflugmenn vantar með vélar með þjálfun frá innifluginu í vetur.
Meirihlutinn af stjórninni er í öðru verkefni þarna þannig að mig vantar fleiri aðila til að koma og gera þetta af alvöru.
http://virkjun.blog.is/blog/virkjun/
kv
MK
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 19. Apr. 2010 21:57:59
eftir maggikri
Gunnar MX Magnússon, ætlar að skippa sínum áformum og koma. Gunni er alltaf öflugur!
kv
MK
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 19. Apr. 2010 22:14:13
eftir Haraldur
ég er að fara í fermingarveislu upp í sveit, svo ég kemst ekki.
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 19. Apr. 2010 22:47:49
eftir Gunnarb
Verð því miður ekki í bænum, hefði að sjálfsögðu hjálpað til ef ég hefði verið heima...
-G
Re: Kynning á flugmódelum sumardaginn fyrsta 22.04.2010 í Virkjun Ásbrú
Póstað: 20. Apr. 2010 01:03:00
eftir Berti
Kem með Rare Bear, Extru og Mustang.