Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Slindal »

Ég var að spekúlera, eins og maðurinn sagði.
Mig langar að keyra rafmótorinn í einni vélinni minni á 8 sellum. en það er eitt vandamál.
Ég á ekki atta sellu Lípo rafhlöðu. En ég á fimm sellu og ég þriggja sellu. Nú ætla ég að spyrja mér reyndari menn eða konur (jafnréttismál að tala um konur líka) Ef rafhlöðurnar eru frá sama framleiðanda og eru jafn stórar í mAh er þá ekki allt í lagi að raðtengja þær?
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir hrafnkell »

Það ætti að vera í lagi. Aðal málið er að þær séu svipaðar í mah.
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Eiður »

þú sérð sævar að í 5 cellu pakka eru 5 sellur raðtengdar og í 8 sellu pakka eru 8 sellur raðtengdar nú þú bætir við þremur sellum við 5 sellu pakkan og ert kominn með 8 sellur raðtengdar.
Gættu bara að því að þetta séu eins sellur með sama mAh. prufaðu bara að tengja þær saman og mældu með avo-mæli vittu hvort útkomann sé ekki eins og þú óskar.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Haraldur »

Voltinn verða í lagi, en ef það er mismunandi amper á þeim þá dregst mismunandi mikið út af þeim og þá gætir þú t.d. endað með að minni rafhlaðan tæmist fyrst.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Agust »

[quote=Slindal]Ef rafhlöðurnar eru frá sama framleiðanda og eru jafn stórar í mAh er þá ekki allt í lagi að raðtengja þær?[/quote]
Í góðu lagi ef þær eru jafn stórar í mAh.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Slindal
Póstar: 58
Skráður: 6. Nóv. 2008 13:12:46

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Slindal »

Já þið segið það. Þær eru jafn stórar í mAh eða 3700 mAh. Þetta eru rafhlöður frá Rhino.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Agust »

Ef rafhlöðurnar væru misstórar þá gæti maður lent í vandræðum við hleðslu og afhleðslu:

Við afhleðslu tæmast þær minni fyrr en þær stærri. Þær byrja á að verða galtómar meðan hinar stærri eru enn hálffullar. Síðan fer að ganga straumur öfuga leið um minni rafhlöðurnar meðan þær stærri er að tæmast, en það endar auðvitað með því að minni rafhlöðurnar eyðileggjast.

Við hleðslu verða minni rafhlöðurnar fullar meðan þær stærri eru enn hálffullar. Við höldum áfram að hlaða, en við það þarf hleðslustraumurinn fyrir þær stærri að fara í gegn um þær minni sem þegar eru orðnar fullar. Þær verða því blindfullar og deyja áður en þær stærri ná að fyllast.

Þær minni lenda sem sagt alltaf í vondum málum.

Mjög einfalt og auðskilið...
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Eiður
Póstar: 116
Skráður: 17. Ágú. 2006 20:24:44

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Eiður »

[quote=Haraldur]Voltinn verða í lagi, en ef það er mismunandi amper á þeim þá dregst mismunandi mikið út af þeim og þá gætir þú t.d. endað með að minni rafhlaðan tæmist fyrst.[/quote]
þá kemur ballancer til sögunar er það ekki rétt
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Raðtengja saman misstórum Lipo sellum

Póstur eftir Haraldur »

[quote=Eiður][quote=Haraldur]Voltinn verða í lagi, en ef það er mismunandi amper á þeim þá dregst mismunandi mikið út af þeim og þá gætir þú t.d. endað með að minni rafhlaðan tæmist fyrst.[/quote]
þá kemur ballancer til sögunar er það ekki rétt[/quote]
Ekki við afhleðslu.
Svara