Góðan dag. Af tilefni 40 ára afmælisárs flugmódelfélagsins Þyts þá er þetta þráður þar sem gamlar myndir eru settar inn( með gömlum myndum er átt við myndir sem eru teknar á filmuvélar). Ég ætla á næstu dögum að setja inn fullt af gömlum myndum sem ég á og hef skannað inn. Einnig hvet ég menn til að gera hið sama ef þeir luma á gömlum myndum frá módelfluginu.
Ég byrja á nokkrum myndum frá flotflugkomu FMS á Reykjanesinu fyrir 10 árum eða árið 2000.
Þarna má m.a sjá Jón V Pétursson sem er flugmaður vélarinnar og Skjöld Sigurðsson.
Eldri myndir af módelum og mönnum
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Flugsýning á Keflavíkurflugvelli fyrir kanann fjórða júlí árið 2000 (þjóðhátíðardaginn þeirra).
Þarna kom Pétur Hjálmarsson, með F-15 þotu með "ducted fan" hreyfli sem var gríðarlega hávaðasamur. Sverrir flaug næstum því á hersjúkrahúsið enda flugbrautin ekki nema 60 metrar fyrir framan. Baldur af skaganum(Flugmódelfélag Akraness) kom og fleiri.
kv
MK
Þarna kom Pétur Hjálmarsson, með F-15 þotu með "ducted fan" hreyfli sem var gríðarlega hávaðasamur. Sverrir flaug næstum því á hersjúkrahúsið enda flugbrautin ekki nema 60 metrar fyrir framan. Baldur af skaganum(Flugmódelfélag Akraness) kom og fleiri.
kv
MK
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Hér eru nokkrar frá því um 1979:
Jón V Pétursson að setja saman svifflugu á Hvolsfjallinu:
Theódór Theódórsson var formaður Þyts á þessum tíma. Hér er hann að fljúga í hanginu fyrir ofan Hvolsvöll:
Og svo er hér mynd at fyrstu vélinni minni: Svenson Windy fyrir .15 mótor. Takið eftir að búkurinn er samsettur fyrir framan stélið. Þetta gerðist áður en henni var flogið og kenndi mér að fara í gegnum dyr með stélið á undan.
Jón V Pétursson að setja saman svifflugu á Hvolsfjallinu:
Theódór Theódórsson var formaður Þyts á þessum tíma. Hér er hann að fljúga í hanginu fyrir ofan Hvolsvöll:
Og svo er hér mynd at fyrstu vélinni minni: Svenson Windy fyrir .15 mótor. Takið eftir að búkurinn er samsettur fyrir framan stélið. Þetta gerðist áður en henni var flogið og kenndi mér að fara í gegnum dyr með stélið á undan.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Frá síðustu öld, svo geta áhugasamir séð fleiri myndir á vef FMS.
Guðni og Hvíti Hákarlinn.
Formaðurinn að lenda á hausnum á sér.
Baldur Ólafsson og Agwagon.
Þessi hefur ekki sést í langan tíma, varð hluti af Ameríkudeild félagsins stuttu síðar.
Scott nokkur Russell.
Lendingarkeppni FMS '97.
Snemma á síðustu öld.
Lendingarkeppni FMS '98.
Formaðurinn á Norðurslóðum.
Hraðflugskeppni á Hamranesi '98.
Hraðflugskeppni FMS '98.
Guðni og Hvíti Hákarlinn.
Formaðurinn að lenda á hausnum á sér.
Baldur Ólafsson og Agwagon.
Þessi hefur ekki sést í langan tíma, varð hluti af Ameríkudeild félagsins stuttu síðar.
Scott nokkur Russell.
Lendingarkeppni FMS '97.
Snemma á síðustu öld.
Lendingarkeppni FMS '98.
Formaðurinn á Norðurslóðum.
Hraðflugskeppni á Hamranesi '98.
Hraðflugskeppni FMS '98.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Ég ætla að benda mönnum á gamlar flugmódelmyndir á heimasíðu Sveinbjörns Ólafssonar
http://www.miketroiano.com/svenni/page6a.html
http://www.miketroiano.com/svenni/page6a.html
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Myndir teknar 1989 á Hamranesflugvelli.
Flugstöðin ekki komin og ekkert fjall í bakgrunni og enginn fótboltavöllur.
Böðvar með Extru 230, OS 61.
Listflugskeppni Þyts á Hamranesi 1989,
1. Jón V. Pétursson, 2. Björgúlfur Þorsteinsson og 3. Böðvar Guðmundsson
Flugstöðin ekki komin og ekkert fjall í bakgrunni og enginn fótboltavöllur.
Böðvar með Extru 230, OS 61.
Listflugskeppni Þyts á Hamranesi 1989,
1. Jón V. Pétursson, 2. Björgúlfur Þorsteinsson og 3. Böðvar Guðmundsson
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Smá saga um Piper Cub módelið mitt.
Piper Cub flugmódelið er fyrsta stórskala flugmódel á Íslandi. Módelið var smíðað eftir teikningum 1974 í stærð 1 á móti 3,8 eða 26% skala. Á þessu ári 2010 eru því liðin 36 ár síðan fyrstu spýturnar voru sniðnar til og límdar á sinn stað.
