Við Ólafur fórum á völlinn í kvöld með þrjár vélar. Slin, Funtime svifflugu og Dimond Katana mótorsvifflugu. Slin og Funtime:) voru í testflugi. Slin fór í loftið, en ekkert meira en það. Hún var illa balanseruð (of framþung) og svo piss lak hún eldsneyti. Þannig að hún fer í viðgerð.
Lalli tók nokkur flug á Dimonunni:
Svo var Funtime testflogið. Það gekk vonum framar. Þetta er reyndar gömul sviffluga frá Sverri en við settum þennan rafmagnsmótor á hana og hún er hreint frábær!
Sáttir.
Funfly og Dimond Katana
Re: Funfly og Dimond Katana
Já þetta var magnað kvöld þrátt fyrir þokuloftið og mikin raka. Zlin z kom ekki vel út þar sem hann er alltof framþungur en ég get imyndað mér að hann sé skemtilegur þegar við náum að ballansera hann betur.
Svifflugan hans Stebba er alveg mögnuð,skemtilegur gripur þarna á ferð.
Kv
Lalli
Svifflugan hans Stebba er alveg mögnuð,skemtilegur gripur þarna á ferð.
Kv
Lalli
Re: Funfly og Dimond Katana
Hva, eruð þið búnir að breyta um nafn á henni!? Til lukku annars.
Icelandic Volcano Yeti
- Stebbi Magg
- Póstar: 38
- Skráður: 30. Ágú. 2008 12:22:01
Re: Funfly og Dimond Katana
Funfly/time allaveganna rosa gaman að fljúga. En það er einn galli með mótorinn sem er með folding-propeller er að þega búið er að draga aflið af leggst hann ekki aftur. Heldur vindmillar kvikindið og veldur þ.a.l. dragi. Vita einhverjir ráð við því. Einnig ef maður gefur hressilega inn þá prjónar hún, er hægt að stilla það á fjarstýringunni?
kv
Stebbi Magg
kv
Stebbi Magg
Re: Funfly og Dimond Katana
Spurning að stilla inn BEC bremsu á speed controllið svo það bremsi mótorinn þegar aflið er dregið af honum.
Re: Funfly og Dimond Katana
Þú getur svo mixað inn hæðarstýri á móti inngjöfinni til að ná stjórn á prjóninu.
Icelandic Volcano Yeti
- Stebbi Magg
- Póstar: 38
- Skráður: 30. Ágú. 2008 12:22:01
Re: Funfly og Dimond Katana
Takk fyrir svörin, en hvað er BEC bremsa?
Re: Funfly og Dimond Katana
Margir hraðastillar bjóða upp á að „bremsu“ til að koma í veg fyrir að spaðinn snúist í vindinum þegar mótorinn er ekki í gangi, þetta er hlutur sem þú þarft að kynna þér í leiðbeiningunum með þínum hraðastilli.
Icelandic Volcano Yeti