Fyrsta prufuflugið var tekið 1978 á Sandskeiði. það var nokkuð stífur vindur eins og sést á vindpokanum. En þá var hlaupið með Piperinn og honum skutlað móti vindi með dautt á mótor, eins og þegar verið er að prufa svifflugu. Síðan var mótorinn settur í gang fyrir fyrsta flugtakið. Aðal testflugmaður Íslendinga Jóni V. Pétursson flaug henni fyrsta flugið.
Piper Cub flugmódelið er fyrsta stórskala flugmódel á Íslandi. Módelið var smíðað eftir teikningum 1974 í stærð 1 á móti 3,8 eða 26% skala. Á þessu ári 2010 eru því liðin 36 ár síðan fyrstu spýturnar voru sniðnar til og límdar á sinn stað.
Fyrsta prufuflugið var tekið 1978 á Sandskeiði. það var nokkuð stífur vindur eins og sést á vindpokanum. En þá var hlaupið með Piperinn og honum skutlað móti vindi með dautt á mótor, eins og þegar verið er að prufa svifflugu. Síðan var mótorinn settur í gang fyrir fyrsta flugtakið. Aðal testflugmaður Íslendinga Jóni V. Pétursson flaug henni fyrsta flugið.
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Nú er ég búinn að draga fram ein fimm albúm af myndum frá því í árdaga. Það er ekki alveg á hreinu hvenær sumar myndirnar eru teknar, en í einhverjum tilfellum hef ég haft þá forsjálni að skrifa ártalið á möppurnar. Ég mun á næstu dögum og vikum skanna eitthvað af þessum myndum inn og skemmta ykkur með þeim. Hér er sýnishorn:
Jón V. Pétursson
Staður: Sandskeið
Ár ???
Módel: Hrollur, einhver skemmtilegasta listflugsvél sem ég hef séð fljúga (alla vega í minningunni)
Athugið að þessi mynd var framkölluð og stækkuð á þeim tímum þegar ljósmyndapappír var gallaður, þannig að allir litir eru farnir að dofna. Ég reyndi að laga litasamsetninguna í Gimpinum og hún er orðin ágæt, en alls ekki eins og hún ætti að vera. Er einhver með góð ráð varðandi það hvernig maður getur bætt lit í myndirnar aftur á auðveldan og fljótlegan hátt?
Jón V. Pétursson
Staður: Sandskeið
Ár ???
Módel: Hrollur, einhver skemmtilegasta listflugsvél sem ég hef séð fljúga (alla vega í minningunni)
Athugið að þessi mynd var framkölluð og stækkuð á þeim tímum þegar ljósmyndapappír var gallaður, þannig að allir litir eru farnir að dofna. Ég reyndi að laga litasamsetninguna í Gimpinum og hún er orðin ágæt, en alls ekki eins og hún ætti að vera. Er einhver með góð ráð varðandi það hvernig maður getur bætt lit í myndirnar aftur á auðveldan og fljótlegan hátt?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Hér er skemmtileg mynd sem var tekin sumarið 1981 á Hvolsvelli. Ég veit ekki havð módelið heitir, en eigandinn var Þorgeir Pétur (Svavarsson ?) og hann hafði sett extra stórt nefhjól á það til að auðvelda flugtök. Hann kom með módelið upp á Hvolsfjallið þegar við vorum með íslandsmót í hangi og eftir mótið manaði Einar Páll hann til að kasta því út í hangið. Mig minnir meira að segja að Einar Páll hafi sjálfur flogið módelinu. Spaðinn var skrúfaður framan af og módelið flaug mjög vel.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Eldri myndir af módelum og mönnum
Gaman að sjá þessar gömlu myndir, svo stutt síðan en samt svo mörg ár.
Hér eru nokkrar gamlar myndir frá Hamranesi.
Þorgeir Pétur Svavarsson, kannski er hann þarna með hangvélina ?
Haukur Hlíðberg heitinn og Ingvar þúsunþjalasmiður horfir á.
Ólafur Sverrisson setur saman sína flugvél
Einar Guðmundsson tilbúinn í flug einn votviðrisdaginn
Guðjón Ólafsson í góðum gír
Nokkur kunnuleg andlit
Ásgeir Long, Gunnar Brynjólfsson, Ólafur Sverrisson og Frímann Frímannsson
Einar Páll Einarsson og Gunnar Brynjólfsson
Eggert Þorsteinsson að setja upp eldhúsinnréttingu flugstöð Hamranesi
Hér eru nokkrar gamlar myndir frá Hamranesi.
Þorgeir Pétur Svavarsson, kannski er hann þarna með hangvélina ?
Haukur Hlíðberg heitinn og Ingvar þúsunþjalasmiður horfir á.
Ólafur Sverrisson setur saman sína flugvél
Einar Guðmundsson tilbúinn í flug einn votviðrisdaginn
Guðjón Ólafsson í góðum gír
Nokkur kunnuleg andlit
Ásgeir Long, Gunnar Brynjólfsson, Ólafur Sverrisson og Frímann Frímannsson
Einar Páll Einarsson og Gunnar Brynjólfsson
Eggert Þorsteinsson að setja upp eldhúsinnréttingu flugstöð Hamranesi